„Ég hata að tapa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2025 21:22 Fyrirliðinn fékk gult spjald í kvöld. Liam McBurney/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson, sem bar fyrirliðaband íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í kvöld, var að vonum svekktur eftir 1-0 tap liðsins gegn Norður-Írum í Belfast í kvöld. „Ég er bara pirraður. Ég hata að tapa, og sérstaklega svona þar sem mér finnst við vera miklu betri. Ég er bara pirraður og svekktur,“ sagði Hákon í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segist ekki hafa skýringar á því hvað fór úrskeiðis eftir annars góða byrjun íslenska liðsins í kvöld. „Ég veit ekki alveg hvað gerist. Við hættum að spila bara. Við höldum vel í boltann í byrjun og gáfum þeim ekki neitt. Við erum að vinna boltann mjög ofarlega, en gerum ekki nógi mikið úr því. Ég fæ eitt dauðafæri, en þetta eru bara einhver mistök sem við gerum og leyfum þeim að koma inn í leikinn. Þá koma áhorfendur með þeim og þeir ná upp smá mómentum. Svo kemur þetta skítamark og ég held að þetta hafi bara verið lélegt hjá okkur. Við hættum að halda boltanum og ég held að það hafi verið aðalástæðan.“ Íslenska liðið lék síðasta hálftíma leiksins manni fleiri eftir að Brodie Spencer braut á Hákoni, sem var svo gott sem sloppinn einn í gegn. Heimamenn voru ósammála dómnum, en Hákon er fullviss um að brotið hafi verið á sér. „Hann hakkar hérna í mig og ég er að drepast í hælnum. Ef þú skoðar myndbandið þá er þetta alltaf rautt spjald.“ Í kjölfarið bauluðu norður-írsku stuðningsmennirnir svo hressilega á Hákon í hvert skipti sem hann fékk boltann, en hann lét það þó ekki á sig fá. „Maður er orðinn vanur þessu. Þetta hefur gerst áður þannig það hafði ekki áhrif á mig. Það var svosem alveg skiljanlegt, en þegar þeir sjá þetta í sjónvarpinu sjá þeir að þetta var hárrétt hjá dómaranum.“ Þá hefur Hákon einfalda skýringu á því hvað vantaði upp á hjá íslenska liðinu í leik kvöldsins. „Bara klára færin. Við vorum kannski ekki nógu góðir á seinni boltanum eins og við vorum á móti Skotum þar sem við vorum geggjaði í seinni boltanum. Landsleikir þar sem hitt liðið er bara að kýla fram snúast um að vinna seinni boltana og að klára færin.“ Hann segir einnig að það hafi verið jákvætt að sjá íslenska liðið skapa sér fleiri færi úr opnum leik. „Við búim til fleiri færi. Ég fæ dauðafæri þar sem við vinnum boltann ofarlega. Kristian fær fína stöðu og svo erum við hættulegir í föstum leikatriðum. Þeir bjarga einu sinni á línu og svo var þarna kaós í endan sem dettur einmitt fyrir þá.“ „Mér fannst þetta betra en á móti Skotunum, jafnvel þó við skorum ekki. Þar vorum við bara ógeðslega „clinical“ en ekki í dag.“ Að lokum segir Hákon að íslenska liðið geti klárlega byggt á ýmsu úr leik kvöldsins. „Alvaran byrjar í haust og við þurfum bara að skoða hvað það er sem við þurfum að bæta. Fyrsti leikur á móti Asebaídsjan heima og við verðum að vinna það ef við ætlum að gera eitthvað í þessari keppni.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Sjá meira
„Ég er bara pirraður. Ég hata að tapa, og sérstaklega svona þar sem mér finnst við vera miklu betri. Ég er bara pirraður og svekktur,“ sagði Hákon í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segist ekki hafa skýringar á því hvað fór úrskeiðis eftir annars góða byrjun íslenska liðsins í kvöld. „Ég veit ekki alveg hvað gerist. Við hættum að spila bara. Við höldum vel í boltann í byrjun og gáfum þeim ekki neitt. Við erum að vinna boltann mjög ofarlega, en gerum ekki nógi mikið úr því. Ég fæ eitt dauðafæri, en þetta eru bara einhver mistök sem við gerum og leyfum þeim að koma inn í leikinn. Þá koma áhorfendur með þeim og þeir ná upp smá mómentum. Svo kemur þetta skítamark og ég held að þetta hafi bara verið lélegt hjá okkur. Við hættum að halda boltanum og ég held að það hafi verið aðalástæðan.“ Íslenska liðið lék síðasta hálftíma leiksins manni fleiri eftir að Brodie Spencer braut á Hákoni, sem var svo gott sem sloppinn einn í gegn. Heimamenn voru ósammála dómnum, en Hákon er fullviss um að brotið hafi verið á sér. „Hann hakkar hérna í mig og ég er að drepast í hælnum. Ef þú skoðar myndbandið þá er þetta alltaf rautt spjald.“ Í kjölfarið bauluðu norður-írsku stuðningsmennirnir svo hressilega á Hákon í hvert skipti sem hann fékk boltann, en hann lét það þó ekki á sig fá. „Maður er orðinn vanur þessu. Þetta hefur gerst áður þannig það hafði ekki áhrif á mig. Það var svosem alveg skiljanlegt, en þegar þeir sjá þetta í sjónvarpinu sjá þeir að þetta var hárrétt hjá dómaranum.“ Þá hefur Hákon einfalda skýringu á því hvað vantaði upp á hjá íslenska liðinu í leik kvöldsins. „Bara klára færin. Við vorum kannski ekki nógu góðir á seinni boltanum eins og við vorum á móti Skotum þar sem við vorum geggjaði í seinni boltanum. Landsleikir þar sem hitt liðið er bara að kýla fram snúast um að vinna seinni boltana og að klára færin.“ Hann segir einnig að það hafi verið jákvætt að sjá íslenska liðið skapa sér fleiri færi úr opnum leik. „Við búim til fleiri færi. Ég fæ dauðafæri þar sem við vinnum boltann ofarlega. Kristian fær fína stöðu og svo erum við hættulegir í föstum leikatriðum. Þeir bjarga einu sinni á línu og svo var þarna kaós í endan sem dettur einmitt fyrir þá.“ „Mér fannst þetta betra en á móti Skotunum, jafnvel þó við skorum ekki. Þar vorum við bara ógeðslega „clinical“ en ekki í dag.“ Að lokum segir Hákon að íslenska liðið geti klárlega byggt á ýmsu úr leik kvöldsins. „Alvaran byrjar í haust og við þurfum bara að skoða hvað það er sem við þurfum að bæta. Fyrsti leikur á móti Asebaídsjan heima og við verðum að vinna það ef við ætlum að gera eitthvað í þessari keppni.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Sjá meira