Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2025 09:07 Fólk virðir fyrir sér brak úr farþegaþotu Air India sem hrapaði í Ahmedabad í Gujarat-ríki á norðvestanverðu Indlandi í dag. AP/Ajit Solanki Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. För Boeing 787-8 Dreamliner-vélar Air India var heitið til Gatwick-flugvallar í London á Englandi samkvæmt frétt indverska fréttavefsins India Today. Vélin tók á loft klukkan 13:38 að staðartíma og brotlenti fimm mínútum síðar. Flugmaður er sagður hafa sent neyðarkall til flugumferðarstjórnar rétt fyrir slysið en eftir það náðist ekki samband við vélina. Hún var þá í rúmlega 600 feta hæð. Á myndböndum frá vettvangi sést þykkur svartur reykur yfir slysstað. Engar staðfestar fréttir hafa enn borist af mannskaða en ljóst er að fjöldi fólks hefur farist. Þotan hrapaði í Meghani-íbúðahverfinu við flugvöllinn að sögn flugmálayfirvalda en um fimm milljónir manna búa í Ahmedabad. Af myndum af vettvangi að dæma virðist þotan hafa lent á byggingum. ANI-fréttaveitan hefur eftir lögreglu að vélin hafi lent á gistiheimili fyrir lækna. Slökkviliðsmenn á vettvangi flugslyssins í Ahmedabad í Gujarat-ríki á norðanverðu Indlandi.AP/Ajit Solanki Um borð voru 230 farþegar og tólf manna áhöfn. Flugfélagið hefur nú staðfest að af þeim hafi 169 verið Indverjar, 53 breskir ríkisborgarar, sjö portúgalskir og einn kanadískur. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir aðstæður á vettvangi sláandi. Viðbragðsaðilar keppist við að reyna að bjarga sem flestum mannslífum og bera lík af slysstað. Sjúkrabílar séu út um allt og vegum hafi verið lokað. Enn er unnið að því að slökkva elda sem kviknuðu. LIVE VIDEOFlight AI171, operating Ahmedabad-London Gatwick, was involved in an incident today#Ahmedabadplanecrash #london #planecrash #Ahmedabad #AirIndia pic.twitter.com/XFKVYVPf5k— Vijaykumar Desai (@KumarVijayDesai) June 12, 2025 Flugvellinum var lokað eftir slysið og öllum flugferðum þaðan og þangað frestað. Flugfélagið hefur komið á fót neyðarlínu fyrir aðstandendur farþega. Veðuraðstæður eru sagðar hafa verið góðar þegar slysið varð. Þetta er í fyrsta skipti sem Boeing-þota af þessari gerð hrapar á þennan hátt. Bandaríska fyrirtækið hefur átt í vök að verjast undanfarin ár vegna mannskæðra slysa með 737 Max-farþegaþotur þess. Fréttin hefur verið uppfærð. Indland Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
För Boeing 787-8 Dreamliner-vélar Air India var heitið til Gatwick-flugvallar í London á Englandi samkvæmt frétt indverska fréttavefsins India Today. Vélin tók á loft klukkan 13:38 að staðartíma og brotlenti fimm mínútum síðar. Flugmaður er sagður hafa sent neyðarkall til flugumferðarstjórnar rétt fyrir slysið en eftir það náðist ekki samband við vélina. Hún var þá í rúmlega 600 feta hæð. Á myndböndum frá vettvangi sést þykkur svartur reykur yfir slysstað. Engar staðfestar fréttir hafa enn borist af mannskaða en ljóst er að fjöldi fólks hefur farist. Þotan hrapaði í Meghani-íbúðahverfinu við flugvöllinn að sögn flugmálayfirvalda en um fimm milljónir manna búa í Ahmedabad. Af myndum af vettvangi að dæma virðist þotan hafa lent á byggingum. ANI-fréttaveitan hefur eftir lögreglu að vélin hafi lent á gistiheimili fyrir lækna. Slökkviliðsmenn á vettvangi flugslyssins í Ahmedabad í Gujarat-ríki á norðanverðu Indlandi.AP/Ajit Solanki Um borð voru 230 farþegar og tólf manna áhöfn. Flugfélagið hefur nú staðfest að af þeim hafi 169 verið Indverjar, 53 breskir ríkisborgarar, sjö portúgalskir og einn kanadískur. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir aðstæður á vettvangi sláandi. Viðbragðsaðilar keppist við að reyna að bjarga sem flestum mannslífum og bera lík af slysstað. Sjúkrabílar séu út um allt og vegum hafi verið lokað. Enn er unnið að því að slökkva elda sem kviknuðu. LIVE VIDEOFlight AI171, operating Ahmedabad-London Gatwick, was involved in an incident today#Ahmedabadplanecrash #london #planecrash #Ahmedabad #AirIndia pic.twitter.com/XFKVYVPf5k— Vijaykumar Desai (@KumarVijayDesai) June 12, 2025 Flugvellinum var lokað eftir slysið og öllum flugferðum þaðan og þangað frestað. Flugfélagið hefur komið á fót neyðarlínu fyrir aðstandendur farþega. Veðuraðstæður eru sagðar hafa verið góðar þegar slysið varð. Þetta er í fyrsta skipti sem Boeing-þota af þessari gerð hrapar á þennan hátt. Bandaríska fyrirtækið hefur átt í vök að verjast undanfarin ár vegna mannskæðra slysa með 737 Max-farþegaþotur þess. Fréttin hefur verið uppfærð.
Indland Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira