Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2025 09:07 Fólk virðir fyrir sér brak úr farþegaþotu Air India sem hrapaði í Ahmedabad í Gujarat-ríki á norðvestanverðu Indlandi í dag. AP/Ajit Solanki Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. För Boeing 787-8 Dreamliner-vélar Air India var heitið til Gatwick-flugvallar í London á Englandi samkvæmt frétt indverska fréttavefsins India Today. Vélin tók á loft klukkan 13:38 að staðartíma og brotlenti fimm mínútum síðar. Flugmaður er sagður hafa sent neyðarkall til flugumferðarstjórnar rétt fyrir slysið en eftir það náðist ekki samband við vélina. Hún var þá í rúmlega 600 feta hæð. Á myndböndum frá vettvangi sést þykkur svartur reykur yfir slysstað. Engar staðfestar fréttir hafa enn borist af mannskaða en ljóst er að fjöldi fólks hefur farist. Þotan hrapaði í Meghani-íbúðahverfinu við flugvöllinn að sögn flugmálayfirvalda en um fimm milljónir manna búa í Ahmedabad. Af myndum af vettvangi að dæma virðist þotan hafa lent á byggingum. ANI-fréttaveitan hefur eftir lögreglu að vélin hafi lent á gistiheimili fyrir lækna. Slökkviliðsmenn á vettvangi flugslyssins í Ahmedabad í Gujarat-ríki á norðanverðu Indlandi.AP/Ajit Solanki Um borð voru 230 farþegar og tólf manna áhöfn. Flugfélagið hefur nú staðfest að af þeim hafi 169 verið Indverjar, 53 breskir ríkisborgarar, sjö portúgalskir og einn kanadískur. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir aðstæður á vettvangi sláandi. Viðbragðsaðilar keppist við að reyna að bjarga sem flestum mannslífum og bera lík af slysstað. Sjúkrabílar séu út um allt og vegum hafi verið lokað. Enn er unnið að því að slökkva elda sem kviknuðu. LIVE VIDEOFlight AI171, operating Ahmedabad-London Gatwick, was involved in an incident today#Ahmedabadplanecrash #london #planecrash #Ahmedabad #AirIndia pic.twitter.com/XFKVYVPf5k— Vijaykumar Desai (@KumarVijayDesai) June 12, 2025 Flugvellinum var lokað eftir slysið og öllum flugferðum þaðan og þangað frestað. Flugfélagið hefur komið á fót neyðarlínu fyrir aðstandendur farþega. Veðuraðstæður eru sagðar hafa verið góðar þegar slysið varð. Þetta er í fyrsta skipti sem Boeing-þota af þessari gerð hrapar á þennan hátt. Bandaríska fyrirtækið hefur átt í vök að verjast undanfarin ár vegna mannskæðra slysa með 737 Max-farþegaþotur þess. Fréttin hefur verið uppfærð. Indland Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
För Boeing 787-8 Dreamliner-vélar Air India var heitið til Gatwick-flugvallar í London á Englandi samkvæmt frétt indverska fréttavefsins India Today. Vélin tók á loft klukkan 13:38 að staðartíma og brotlenti fimm mínútum síðar. Flugmaður er sagður hafa sent neyðarkall til flugumferðarstjórnar rétt fyrir slysið en eftir það náðist ekki samband við vélina. Hún var þá í rúmlega 600 feta hæð. Á myndböndum frá vettvangi sést þykkur svartur reykur yfir slysstað. Engar staðfestar fréttir hafa enn borist af mannskaða en ljóst er að fjöldi fólks hefur farist. Þotan hrapaði í Meghani-íbúðahverfinu við flugvöllinn að sögn flugmálayfirvalda en um fimm milljónir manna búa í Ahmedabad. Af myndum af vettvangi að dæma virðist þotan hafa lent á byggingum. ANI-fréttaveitan hefur eftir lögreglu að vélin hafi lent á gistiheimili fyrir lækna. Slökkviliðsmenn á vettvangi flugslyssins í Ahmedabad í Gujarat-ríki á norðanverðu Indlandi.AP/Ajit Solanki Um borð voru 230 farþegar og tólf manna áhöfn. Flugfélagið hefur nú staðfest að af þeim hafi 169 verið Indverjar, 53 breskir ríkisborgarar, sjö portúgalskir og einn kanadískur. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir aðstæður á vettvangi sláandi. Viðbragðsaðilar keppist við að reyna að bjarga sem flestum mannslífum og bera lík af slysstað. Sjúkrabílar séu út um allt og vegum hafi verið lokað. Enn er unnið að því að slökkva elda sem kviknuðu. LIVE VIDEOFlight AI171, operating Ahmedabad-London Gatwick, was involved in an incident today#Ahmedabadplanecrash #london #planecrash #Ahmedabad #AirIndia pic.twitter.com/XFKVYVPf5k— Vijaykumar Desai (@KumarVijayDesai) June 12, 2025 Flugvellinum var lokað eftir slysið og öllum flugferðum þaðan og þangað frestað. Flugfélagið hefur komið á fót neyðarlínu fyrir aðstandendur farþega. Veðuraðstæður eru sagðar hafa verið góðar þegar slysið varð. Þetta er í fyrsta skipti sem Boeing-þota af þessari gerð hrapar á þennan hátt. Bandaríska fyrirtækið hefur átt í vök að verjast undanfarin ár vegna mannskæðra slysa með 737 Max-farþegaþotur þess. Fréttin hefur verið uppfærð.
Indland Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira