„Ég valdi bara bestu gelluna, hún gæti reyndar verið mamma mín“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. júní 2025 08:01 Erika Nótt er með sjálfstraustið skrúfað í botn fyrir bardagann á föstudagskvöld. vísir / sigurjón Hnefaleikakonan Erika Nótt berst við konu sem er rúmlega tvöfalt eldri en hún á IceBox. Erika er skemmtikraftur sem ætlar ekki að hlaupa í hringi, heldur „traðka yfir hana.“ Erika er aðeins átján ára gömul en hefur unnið IceBox sjö sinnum áður og síðast í fyrra. Viðburðurinn í ár verður stærri en nokkru sinni fyrr og hún hefur undirbúið sig vel undanfarna mánuði með heimsklassa þjálfurum erlendis og tekið æfingabardaga gegn öflugum andstæðingum. „Til dæmis með heimsmeistara, silfur í heimsmeistaramóti, gull á Evrópumeistaramóti, æfði bara með bestu stelpum í heiminum. Ég var rosalega heppin að fá allt þetta“ sagði Erika í viðtali sem má sjá í spilaranum að ofan. Erika berst á föstudagskvöldið við mjög reynslumikinn andstæðing, Nora Guslander frá Svíþjóð, sem á að baki yfir hundrað bardaga og er um fertugt, hæglega nógu gömul til að vera móðir Eriku. „Mig langaði að sýna hvað ég get þannig að ég valdi bara bestu gelluna sem ég gat fundið … Hún gæti reyndar verið mamma mín en ég horfi bara á það sem plús sko, ég gæti alveg buffað mömmu mína þannig að ég ætti að geta buffað hana, ef maður hugsar þetta þannig. Mér finnst þetta bara gaman“ Erika hefur æft með heimsklassa þjálfurum í aðdraganda IceBox.vísir / sigurjón Þegar að IceBox kemur býr Erika hins vegar yfir meiri reynslu en nokkur annar boxari, hún hefur unnið viðburðinn oftast allra og segir ekkert skemmtilegra. „Það er ekkert eins og IceBox í heiminum, svo sjúkt að við erum með þetta hérna á Íslandi. Stemningin alltaf geggjuð, ég get ekki beðið eftir að sjá alla strákana með skiltin fyrir mig, mér finnst það geggjað. Ég fékk gæja til að lita Erika Night í hárið sitt, þetta er bara geggjað, það eru allir ógeðslega stemmdir heyrist mér sko.“ @erikanightnight How crazy is this guys #boxing🥊 #viral ♬ original sound - Erika Night Skemmtikrafturinn hleypur ekki í hringi Gegn mun eldri andstæðingi mætti ætla að hin unga og orkumikla Erika hlaupi hringi í kringum þá sænsku til að þreyta hana. „Að hlaupa í kringum hana getur verið sniðugt en svo er ég auðvitað performer. Mér finnst ekkert skemmtilegt þegar box er bara einhver að hlaupa og hlaupa og gellan eitthvað að elta hana allan tímann. Ég er boxari, ég er komin til að berjast og mig langar að hafa skemmtilegan bardaga. Margir halda að það sé svo sniðugt að hlaupa en það er líka sniðugt að bara traðka yfir hana, labba á hana og taka hana út þannig“ sagði hin skemmtilega kokhrausta Erika Nótt. IceBox fer fram í Kapakrika á föstudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá klukkan hálf átta. Bardagi Eriku Nóttar og Laven Soufi er fyrstur á sjónvarpsdagskránni sem hefst klukkan 20.20. Upphitunarbardagar hefjast klukkan 19.15 og verða í beinni á Vísi. Hægt er að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Sýnar og Símans. Einnig er hægt að kaupa aðgang að kvöldinu hjá Livey. Box Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Erika er aðeins átján ára gömul en hefur unnið IceBox sjö sinnum áður og síðast í fyrra. Viðburðurinn í ár verður stærri en nokkru sinni fyrr og hún hefur undirbúið sig vel undanfarna mánuði með heimsklassa þjálfurum erlendis og tekið æfingabardaga gegn öflugum andstæðingum. „Til dæmis með heimsmeistara, silfur í heimsmeistaramóti, gull á Evrópumeistaramóti, æfði bara með bestu stelpum í heiminum. Ég var rosalega heppin að fá allt þetta“ sagði Erika í viðtali sem má sjá í spilaranum að ofan. Erika berst á föstudagskvöldið við mjög reynslumikinn andstæðing, Nora Guslander frá Svíþjóð, sem á að baki yfir hundrað bardaga og er um fertugt, hæglega nógu gömul til að vera móðir Eriku. „Mig langaði að sýna hvað ég get þannig að ég valdi bara bestu gelluna sem ég gat fundið … Hún gæti reyndar verið mamma mín en ég horfi bara á það sem plús sko, ég gæti alveg buffað mömmu mína þannig að ég ætti að geta buffað hana, ef maður hugsar þetta þannig. Mér finnst þetta bara gaman“ Erika hefur æft með heimsklassa þjálfurum í aðdraganda IceBox.vísir / sigurjón Þegar að IceBox kemur býr Erika hins vegar yfir meiri reynslu en nokkur annar boxari, hún hefur unnið viðburðinn oftast allra og segir ekkert skemmtilegra. „Það er ekkert eins og IceBox í heiminum, svo sjúkt að við erum með þetta hérna á Íslandi. Stemningin alltaf geggjuð, ég get ekki beðið eftir að sjá alla strákana með skiltin fyrir mig, mér finnst það geggjað. Ég fékk gæja til að lita Erika Night í hárið sitt, þetta er bara geggjað, það eru allir ógeðslega stemmdir heyrist mér sko.“ @erikanightnight How crazy is this guys #boxing🥊 #viral ♬ original sound - Erika Night Skemmtikrafturinn hleypur ekki í hringi Gegn mun eldri andstæðingi mætti ætla að hin unga og orkumikla Erika hlaupi hringi í kringum þá sænsku til að þreyta hana. „Að hlaupa í kringum hana getur verið sniðugt en svo er ég auðvitað performer. Mér finnst ekkert skemmtilegt þegar box er bara einhver að hlaupa og hlaupa og gellan eitthvað að elta hana allan tímann. Ég er boxari, ég er komin til að berjast og mig langar að hafa skemmtilegan bardaga. Margir halda að það sé svo sniðugt að hlaupa en það er líka sniðugt að bara traðka yfir hana, labba á hana og taka hana út þannig“ sagði hin skemmtilega kokhrausta Erika Nótt. IceBox fer fram í Kapakrika á föstudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá klukkan hálf átta. Bardagi Eriku Nóttar og Laven Soufi er fyrstur á sjónvarpsdagskránni sem hefst klukkan 20.20. Upphitunarbardagar hefjast klukkan 19.15 og verða í beinni á Vísi. Hægt er að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Sýnar og Símans. Einnig er hægt að kaupa aðgang að kvöldinu hjá Livey.
Box Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira