„Þingið hefur verið svipt aðhaldi sínu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 19:55 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins og annar þingmaður Suðurkjördæmis flutti fyrstu eldhúsdagsræðu kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Fjárlaganefnd var sniðgengin. Þingið hefur verið svipt aðhaldi sínu. Ráðherrar svara ekki í þingsal, heldur í útvöldum fjölmiðlum. Þetta eru ekki smávægileg frávik. Þetta eru alvarleg merki um að þingræðinu sé ekki sýnd tilhlýðileg virðing.“ Þetta er meðal þess sem Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hún sagði ábyrgðarleysi blasa við í efnahagsmálum landsins. „Ríkisstjórnin talar um aðhald, en gerir annað. Hún lofar að draga úr útgjöldum – en bindur um fimmtung ríkisútgjalda við launavísitölu. Þannig verða tugir milljarða króna útgjöld sjálfvirk, án nokkurrar aðkomu Alþingis. Þetta er ekki ábyrgt. Þetta er afsalað vald, með lokuðum augum, frá þjóðkjörnum fulltrúum til ófyrirsjáanlegrar launaþróunar. Á sama tíma hyggst ríkisstjórnin hækka skatta á undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar. Skatta sem ekki byggja á raunverulegri afkomu heldur reiknaðri. Þetta er ekki aðeins ósanngjarnt – þetta er bein árás á samkeppnishæfni Íslands og þar með á framtíð tekjuöflunar ríkisins sjálfs,“ sagði Guðrún. Bitni á lífeyrissjóðum láglaunastétta Guðrún segir lífeyriskerfið þó standa henni næst. Eitt stærsta gæfuspor sem stigið hafi verið í íslensku samfélagi hafi verið þegar launþegar og atvinnurekendur hafi ákveðið að byggja upp sameiginlegt, sjálfstætt samtryggingarkerfi lífeyrisréttinda. „Ég sé ekki betur, virðulegi forseti, en að ríkisstjórnin ætli að „berja niður verðbólguna með sleggju“ og nú beiti hún sömu sleggju á lífeyrissjóðina. Þetta er atlaga að viðkvæmu jafnvægi. Og þetta hefur afleiðingar. Afleiðingar fyrir réttindi, fyrir fjárfestingar lífeyrissjóðanna og fyrir getu þeirra til að styðja við atvinnulífið. Þessi stefna bitnar sérstaklega á sjóðum láglaunastétta. Hún grefur undan því jafnræði sem velferðarkerfið á að byggja á. Því spyr ég: hvernig getur það samræmst réttlæti að láta verkafólk axla kostnað sem áður var á ábyrgð ríkisins?“ Stefnuleysi í ríkisfjármálum Þá sakar hún ríkisstjórnina um ábyrgðarleysi í opinberum fjármálum. Forsendur ríkisstjórnarinnar um rekstrarafgang séu ekki trúverðugar. Hvorki hafi verið kynnt hvernig útgjöld verði dregin saman né hvernig skuli forgangsraðað. Í stað þess að kynna raunhæfar aðgerðir sé boðuð enn meiri útgjaldaaukning. „Það sem verra er, á sama tíma og ríkisstjórnin lýsir því yfir að tryggja eigi stöðugleika, leggur hún til að töluleg viðmið um lækkun skulda verði felld úr lögum um opinber fjármál. Þannig á að leysa vanda ríkissjóðs, með því að afnema mælikvarðana. Það er ekki fjármálastefna, virðulegi forseti. Það er ábyrgðarleysi. Hún segir vanda ríkisfjármála ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda. „Ísland er þegar með eitt umfangsmesta opinbera kerfi í heiminum. Nú þarf raunverulega hagræðingu og forgangsröðun. Það er ekki val, heldur nauðsyn , ef við ætlum að standa vörð um traust opinberra fjármála og jafnræði milli kynslóða. Þegar afkomubati er sagður markmið, en jafnframt lagt til að hækka skatta á grunnstoðir útflutnings, á sama tíma og alþjóðaviðskipti standa í upplausn, þá er ekki um stefnu að ræða, heldur stefnuleysi.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hún sagði ábyrgðarleysi blasa við í efnahagsmálum landsins. „Ríkisstjórnin talar um aðhald, en gerir annað. Hún lofar að draga úr útgjöldum – en bindur um fimmtung ríkisútgjalda við launavísitölu. Þannig verða tugir milljarða króna útgjöld sjálfvirk, án nokkurrar aðkomu Alþingis. Þetta er ekki ábyrgt. Þetta er afsalað vald, með lokuðum augum, frá þjóðkjörnum fulltrúum til ófyrirsjáanlegrar launaþróunar. Á sama tíma hyggst ríkisstjórnin hækka skatta á undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar. Skatta sem ekki byggja á raunverulegri afkomu heldur reiknaðri. Þetta er ekki aðeins ósanngjarnt – þetta er bein árás á samkeppnishæfni Íslands og þar með á framtíð tekjuöflunar ríkisins sjálfs,“ sagði Guðrún. Bitni á lífeyrissjóðum láglaunastétta Guðrún segir lífeyriskerfið þó standa henni næst. Eitt stærsta gæfuspor sem stigið hafi verið í íslensku samfélagi hafi verið þegar launþegar og atvinnurekendur hafi ákveðið að byggja upp sameiginlegt, sjálfstætt samtryggingarkerfi lífeyrisréttinda. „Ég sé ekki betur, virðulegi forseti, en að ríkisstjórnin ætli að „berja niður verðbólguna með sleggju“ og nú beiti hún sömu sleggju á lífeyrissjóðina. Þetta er atlaga að viðkvæmu jafnvægi. Og þetta hefur afleiðingar. Afleiðingar fyrir réttindi, fyrir fjárfestingar lífeyrissjóðanna og fyrir getu þeirra til að styðja við atvinnulífið. Þessi stefna bitnar sérstaklega á sjóðum láglaunastétta. Hún grefur undan því jafnræði sem velferðarkerfið á að byggja á. Því spyr ég: hvernig getur það samræmst réttlæti að láta verkafólk axla kostnað sem áður var á ábyrgð ríkisins?“ Stefnuleysi í ríkisfjármálum Þá sakar hún ríkisstjórnina um ábyrgðarleysi í opinberum fjármálum. Forsendur ríkisstjórnarinnar um rekstrarafgang séu ekki trúverðugar. Hvorki hafi verið kynnt hvernig útgjöld verði dregin saman né hvernig skuli forgangsraðað. Í stað þess að kynna raunhæfar aðgerðir sé boðuð enn meiri útgjaldaaukning. „Það sem verra er, á sama tíma og ríkisstjórnin lýsir því yfir að tryggja eigi stöðugleika, leggur hún til að töluleg viðmið um lækkun skulda verði felld úr lögum um opinber fjármál. Þannig á að leysa vanda ríkissjóðs, með því að afnema mælikvarðana. Það er ekki fjármálastefna, virðulegi forseti. Það er ábyrgðarleysi. Hún segir vanda ríkisfjármála ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda. „Ísland er þegar með eitt umfangsmesta opinbera kerfi í heiminum. Nú þarf raunverulega hagræðingu og forgangsröðun. Það er ekki val, heldur nauðsyn , ef við ætlum að standa vörð um traust opinberra fjármála og jafnræði milli kynslóða. Þegar afkomubati er sagður markmið, en jafnframt lagt til að hækka skatta á grunnstoðir útflutnings, á sama tíma og alþjóðaviðskipti standa í upplausn, þá er ekki um stefnu að ræða, heldur stefnuleysi.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira