Gleymdu að vanda sig Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júní 2025 16:01 Þau sem stjórna hjá Akureyrarbæ tóku óskiljanlega ákvörðun ekki alls fyrir löngu, þau ráku allt starfsfólk félagsmiðstöðvanna og hafa, einhliða að því virðist, ákveðið að gera breytingar á starfinu af þeirri stærðargráðu að ekki er hægt að sitja þegjandi undir. Frá því að hafa fyrir nokkrum árum verið í fararbroddi á landsvísu í málefnum félagsmiðstöðva er fallið hátt. Meðalmanneskja frá fæðingu til sjötugs notar um 4,33 ár í formlega skólagöngu, 7,33 í vinnu, 2,33 í að borða og 5 ár í annað. Svo sofum við í 24 ár og 27 ár er frítíminn okkar. Langstærsti hluti vökutíma okkar frá fæðingu til sjötugs er því frítími. Þessir útreikningar eru miðaðir við að frítími sé allur sá tími sem er eftir þegar skóla, vinnu og skyldustörfum hefur verið sinnt og líkamlegum þörfum fullnægt. Rannsóknir sýna að hvernig við verjum öllum þessum frítíma hefur afgerandi áhrif á farsæld, velferð, heilsu og lífsgæði almennt. Ef frítíminn er nýttur illa hefur það neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélagið og að sama skapi jákvæð áhrif ef tíminn er nýttur vel. Til að auka líkur á jákvæðri notkun frítíma getum við sem samfélag gripið til allskonar úrræða. Sú leið sem hefur sýnt sig að hafi sérlega góð áhrif á unglingsárum eru félagsmiðstöðvar. Auðvita er fleira sem hefur góð áhrif, eins og íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf en þegar kemur að því að taka á þeim vandamálum sem fara vaxandi meðal unglinganna okkar í dag, eru félagsmiðstöðvarnar frábært tæki – ef vel er á haldið. Til er fagstétt sem hefur þann eina tilgang að styðja við og stuðla að jákvæðri notkun frítíma. Þau fara í nám, eins og rafvirkinn, kennarinn, læknirinn og sjúkraþjálfarinn, fá sitt próf, sem í þeirra tilfelli er BA-gráða og eða Meistaragráða í tómstunda- og félagsmálafræði. Þetta eru því sérstök fræði, sérstakt fag sem þarfnast menntunar til að sem bestur árangur náist. Með fullri virðingu fyrir skólastjórnendum, sem eiga að stjórna starfinu á Akureyri – og ég ber mikla virðingu fyrir, því ég vinn með frábærum skólastjórnendum út um allt land, þá læra þau enga tómstundafræði í sínu námi – enda að undirbúa sig undir allt annað fagstarf. Alfa Aradóttir, ein af þeim sem missti starf sitt og fráfarandi yfirmaður forvarna- og frístundadeildar, var einmitt í fyrsta hópnum sem hóf nám í tómstunda- og félagsmálafræði haustið 2001. Ég er orðin svo þreytt á að sú starfsemi sem fer fram í frítímanum og ekki síst fagfólkið njóti ekki þeirrar virðingar sem mikilvægi starfsins kallar á. Ég geng svo langt að segja að það er jafn mikilvægt að stuðla að jákvæðri notkun frítíma og jákvæðri skólagöngu. Ég skora á sveitarfélög landsins að fylgja ekki í fótspor Akureyrarbæjar heldur frekar Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga, þar sem fagfólk í frítíma stjórnar starfinu. Ef mikið liggur við í rafmagnsmálum hringi ég ekki í píparann minn, þó hann sé frábær. Núna liggur mikið við í málefnum unga fólksins okkar, þau eru dásamleg en þurfa stuðning. Þá tekur maður ekki sitt besta fólk og rekur það útaf, svo mikið veit ég, gamli þjálfarinn. Þessar aðgerðir Akureyrarbæjar svíða. Við sem störfum á vettvangi frítímans erum sorgmædd og nánast orðlaus yfir virðingarleysinu sem starfinu, unglingunum og ekki síst starfsfólkinu er sýnt. Höfundur er námsbrautarformaður í námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Frístund barna Akureyri Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þau sem stjórna hjá Akureyrarbæ tóku óskiljanlega ákvörðun ekki alls fyrir löngu, þau ráku allt starfsfólk félagsmiðstöðvanna og hafa, einhliða að því virðist, ákveðið að gera breytingar á starfinu af þeirri stærðargráðu að ekki er hægt að sitja þegjandi undir. Frá því að hafa fyrir nokkrum árum verið í fararbroddi á landsvísu í málefnum félagsmiðstöðva er fallið hátt. Meðalmanneskja frá fæðingu til sjötugs notar um 4,33 ár í formlega skólagöngu, 7,33 í vinnu, 2,33 í að borða og 5 ár í annað. Svo sofum við í 24 ár og 27 ár er frítíminn okkar. Langstærsti hluti vökutíma okkar frá fæðingu til sjötugs er því frítími. Þessir útreikningar eru miðaðir við að frítími sé allur sá tími sem er eftir þegar skóla, vinnu og skyldustörfum hefur verið sinnt og líkamlegum þörfum fullnægt. Rannsóknir sýna að hvernig við verjum öllum þessum frítíma hefur afgerandi áhrif á farsæld, velferð, heilsu og lífsgæði almennt. Ef frítíminn er nýttur illa hefur það neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélagið og að sama skapi jákvæð áhrif ef tíminn er nýttur vel. Til að auka líkur á jákvæðri notkun frítíma getum við sem samfélag gripið til allskonar úrræða. Sú leið sem hefur sýnt sig að hafi sérlega góð áhrif á unglingsárum eru félagsmiðstöðvar. Auðvita er fleira sem hefur góð áhrif, eins og íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf en þegar kemur að því að taka á þeim vandamálum sem fara vaxandi meðal unglinganna okkar í dag, eru félagsmiðstöðvarnar frábært tæki – ef vel er á haldið. Til er fagstétt sem hefur þann eina tilgang að styðja við og stuðla að jákvæðri notkun frítíma. Þau fara í nám, eins og rafvirkinn, kennarinn, læknirinn og sjúkraþjálfarinn, fá sitt próf, sem í þeirra tilfelli er BA-gráða og eða Meistaragráða í tómstunda- og félagsmálafræði. Þetta eru því sérstök fræði, sérstakt fag sem þarfnast menntunar til að sem bestur árangur náist. Með fullri virðingu fyrir skólastjórnendum, sem eiga að stjórna starfinu á Akureyri – og ég ber mikla virðingu fyrir, því ég vinn með frábærum skólastjórnendum út um allt land, þá læra þau enga tómstundafræði í sínu námi – enda að undirbúa sig undir allt annað fagstarf. Alfa Aradóttir, ein af þeim sem missti starf sitt og fráfarandi yfirmaður forvarna- og frístundadeildar, var einmitt í fyrsta hópnum sem hóf nám í tómstunda- og félagsmálafræði haustið 2001. Ég er orðin svo þreytt á að sú starfsemi sem fer fram í frítímanum og ekki síst fagfólkið njóti ekki þeirrar virðingar sem mikilvægi starfsins kallar á. Ég geng svo langt að segja að það er jafn mikilvægt að stuðla að jákvæðri notkun frítíma og jákvæðri skólagöngu. Ég skora á sveitarfélög landsins að fylgja ekki í fótspor Akureyrarbæjar heldur frekar Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga, þar sem fagfólk í frítíma stjórnar starfinu. Ef mikið liggur við í rafmagnsmálum hringi ég ekki í píparann minn, þó hann sé frábær. Núna liggur mikið við í málefnum unga fólksins okkar, þau eru dásamleg en þurfa stuðning. Þá tekur maður ekki sitt besta fólk og rekur það útaf, svo mikið veit ég, gamli þjálfarinn. Þessar aðgerðir Akureyrarbæjar svíða. Við sem störfum á vettvangi frítímans erum sorgmædd og nánast orðlaus yfir virðingarleysinu sem starfinu, unglingunum og ekki síst starfsfólkinu er sýnt. Höfundur er námsbrautarformaður í námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun