Dæmdur skattsvikari beri enga ábyrgð á fjármálum fyrirtækisins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 21:52 Þórunn Reynisdóttir er forstjóri Úrvals Útsýnar. Hægra megin er gömul auglýsing frá ferðaskrifstofu Viktors, sem þurfti að loka vegna ófullnægjandi tryggingargreiðslna. Vísir Forstjóri Úrvals Útsýnar segir að Viktor Heiðdal Sveinsson, sem sakfelldur var árið 2021 fyrir skattalagabrot í tengslum við ferðaskrifstofur sínar en starfar nú sem ráðgjafi hjá Úrval Útsýn, hafi ekkert með fjármál fyrirtækisins að gera. Hann sjái aðeins um skipulagningu ferða. Í vikunni birtist auglýsing í Morgunblaðinu frá Úrval Útsýn, þar sem sagt er frá sex ferðum um Asíu og Afríku sem fyrirtækið býður upp á. Viktor Sveinsson, sem titlaður er sem sérfræðingur Úrvals Útsýnar, prýðir forsíðu auglýsingarinnar sem er langt viðtal við Viktor sjálfan þar sem hann segir frá ferðunum. „Það eru fáir landsmenn sem þekkja ferðalög um Asíu og Afríku líkt og Viktor Sveinsson sérfræðingur hjá Úrval Útsýn, gerir en hann á veg og vanda af sex vönduðum sérferðum sem kynntar verða á fimmtudaginn næsta, þann 12. júní í Hlíðarsmára 14, sal Lions á Íslandi,“ segir í auglýsingunni. Sátu eftir með sárt ennið Viktor Heiðdal Sveinsson var í forsvari fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Oríental, sem síðar varð Farvel. Farvel hóf starfsemi 2016 og byggði á grunni Oríental sem Viktor hafði stofnað áratug fyrr. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var skyndilega fellt úr gildi í desember 2019 þar sem fyrirtækið hafði ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif fyrirtækisins. Fjölmargir viðskiptavinir Farvel sátu þá eftir með sárt ennið, eftir að hafa verið látin greiða fyrir ferðir sem aldrei voru farnar. Sigríður Pálsdóttir og eiginmaður hennar sögðu frá því að tveimur dögum áður en tilkynnt var um lokun ferðaskrifstofunnar hefði Viktor sett sig í samband við eiginmann Sigríðar og beðið hann að leggja inn lokagreiðslu fyrir fyrirhugað ferðalag. Viktor hafi svo aldrei látið náð í sig eftir það, en Sigríður telur afar ólíklegt að hann hafi ekki vitað af fyrirhugaðri lokun tveimur dögum áður. Viktor var svo ákærður fyrir meiriháttar brot á skattalögum og peningaþvætti með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum frá 2014 til 2018, og var hann sakfelldur árið 2021 í Héraðsdómi Suðurlands. Tekjurnar sem ekki voru taldar upp námu ríflega 81 milljónum króna. Viktor sjái um skipulag en beri enga ábyrgð á fjármálum Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals Útsýnar, segir að Viktor beri enga fjárhagslega ábyrgð hjá Úrvali Útsýn. „Hann er með ýmsar ferðir, hann er bara ráðgjafi hjá okkur, ekki fastur starfsmaður. Hann kemur að hönnun ýmissa ferða á þessu svæði sem hann þekkir vel til.“ „Ég ítreka að við berum alla ábyrgð á allri framkvæmd og fjárhagslega hlutanum,“ segir Þórunn. Ferðir Viktors hafi verið farnar á ábyrgð Úrvals Útsýnar og þær hafi verið algjörlega til fyrirmyndar hingað til. Ekki náðist í Viktor við vinnslu fréttarinnar. Ferðaþjónusta Skattar og tollar Ferðalög Tengdar fréttir Mál Farvel til lögreglu eftir að Ferðamálastofa var „teymd á asnaeyrunum“ í fjórtán mánuði Eiríkur Jónsson segir með ólíkindum hvernig Ferðamálastofa hafi látið ferðaskrifstofuna Farvel teyma sig á asnaeyrunum í fjórtán mánuði. Fjöldi fólks tapaði allt frá hundruðum þúsunda upp í milljónir eftir að Farvel missti rekstrarleyfi. 16. janúar 2020 08:00 Hvetur þá sem glötuðu draumaferðinni vegna lokunar Farvel til að hópa sig saman Rut Hjartardóttir, sem átti bókaða ferð með ferðaskrifstofunni Farvel til Taílands eftir þrjá daga, hvetur aðra farþega sem eru í sömu sporum eftir að ferðaskrifstofan lokaði óvænt fyrir rétt fyrir jól, að stilla saman strengi sína með því að stofna Facebook-hóp. 6. janúar 2020 15:45 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Í vikunni birtist auglýsing í Morgunblaðinu frá Úrval Útsýn, þar sem sagt er frá sex ferðum um Asíu og Afríku sem fyrirtækið býður upp á. Viktor Sveinsson, sem titlaður er sem sérfræðingur Úrvals Útsýnar, prýðir forsíðu auglýsingarinnar sem er langt viðtal við Viktor sjálfan þar sem hann segir frá ferðunum. „Það eru fáir landsmenn sem þekkja ferðalög um Asíu og Afríku líkt og Viktor Sveinsson sérfræðingur hjá Úrval Útsýn, gerir en hann á veg og vanda af sex vönduðum sérferðum sem kynntar verða á fimmtudaginn næsta, þann 12. júní í Hlíðarsmára 14, sal Lions á Íslandi,“ segir í auglýsingunni. Sátu eftir með sárt ennið Viktor Heiðdal Sveinsson var í forsvari fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Oríental, sem síðar varð Farvel. Farvel hóf starfsemi 2016 og byggði á grunni Oríental sem Viktor hafði stofnað áratug fyrr. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var skyndilega fellt úr gildi í desember 2019 þar sem fyrirtækið hafði ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif fyrirtækisins. Fjölmargir viðskiptavinir Farvel sátu þá eftir með sárt ennið, eftir að hafa verið látin greiða fyrir ferðir sem aldrei voru farnar. Sigríður Pálsdóttir og eiginmaður hennar sögðu frá því að tveimur dögum áður en tilkynnt var um lokun ferðaskrifstofunnar hefði Viktor sett sig í samband við eiginmann Sigríðar og beðið hann að leggja inn lokagreiðslu fyrir fyrirhugað ferðalag. Viktor hafi svo aldrei látið náð í sig eftir það, en Sigríður telur afar ólíklegt að hann hafi ekki vitað af fyrirhugaðri lokun tveimur dögum áður. Viktor var svo ákærður fyrir meiriháttar brot á skattalögum og peningaþvætti með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum frá 2014 til 2018, og var hann sakfelldur árið 2021 í Héraðsdómi Suðurlands. Tekjurnar sem ekki voru taldar upp námu ríflega 81 milljónum króna. Viktor sjái um skipulag en beri enga ábyrgð á fjármálum Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals Útsýnar, segir að Viktor beri enga fjárhagslega ábyrgð hjá Úrvali Útsýn. „Hann er með ýmsar ferðir, hann er bara ráðgjafi hjá okkur, ekki fastur starfsmaður. Hann kemur að hönnun ýmissa ferða á þessu svæði sem hann þekkir vel til.“ „Ég ítreka að við berum alla ábyrgð á allri framkvæmd og fjárhagslega hlutanum,“ segir Þórunn. Ferðir Viktors hafi verið farnar á ábyrgð Úrvals Útsýnar og þær hafi verið algjörlega til fyrirmyndar hingað til. Ekki náðist í Viktor við vinnslu fréttarinnar.
Ferðaþjónusta Skattar og tollar Ferðalög Tengdar fréttir Mál Farvel til lögreglu eftir að Ferðamálastofa var „teymd á asnaeyrunum“ í fjórtán mánuði Eiríkur Jónsson segir með ólíkindum hvernig Ferðamálastofa hafi látið ferðaskrifstofuna Farvel teyma sig á asnaeyrunum í fjórtán mánuði. Fjöldi fólks tapaði allt frá hundruðum þúsunda upp í milljónir eftir að Farvel missti rekstrarleyfi. 16. janúar 2020 08:00 Hvetur þá sem glötuðu draumaferðinni vegna lokunar Farvel til að hópa sig saman Rut Hjartardóttir, sem átti bókaða ferð með ferðaskrifstofunni Farvel til Taílands eftir þrjá daga, hvetur aðra farþega sem eru í sömu sporum eftir að ferðaskrifstofan lokaði óvænt fyrir rétt fyrir jól, að stilla saman strengi sína með því að stofna Facebook-hóp. 6. janúar 2020 15:45 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Mál Farvel til lögreglu eftir að Ferðamálastofa var „teymd á asnaeyrunum“ í fjórtán mánuði Eiríkur Jónsson segir með ólíkindum hvernig Ferðamálastofa hafi látið ferðaskrifstofuna Farvel teyma sig á asnaeyrunum í fjórtán mánuði. Fjöldi fólks tapaði allt frá hundruðum þúsunda upp í milljónir eftir að Farvel missti rekstrarleyfi. 16. janúar 2020 08:00
Hvetur þá sem glötuðu draumaferðinni vegna lokunar Farvel til að hópa sig saman Rut Hjartardóttir, sem átti bókaða ferð með ferðaskrifstofunni Farvel til Taílands eftir þrjá daga, hvetur aðra farþega sem eru í sömu sporum eftir að ferðaskrifstofan lokaði óvænt fyrir rétt fyrir jól, að stilla saman strengi sína með því að stofna Facebook-hóp. 6. janúar 2020 15:45
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun