Ísraelar gera árásir á Íran Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2025 00:44 Árásir voru meðal annars gerðar í Tehran, höfuðborg Íran. AP/Vahid Salemi Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Viðræður milli klerkastjórnarinnar og ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ekki skilað árangri og virðast hafa strandað á dögunum. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) ályktaði svo í morgun að ráðamenn í Íran stæðu ekki við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Í kjölfarið sökuðu Ísraelar Írana um að safna mjög auðguðu úrani, með því markmiði að smíða kjarnorkusprengjur. The Israeli Air Force is striking in the Iranian capital Tehran. pic.twitter.com/403GbvIPBE— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) June 13, 2025 Eftir að ályktun IAEA var gefin út var því lýst yfir í Tehran að nýjar rannsóknarstöðvar fyrir auðgun úrans yrðu opnaðar í Íran og að framleiðsla yrði aukin. Sjá einnig: Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Ísraelar segjast búast við því að árásirnar muni standa yfir í einhverja daga og hafa að minnsta kosti tvær bylgjur árása verið gerðar. Þá segjast Ísraelar eiga þeir von á umfangsmiklum árásum frá Íran á móti. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi og hafa Ísraelar verið hvattir til að halda sig nærri sprengjuskýlum. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir í yfirlýsingu að enginn annar kostur hafi verið í boði fyrir Ísraela. Árásirnar hafi beinst að hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar Írana og þær hafi meðal annars verið gerðar á stærstu kjarnorkurannsóknarstöð landsins í Natanz. BREAKING: Fire visible at the nuclear facilities area in Natanz, Iran following Israeli airstrikes. pic.twitter.com/EWVr5VbJSJ— Clash Report (@clashreport) June 13, 2025 Margar af kjarnorkurannsóknarstöðvum Íran eru grafnar djúpt í jörðu og í styrktum byrgjum og þyrfti mjög öflugar sprengjur til að granda þeim, sem erfitt væri fyrir Ísraela að gera án aðstoðar Bandaríkjamanna. Netanjahú segir einnig að árásirnar hafi beinst að kjarnorkuvísindamönnum sem komið hafa að kjarnorkuvopnaáætluninni og að eldflaugaframleiðslu í landinu. Netanjahú segir að árásirnar muni halda áfram „eins lengi og þurfi“. Fregnir hafa borist frá Íran að Mohammead Bagheri, formaður herforingjaráðs Íran, hafi verið felldur í einni af árásunum. Það hefur þó ekki verið staðfest enn. Fjölmiðlar í Ísrael segja að árásir hafi einnig beinst að yfirmanni byltingarvarðar Íran og forseta þjóðaröryggisráðs landsins. Þá segja heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael að samhliða loftárásum hafi útsendarar Mossad, leyniþjónustu landsins, gert árásir í Íran. Þeim hafi verið ætlað að draga úr árásum Íran á Ísrael og skaða loftvarnarkerfi landsins. Segir Bandaríkjamenn ekki hafa tekið þátt Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur gefið út yfirlýsingu um að Bandaríkin hafi ekki með nokkrum hætti komið að þessum árásum. Hann segir ráðamenn í Ísrael hafa tilkynnt árásirnar til Bandaríkjamanna og sagt að þær væru nauðsynlegar til að tryggja öryggi Ísrael. Þá segir Rubio að Íranar ættu alls ekki að gera árásir á Bandaríkjamenn í Mið-Austurlöndum vegna árása Ísraela. pic.twitter.com/aqh7QXYtiy— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) June 13, 2025 Trump sagði fyrr í kvöld að hann vonaðist til þess að Ísraelar myndu ekki gera árásir á Íran en sagði það mögulegt. Þegar árásirnar hófust var hann í lautarferð ásamt bandarískum þingmönnum á lóð Hvíta hússins. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld sagði Trump að hann vonaðist eftir samningi við Íran en fyrst þyrftu Íranar að sætta sig við að eignast ekki kjarnorkuvopn. Fréttin hefur verið uppfærð Ísrael Íran Hernaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Viðræður milli klerkastjórnarinnar og ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ekki skilað árangri og virðast hafa strandað á dögunum. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) ályktaði svo í morgun að ráðamenn í Íran stæðu ekki við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Í kjölfarið sökuðu Ísraelar Írana um að safna mjög auðguðu úrani, með því markmiði að smíða kjarnorkusprengjur. The Israeli Air Force is striking in the Iranian capital Tehran. pic.twitter.com/403GbvIPBE— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) June 13, 2025 Eftir að ályktun IAEA var gefin út var því lýst yfir í Tehran að nýjar rannsóknarstöðvar fyrir auðgun úrans yrðu opnaðar í Íran og að framleiðsla yrði aukin. Sjá einnig: Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Ísraelar segjast búast við því að árásirnar muni standa yfir í einhverja daga og hafa að minnsta kosti tvær bylgjur árása verið gerðar. Þá segjast Ísraelar eiga þeir von á umfangsmiklum árásum frá Íran á móti. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi og hafa Ísraelar verið hvattir til að halda sig nærri sprengjuskýlum. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir í yfirlýsingu að enginn annar kostur hafi verið í boði fyrir Ísraela. Árásirnar hafi beinst að hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar Írana og þær hafi meðal annars verið gerðar á stærstu kjarnorkurannsóknarstöð landsins í Natanz. BREAKING: Fire visible at the nuclear facilities area in Natanz, Iran following Israeli airstrikes. pic.twitter.com/EWVr5VbJSJ— Clash Report (@clashreport) June 13, 2025 Margar af kjarnorkurannsóknarstöðvum Íran eru grafnar djúpt í jörðu og í styrktum byrgjum og þyrfti mjög öflugar sprengjur til að granda þeim, sem erfitt væri fyrir Ísraela að gera án aðstoðar Bandaríkjamanna. Netanjahú segir einnig að árásirnar hafi beinst að kjarnorkuvísindamönnum sem komið hafa að kjarnorkuvopnaáætluninni og að eldflaugaframleiðslu í landinu. Netanjahú segir að árásirnar muni halda áfram „eins lengi og þurfi“. Fregnir hafa borist frá Íran að Mohammead Bagheri, formaður herforingjaráðs Íran, hafi verið felldur í einni af árásunum. Það hefur þó ekki verið staðfest enn. Fjölmiðlar í Ísrael segja að árásir hafi einnig beinst að yfirmanni byltingarvarðar Íran og forseta þjóðaröryggisráðs landsins. Þá segja heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael að samhliða loftárásum hafi útsendarar Mossad, leyniþjónustu landsins, gert árásir í Íran. Þeim hafi verið ætlað að draga úr árásum Íran á Ísrael og skaða loftvarnarkerfi landsins. Segir Bandaríkjamenn ekki hafa tekið þátt Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur gefið út yfirlýsingu um að Bandaríkin hafi ekki með nokkrum hætti komið að þessum árásum. Hann segir ráðamenn í Ísrael hafa tilkynnt árásirnar til Bandaríkjamanna og sagt að þær væru nauðsynlegar til að tryggja öryggi Ísrael. Þá segir Rubio að Íranar ættu alls ekki að gera árásir á Bandaríkjamenn í Mið-Austurlöndum vegna árása Ísraela. pic.twitter.com/aqh7QXYtiy— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) June 13, 2025 Trump sagði fyrr í kvöld að hann vonaðist til þess að Ísraelar myndu ekki gera árásir á Íran en sagði það mögulegt. Þegar árásirnar hófust var hann í lautarferð ásamt bandarískum þingmönnum á lóð Hvíta hússins. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld sagði Trump að hann vonaðist eftir samningi við Íran en fyrst þyrftu Íranar að sætta sig við að eignast ekki kjarnorkuvopn. Fréttin hefur verið uppfærð
Ísrael Íran Hernaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira