Æðstiklerkurinn hótar hefndum og drónaárásir eru hafnar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. júní 2025 07:18 Ayatollah Ali Khameini hótar grimmilegum hefndum. AP Photo/Muhammad Sajjad) Æðstiklerkur Írana, Ayjatollah Ali Khameini, lofar því að Ísraelum verði harðlega refsað fyrir hinar umfangsmiklu árásir sem gerðar voru á fjölmörg skotmörk í Íran í nótt. Nú þegar hafa borist fregnir af umfangsmiklum drónaárásum á Ísrael en drónarnir virðast ekki hafa komist í gegnum loftvarnakerfi ísraelska hersins, enn sem komið er hið minnsta. Ali Khameini hótaði Bandaríkjamönnum einnig hefndum en stjórnvöld þar vestra hafna því alfarið að hafa komið að árásinni með nokkrum hætti og segja Ísraela hafa verið eina að verki. Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir á skotmörk í Íran í nótt á að minnsta kosti fjórum stöðum í landinu Sprengingar heyrðust víða um höfuðborgina Teheran og þá segjast Ísraelar hafa ráðist að hernaðarlegum skotmörkum og á svæði þar sem Íranir hafa verið að þróa kjarnorkuáætlun sína. Enn er margt á huldu um hvað gerðist í nótt en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hafi verið að rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir voru að auðga úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldlauga. Einnig var ráðist að nokkrum af æðstu herforingjum Írana og einnig að helstu sérfræðingum Írana á sviði kjarnorku. Á meðal skotmarka voru íbúðarblokkir eins og þessi í norðurhluta Teheran, en einnig herstöðvar og rannsóknastofur.AP Photo/Vahid Salemi AP fréttaveitan segir að talið sé að Hossein Salami, yfirmaður Íranska byltingarvarðarins, skæðustu hersveita Írans sé á meðal hinna föllnu og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs Íranska hersins. Viðræður milli Írana og Bandaríkjamanna varðandi kjarnorkuáætlun þeirra fyrrnefndu hafa verið í gangi í nokkurn tíma en í vikunni bárust þær fregnir að þær viðræður hafi siglt í strand. Í gær var svo greint frá því að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að flytja sendiráðstarfsfólk frá Bagdad, höfuðborg Íraks, þar sem óttast væri að Ísraelar væru að undirbúa árás á Íran. Árásir næturinnar hafa að sjálfsögðu stóraukið spennuna í Miðausturlöndum og hafa nágrannaríkin mörg hver annað hvort fordæmt árásirnar eða hvatt til stillingar. Það hafa helstu þjóðarleiðtogar heims einnig gert sem og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Íran Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar gera árásir á Íran Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. 13. júní 2025 00:44 Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Embættismenn í Bandaríkjunum og í Evrópu segja útlit fyrir að yfirvöld í Ísrael séu að undirbúa árásir á Íran. Slíkar árásir gætu verið gerðar á næstu dögum og hafa áhyggjur af árásum og svarárásum Írana leitt til þess að Bandaríkjamenn hafa fækkað starfsfólki í Mið-Austurlöndum. 12. júní 2025 11:55 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Nú þegar hafa borist fregnir af umfangsmiklum drónaárásum á Ísrael en drónarnir virðast ekki hafa komist í gegnum loftvarnakerfi ísraelska hersins, enn sem komið er hið minnsta. Ali Khameini hótaði Bandaríkjamönnum einnig hefndum en stjórnvöld þar vestra hafna því alfarið að hafa komið að árásinni með nokkrum hætti og segja Ísraela hafa verið eina að verki. Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir á skotmörk í Íran í nótt á að minnsta kosti fjórum stöðum í landinu Sprengingar heyrðust víða um höfuðborgina Teheran og þá segjast Ísraelar hafa ráðist að hernaðarlegum skotmörkum og á svæði þar sem Íranir hafa verið að þróa kjarnorkuáætlun sína. Enn er margt á huldu um hvað gerðist í nótt en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hafi verið að rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir voru að auðga úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldlauga. Einnig var ráðist að nokkrum af æðstu herforingjum Írana og einnig að helstu sérfræðingum Írana á sviði kjarnorku. Á meðal skotmarka voru íbúðarblokkir eins og þessi í norðurhluta Teheran, en einnig herstöðvar og rannsóknastofur.AP Photo/Vahid Salemi AP fréttaveitan segir að talið sé að Hossein Salami, yfirmaður Íranska byltingarvarðarins, skæðustu hersveita Írans sé á meðal hinna föllnu og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs Íranska hersins. Viðræður milli Írana og Bandaríkjamanna varðandi kjarnorkuáætlun þeirra fyrrnefndu hafa verið í gangi í nokkurn tíma en í vikunni bárust þær fregnir að þær viðræður hafi siglt í strand. Í gær var svo greint frá því að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að flytja sendiráðstarfsfólk frá Bagdad, höfuðborg Íraks, þar sem óttast væri að Ísraelar væru að undirbúa árás á Íran. Árásir næturinnar hafa að sjálfsögðu stóraukið spennuna í Miðausturlöndum og hafa nágrannaríkin mörg hver annað hvort fordæmt árásirnar eða hvatt til stillingar. Það hafa helstu þjóðarleiðtogar heims einnig gert sem og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Íran Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar gera árásir á Íran Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. 13. júní 2025 00:44 Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Embættismenn í Bandaríkjunum og í Evrópu segja útlit fyrir að yfirvöld í Ísrael séu að undirbúa árásir á Íran. Slíkar árásir gætu verið gerðar á næstu dögum og hafa áhyggjur af árásum og svarárásum Írana leitt til þess að Bandaríkjamenn hafa fækkað starfsfólki í Mið-Austurlöndum. 12. júní 2025 11:55 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Ísraelar gera árásir á Íran Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. 13. júní 2025 00:44
Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Embættismenn í Bandaríkjunum og í Evrópu segja útlit fyrir að yfirvöld í Ísrael séu að undirbúa árásir á Íran. Slíkar árásir gætu verið gerðar á næstu dögum og hafa áhyggjur af árásum og svarárásum Írana leitt til þess að Bandaríkjamenn hafa fækkað starfsfólki í Mið-Austurlöndum. 12. júní 2025 11:55