Litla systir Duplantis með besta árangur ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2025 15:17 Armand „Mondo“ Duplantis er 25 ára en systir hans Johanna er þremur árum yngri @johannaduplantis/Getty/Maja Hitij Armand „Mondo“ Duplantis fór í 106. skiptið yfir sex metrana á Demantamóti á Bislett leikvanginum í Osló í gærkvöldi og tryggði sér sigur. Hann var þó ekki sá eini úr fjölskyldunni sem fagnaði góðum árangri í gær. Duplantis fór að lokum yfir 6,15 metra sem er mótsmet en heimsmet hans er 6,27 metrar. Enginn annar í keppninni í gær var nálægt því að fara yfir sex metrana. Systir hans Johanna Duplantis er þremur árum yngri og hún er líka á fullu í stangarstökki. Hún setti nýtt persónulegt met í gær með því að fara yfir 4,39 metra á meistaramóti bandarísku háskólanna. Þetta er áttundi besti árangurinn í sögu sænskra stangarstökkskvenna og sá besti hjá sænskri konu á þessu ári. Armand var spurður út í litlu systur eftir sigur sinn í gær. „Það er erfitt að lýsa því hvað hún hefur bætt sig ótrúlega mikið á þessu tímabili. Ég er svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Armand Duplantis. Duplantis sjálfur hefur sett ellefu heimsmet á ferlinum og hefur unnið tvö síðustu Ólympíugull í greininni auk þess að vera fimm sinnum heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari. Meiri yfirburðamann er nánast vonlaust að finna. Hin 22 ára gamla Johanna Duplantis er á hraðri uppleið í bókstaflegri merkingu og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort hún geti bætt sig enn frekar. View this post on Instagram A post shared by Sportbibeln (@sportbibeln.se) Frjálsar íþróttir Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Duplantis fór að lokum yfir 6,15 metra sem er mótsmet en heimsmet hans er 6,27 metrar. Enginn annar í keppninni í gær var nálægt því að fara yfir sex metrana. Systir hans Johanna Duplantis er þremur árum yngri og hún er líka á fullu í stangarstökki. Hún setti nýtt persónulegt met í gær með því að fara yfir 4,39 metra á meistaramóti bandarísku háskólanna. Þetta er áttundi besti árangurinn í sögu sænskra stangarstökkskvenna og sá besti hjá sænskri konu á þessu ári. Armand var spurður út í litlu systur eftir sigur sinn í gær. „Það er erfitt að lýsa því hvað hún hefur bætt sig ótrúlega mikið á þessu tímabili. Ég er svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Armand Duplantis. Duplantis sjálfur hefur sett ellefu heimsmet á ferlinum og hefur unnið tvö síðustu Ólympíugull í greininni auk þess að vera fimm sinnum heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari. Meiri yfirburðamann er nánast vonlaust að finna. Hin 22 ára gamla Johanna Duplantis er á hraðri uppleið í bókstaflegri merkingu og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort hún geti bætt sig enn frekar. View this post on Instagram A post shared by Sportbibeln (@sportbibeln.se)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira