„Tók nokkur símtöl sem voru hundleiðinleg“ Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 13:24 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er ein þeirra sem Þorsteinn Halldórsson þurfti að taka ákvörðun um að færi ekki á EM, eftir fjölmörg samtöl, en það var vegna meiðsla sem hún hefur verið að glíma við. vísir/Anton Þorsteinn Halldórsson segir það að sjálfsögðu hafa verið erfitt að þurfa að tilkynna sterkum landsliðskonum að þær væru ekki á leiðinni á EM í fótbolta í Sviss í sumar. Hann er hins vegar afar ánægður með þann 23 manna hóp sem hann hefur nú valið. „Valið var að sjálfsögðu erfitt, sem betur fer. Auðvitað vill maður hafa þetta þannig að það þurfi að hafa fyrir því að velja þennan hóp,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. Það sem tók hann lengstan tíma var að taka endanlega ákvörðun varðandi sóknarmanninn Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur sem því miður mun missa af EM vegna meiðsla. „Í sjálfu sér var mesta vandamálið hjá okkur að fastamenn í hóp hjá okkur hafa verið að glíma við meiðsli. Ég þurfti að taka ákvörðun út frá því hvað ég teldi best,“ sagði Þorsteinn en litlu virðist hafa munað að Emilía kæmist á mótið. „Við þurftum að taka þá leiðinlegu ákvörðun að hún yrði ekki með.“ Betra að hringja en að leikmenn sjái þetta í fjölmiðlum Fleiri en Emilía fengu þó sérstakt símtal frá Þorsteini um að þær fengju ekki sæti í EM-hópnum. „Ég tók nokkur símtöl sem voru hundleiðinleg. Mér finnst það eðlilegra. Gott að tilkynna leikmönnum þetta persónulega í stað þess að þær sjái þetta í fjölmiðlum,“ sagði Þorsteinn og kvaðst hafa tekið nokkur símtöl í morgun og eitt í gær. Enginn varalisti Öfugt við suma aðra landsliðsþjálfara ákvað Þorsteinn að gefa ekki út neinn sérstakan lista af „varamönnum“ sem yrðu til taks ef einhver forföll yrðu fram að móti eða á meðan á því stendur: „Það er enginn leikmaður sem ég tilkynnti að þyrfti að vera klár. Það er enginn standby-listi samkvæmt reglum mótsins. En ef þið skoðið leikmannahópinn þá er einn leikmaður sem hefur ekki spilað undanfarið, eins og Áslaug Munda, en nýjustu fréttir eru að hún verði klár þegar mótið hefst og ég tek ákvörðun út frá því.“ Skýrt markmið að komast upp úr riðlinum Þorsteinn átti mörg símtöl við Emilíu og sjúkraþjálfara hennar en að lokum var það þeirra mat að hún gæti ekki spilað á EM: „Mikið högg? Já klárlega. Hún hefur verið partur af þessu síðustu glugga, byrjað fullt af leikjum og staðið sig vel. Það er ástæða fyrir því að ég ákvað ekki fyrr en hálfellefu í morgun að hún yrði ekki með. Auðvitað þarf hún að vera heil og það var mat sérfræðinga að þetta gengi ekki.“ Íslenski hópurinn kemur saman í Serbíu í aðdraganda EM og mætir þar heimakonum föstudaginn 27. júní. Liðið mætir svo Finnlandi í fyrsta leik á EM, 2. júlí, því næst Sviss 6. júlí og svo Noregi 10. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit. „Við ætlum okkur upp úr þessum riðli. Það er grundvallarmarkmið fyrir þetta mót og til þess þurfum við að vinna leik,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Sjá meira
„Valið var að sjálfsögðu erfitt, sem betur fer. Auðvitað vill maður hafa þetta þannig að það þurfi að hafa fyrir því að velja þennan hóp,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. Það sem tók hann lengstan tíma var að taka endanlega ákvörðun varðandi sóknarmanninn Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur sem því miður mun missa af EM vegna meiðsla. „Í sjálfu sér var mesta vandamálið hjá okkur að fastamenn í hóp hjá okkur hafa verið að glíma við meiðsli. Ég þurfti að taka ákvörðun út frá því hvað ég teldi best,“ sagði Þorsteinn en litlu virðist hafa munað að Emilía kæmist á mótið. „Við þurftum að taka þá leiðinlegu ákvörðun að hún yrði ekki með.“ Betra að hringja en að leikmenn sjái þetta í fjölmiðlum Fleiri en Emilía fengu þó sérstakt símtal frá Þorsteini um að þær fengju ekki sæti í EM-hópnum. „Ég tók nokkur símtöl sem voru hundleiðinleg. Mér finnst það eðlilegra. Gott að tilkynna leikmönnum þetta persónulega í stað þess að þær sjái þetta í fjölmiðlum,“ sagði Þorsteinn og kvaðst hafa tekið nokkur símtöl í morgun og eitt í gær. Enginn varalisti Öfugt við suma aðra landsliðsþjálfara ákvað Þorsteinn að gefa ekki út neinn sérstakan lista af „varamönnum“ sem yrðu til taks ef einhver forföll yrðu fram að móti eða á meðan á því stendur: „Það er enginn leikmaður sem ég tilkynnti að þyrfti að vera klár. Það er enginn standby-listi samkvæmt reglum mótsins. En ef þið skoðið leikmannahópinn þá er einn leikmaður sem hefur ekki spilað undanfarið, eins og Áslaug Munda, en nýjustu fréttir eru að hún verði klár þegar mótið hefst og ég tek ákvörðun út frá því.“ Skýrt markmið að komast upp úr riðlinum Þorsteinn átti mörg símtöl við Emilíu og sjúkraþjálfara hennar en að lokum var það þeirra mat að hún gæti ekki spilað á EM: „Mikið högg? Já klárlega. Hún hefur verið partur af þessu síðustu glugga, byrjað fullt af leikjum og staðið sig vel. Það er ástæða fyrir því að ég ákvað ekki fyrr en hálfellefu í morgun að hún yrði ekki með. Auðvitað þarf hún að vera heil og það var mat sérfræðinga að þetta gengi ekki.“ Íslenski hópurinn kemur saman í Serbíu í aðdraganda EM og mætir þar heimakonum föstudaginn 27. júní. Liðið mætir svo Finnlandi í fyrsta leik á EM, 2. júlí, því næst Sviss 6. júlí og svo Noregi 10. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit. „Við ætlum okkur upp úr þessum riðli. Það er grundvallarmarkmið fyrir þetta mót og til þess þurfum við að vinna leik,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Sjá meira