Í Kópavogi borga tekjuháir foreldrar leikskólabarna mest, er það svo ósanngjarnt? Rakel Ýr Isaksen skrifar 14. júní 2025 11:30 Einhverjir vilja meina að Kópavogur sé dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra ungra barna. Ég er alls ekki sammála því! Leikskólagjöld í Kópavogi umfram 30 gjaldfrjálsar klukkustundir á viku fyrir öll börn, eru tekjutengd og tekjulágir foreldrar hafa kost á að fá 10-50 % afslátt af dvalargjaldinu. Systkinaafsláttur af leikskólagjöldum reiknast ofan á tekjutengda afslætti, 30% ef leikskólabarn á eitt yngra systkini og 100% ef yngri systkini eru tvö. Um 30 prósent foreldra leikskólabarna í Kópavogi, kjósa eða hafa tök á að nýta einungis 30 gjaldfrjálsar klukkustundir í leikskólanum hverja viku. Um 70 prósent foreldra borga misháar upphæðir fyrir þann tíma sem barnið dvelur í leikskólanum umfram gjaldfrjálsa tímann. Upphæðin sem foreldrar greiða er háð lengd þess tíma sem barnið dvelur í leikskólanum og tekjum viðkomandi foreldra. Kópavogsmódelið (30 klst.gjaldfrjálsar og hækkandi gjaldskrá umfram gjaldfrjálsa tímann) er dýrmæt fjárfesting í velferð og hagsmunum barna og blés lífi í annars deyjandi starfsemi leikskólanna. Kópavogsmódelið hefur stórbætt stöðuleika, fagmennsku og gæði starfseminnar, starfsumhverfi allra barna og starfsfólks í leikskólum Kópavogs. Meðaldvalartími barna í leikskólum Kópavogs hefur styst verulega með tilkomu módelsins, í janúar 2023 var meðaldvalartími barna 8,1 klukkustund en er nú í mars 2025 7,3 klukkustundir. Það er staðreynd að flestir foreldrar í Kópavogi leggja sig nú fram við að stytta erilsama leikskóladaga, forgangsraða því að eyða tíma með börnum sínum og draga þannig úr útgjöldum heimilisins. Stytting vinnuvikunnar er loksins að skila sér til okkar mikilvægustu þegna sem í mörg ár hafa unnið alltof langa vinnudaga. Dvalartími barna í leikskólum Kópavogs er nú nokkurn veginn á pari við daglegan vinnutíma þeirra, sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólunum. Gagnrýnisraddir bera saman gjöld í Kópavogi og öðrum sveitarfélögum, þar sem 8 tíma dvalargjald er dýrara í Kópavogi. Hvað með að bera saman 6 tíma dvöl á milli sveitarfélaga (sem er nær því að vera hæfilegur vinnutími fyrir ung börn, fjarri foreldrum sínum)? Þá er klárlega ódýrast að vera með leikskólabörn í Kópavogi. Kópavogsmódelið er vænleg lausn á stórkostlegum vanda sem steðjar að fyrsta skólastiginu og hefur verið hampað meðal annars vegna þess að ekki hefur verið gripið til lokunar vegna fáliðunar. Ég fagna Kópavogsmódelinu óháð því hvort grípa þurfi til fáliðunar eða ekki. Það er skortur á kennurum á öllum skólastigum og þeim fjölgar ekki á einni nóttu þrátt fyrir góða kjarasamninga. Komi til þess að þurfi að loka deild í Kópavogi vegna veikinda starfsfólks er það til þess eins að tryggja öryggi barna og starfsfólks. Ónefnd sveitarfélög hafa hins vegar úthlutað fjölda leikskólaplássa óháð mönnun leikskóla og munu eflaust þurfa að skerða sína þjónustu töluvert með litlum fyrirvara, það er dýrt fyrir foreldra. Útsvarsgreiðendur í Kópavogi tryggja öllum leikskólabörnum 30 klukkustunda gjaldfrjálsa menntun í hverri viku (jafnrétti til náms) og greiða að mestu kostnað fyrir umfram dvalartíma barna í leikskólanum (hlutur foreldra er einungis um 10-15% af raunkostnaði við hvert leikskólapláss). Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna. Verði framtíðar pólitísk öfl þess valdandi að horfið verði frá Kópavogsmódelinu í núverandi mynd, get ég fullyrt að ég er ekki eini kennarinn sem mun leita í önnur störf. Fögnum því sem vel er gert, óháð pólitískum skoðunum og sameinumst um velferð barna, gæði og stöðuleika menntunar á fyrsta skólastiginu. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Einhverjir vilja meina að Kópavogur sé dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra ungra barna. Ég er alls ekki sammála því! Leikskólagjöld í Kópavogi umfram 30 gjaldfrjálsar klukkustundir á viku fyrir öll börn, eru tekjutengd og tekjulágir foreldrar hafa kost á að fá 10-50 % afslátt af dvalargjaldinu. Systkinaafsláttur af leikskólagjöldum reiknast ofan á tekjutengda afslætti, 30% ef leikskólabarn á eitt yngra systkini og 100% ef yngri systkini eru tvö. Um 30 prósent foreldra leikskólabarna í Kópavogi, kjósa eða hafa tök á að nýta einungis 30 gjaldfrjálsar klukkustundir í leikskólanum hverja viku. Um 70 prósent foreldra borga misháar upphæðir fyrir þann tíma sem barnið dvelur í leikskólanum umfram gjaldfrjálsa tímann. Upphæðin sem foreldrar greiða er háð lengd þess tíma sem barnið dvelur í leikskólanum og tekjum viðkomandi foreldra. Kópavogsmódelið (30 klst.gjaldfrjálsar og hækkandi gjaldskrá umfram gjaldfrjálsa tímann) er dýrmæt fjárfesting í velferð og hagsmunum barna og blés lífi í annars deyjandi starfsemi leikskólanna. Kópavogsmódelið hefur stórbætt stöðuleika, fagmennsku og gæði starfseminnar, starfsumhverfi allra barna og starfsfólks í leikskólum Kópavogs. Meðaldvalartími barna í leikskólum Kópavogs hefur styst verulega með tilkomu módelsins, í janúar 2023 var meðaldvalartími barna 8,1 klukkustund en er nú í mars 2025 7,3 klukkustundir. Það er staðreynd að flestir foreldrar í Kópavogi leggja sig nú fram við að stytta erilsama leikskóladaga, forgangsraða því að eyða tíma með börnum sínum og draga þannig úr útgjöldum heimilisins. Stytting vinnuvikunnar er loksins að skila sér til okkar mikilvægustu þegna sem í mörg ár hafa unnið alltof langa vinnudaga. Dvalartími barna í leikskólum Kópavogs er nú nokkurn veginn á pari við daglegan vinnutíma þeirra, sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólunum. Gagnrýnisraddir bera saman gjöld í Kópavogi og öðrum sveitarfélögum, þar sem 8 tíma dvalargjald er dýrara í Kópavogi. Hvað með að bera saman 6 tíma dvöl á milli sveitarfélaga (sem er nær því að vera hæfilegur vinnutími fyrir ung börn, fjarri foreldrum sínum)? Þá er klárlega ódýrast að vera með leikskólabörn í Kópavogi. Kópavogsmódelið er vænleg lausn á stórkostlegum vanda sem steðjar að fyrsta skólastiginu og hefur verið hampað meðal annars vegna þess að ekki hefur verið gripið til lokunar vegna fáliðunar. Ég fagna Kópavogsmódelinu óháð því hvort grípa þurfi til fáliðunar eða ekki. Það er skortur á kennurum á öllum skólastigum og þeim fjölgar ekki á einni nóttu þrátt fyrir góða kjarasamninga. Komi til þess að þurfi að loka deild í Kópavogi vegna veikinda starfsfólks er það til þess eins að tryggja öryggi barna og starfsfólks. Ónefnd sveitarfélög hafa hins vegar úthlutað fjölda leikskólaplássa óháð mönnun leikskóla og munu eflaust þurfa að skerða sína þjónustu töluvert með litlum fyrirvara, það er dýrt fyrir foreldra. Útsvarsgreiðendur í Kópavogi tryggja öllum leikskólabörnum 30 klukkustunda gjaldfrjálsa menntun í hverri viku (jafnrétti til náms) og greiða að mestu kostnað fyrir umfram dvalartíma barna í leikskólanum (hlutur foreldra er einungis um 10-15% af raunkostnaði við hvert leikskólapláss). Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna. Verði framtíðar pólitísk öfl þess valdandi að horfið verði frá Kópavogsmódelinu í núverandi mynd, get ég fullyrt að ég er ekki eini kennarinn sem mun leita í önnur störf. Fögnum því sem vel er gert, óháð pólitískum skoðunum og sameinumst um velferð barna, gæði og stöðuleika menntunar á fyrsta skólastiginu. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun