Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2025 07:00 Man United er með rándýran leikmannahóp sem getur þó ekki neitt. Vísir/Getty Images Lengi vel hefur sú mýta gengið manna á milli að enska knattspyrnufélagið Manchester United þurfi að borga meira til að fá leikmenn í sínar raðir heldur en önnur félög. Mýtan varð í raun að veruleika þegar Ed Woodward stýrði United-skútunni en hann er nú horfinn á braut og félagið hefur hreinlega ekki efni á að borga hinn svokallaða „Man United skatt“ í dag. Þegar Man United var upp á sitt besta í kringum og eftir aldamót hikaði Sir Alex Ferguson ekki að opna veskið ef hann taldi lið sitt þurfa á ákveðnum leikmanni að halda. Hann var þó einnig duglegur að finna ódýra gimsteina þess á milli. Sir Alex Ferguson og Rúben Amorim, þjálfari Man United í dag.Getty/Nick Potts Eftir að Sir Alex hætti þjálfun liðsins og Ed Woodward varð framkvæmdastjóri má segja að liðið hafi nær alltaf borgað uppsprengt verð. Dæmin eru endalaust en ef taka má mið af leikmannahópi liðsins í dag má nefna Casemiro, Antony og Rasmus Höjlund sem dæmi. Allir kostuðu fúlgur fjár þó það væri ljóst að þeir væru ekki verðsins verðugir. Woodward er hins vegar horfinn á braut og nú er öldin önnur hjá Rauðu djöflunum. Eftir eyðslu undanfarinna ára er veskið svo gott sem tómt. Það var því jákvætt að Matheus Cunha, nýjasti leikmaður liðsins, væri með klásúlu í samningi sínum við Úlfana sem gerði honum kleift að ganga til liðs við Man United á 62,5 milljón punda. Woodward hafði enga reynslu úr heimi knattspyrnunnar né þekkingu á leiknum þegar hann hóf störf fyrir Man United.Simon Stacpoole/Getty Images Það helsta sem þurfti að semja um var hvernig greiðslunni yrði skipt niður. Rauðu djöflarnir vildu fá að borga upphæðina á næstu fimm árum og svo fjórum. Úlfarnir vildu fá alla upphæðina á næstu tveimur árum. Endanlega niðurstaða er á milli félaganna en samningar virðast hafa nást nokkuð fljótt þar sem Cunha er genginn í raðir Man United. ESPN greinir svo frá því að Man United sé ekki tilbúið að borga hinn svokallaða „United skatt“ þegar kemur að leikmönnum á borð við Bryan Mbeumo, Antoine Semenyo og Eberechi Eze. Þá er félagið ekki tilbúið að gefa mönnum ofursamninga sem þeir myndu ekki fá annars staðar en í Sádi-Arabíu. Sem stendur er Omar Berrada, framkvæmdastjóri félagsins, að reyna byggja Man United upp á nýjan leik eftir dýr mistök ár eftir ár undanfarinn áratug. Staðan er hreinlega þannig að félagið má ekki við því að borga „United skattinn“ í dag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Mýtan varð í raun að veruleika þegar Ed Woodward stýrði United-skútunni en hann er nú horfinn á braut og félagið hefur hreinlega ekki efni á að borga hinn svokallaða „Man United skatt“ í dag. Þegar Man United var upp á sitt besta í kringum og eftir aldamót hikaði Sir Alex Ferguson ekki að opna veskið ef hann taldi lið sitt þurfa á ákveðnum leikmanni að halda. Hann var þó einnig duglegur að finna ódýra gimsteina þess á milli. Sir Alex Ferguson og Rúben Amorim, þjálfari Man United í dag.Getty/Nick Potts Eftir að Sir Alex hætti þjálfun liðsins og Ed Woodward varð framkvæmdastjóri má segja að liðið hafi nær alltaf borgað uppsprengt verð. Dæmin eru endalaust en ef taka má mið af leikmannahópi liðsins í dag má nefna Casemiro, Antony og Rasmus Höjlund sem dæmi. Allir kostuðu fúlgur fjár þó það væri ljóst að þeir væru ekki verðsins verðugir. Woodward er hins vegar horfinn á braut og nú er öldin önnur hjá Rauðu djöflunum. Eftir eyðslu undanfarinna ára er veskið svo gott sem tómt. Það var því jákvætt að Matheus Cunha, nýjasti leikmaður liðsins, væri með klásúlu í samningi sínum við Úlfana sem gerði honum kleift að ganga til liðs við Man United á 62,5 milljón punda. Woodward hafði enga reynslu úr heimi knattspyrnunnar né þekkingu á leiknum þegar hann hóf störf fyrir Man United.Simon Stacpoole/Getty Images Það helsta sem þurfti að semja um var hvernig greiðslunni yrði skipt niður. Rauðu djöflarnir vildu fá að borga upphæðina á næstu fimm árum og svo fjórum. Úlfarnir vildu fá alla upphæðina á næstu tveimur árum. Endanlega niðurstaða er á milli félaganna en samningar virðast hafa nást nokkuð fljótt þar sem Cunha er genginn í raðir Man United. ESPN greinir svo frá því að Man United sé ekki tilbúið að borga hinn svokallaða „United skatt“ þegar kemur að leikmönnum á borð við Bryan Mbeumo, Antoine Semenyo og Eberechi Eze. Þá er félagið ekki tilbúið að gefa mönnum ofursamninga sem þeir myndu ekki fá annars staðar en í Sádi-Arabíu. Sem stendur er Omar Berrada, framkvæmdastjóri félagsins, að reyna byggja Man United upp á nýjan leik eftir dýr mistök ár eftir ár undanfarinn áratug. Staðan er hreinlega þannig að félagið má ekki við því að borga „United skattinn“ í dag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira