Eva María nálgast Íslandsmet Þórdísar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 13:03 Eva María Baldursdóttir stundar nám við háskólann í Pittsburgh @pitt_tf_xc Eva María Baldursdóttir bætti sig á úrslitamóti bandarísku háskólanna um helgina. Eva María náði tólfta sæti í hástökki með því að fara yfir 1,84 metra. Hún var að keppa fyrir University of Pittsburgh þar sem hún stundar nám. Árangur hennar skilar henni sæti í svokölluðu öðru All-American liði eða öðru úrvalsliði bandarískra háskólaíþrótta. Þetta er nýtt persónulegt met hjá Evu sem hafði hæst stokkið yfir 1,81 metra fyrir þetta ár. Eva fór yfir 1,82 metra í lok maí þegar hún tryggði sig inn á úrslitamótið og fylgdi því síðan eftir með því að fara yfir 1,84 metra. Aðeins tvær íslenskar konur hafa stokkið svo hátt. Íslandsmet Þórdísar Lilju Gísladóttur er frá árinu 1990 þegar hún stökk yfir 1,88 metra. Birta María Haraldsdóttir komst nálægt metinu þegar hún stökk yfir 1,87 metra á Norðurlandameistaramótinu í fyrra. Birta María hefur einnig stokkið yfir 1,85 metra í tvígang en Þórdís átti alls ellefu stökk utanhúss á ferlinum yfir 1,84 metra. Nú eru bæði Eva María og Birta María farnar að ógna Íslandsmeti Þórdísar sem er orðið 35 ára gamalt. Þórdís hefur reyndar átt Íslandsmetið mun lengur en nú verður fróðlegt að sjá hvort metið hennar geti fallið á næstu mánuðum eða árum. View this post on Instagram A post shared by Pitt Track & Field/XC (@pitt_tf_xc) Frjálsar íþróttir Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Eva María náði tólfta sæti í hástökki með því að fara yfir 1,84 metra. Hún var að keppa fyrir University of Pittsburgh þar sem hún stundar nám. Árangur hennar skilar henni sæti í svokölluðu öðru All-American liði eða öðru úrvalsliði bandarískra háskólaíþrótta. Þetta er nýtt persónulegt met hjá Evu sem hafði hæst stokkið yfir 1,81 metra fyrir þetta ár. Eva fór yfir 1,82 metra í lok maí þegar hún tryggði sig inn á úrslitamótið og fylgdi því síðan eftir með því að fara yfir 1,84 metra. Aðeins tvær íslenskar konur hafa stokkið svo hátt. Íslandsmet Þórdísar Lilju Gísladóttur er frá árinu 1990 þegar hún stökk yfir 1,88 metra. Birta María Haraldsdóttir komst nálægt metinu þegar hún stökk yfir 1,87 metra á Norðurlandameistaramótinu í fyrra. Birta María hefur einnig stokkið yfir 1,85 metra í tvígang en Þórdís átti alls ellefu stökk utanhúss á ferlinum yfir 1,84 metra. Nú eru bæði Eva María og Birta María farnar að ógna Íslandsmeti Þórdísar sem er orðið 35 ára gamalt. Þórdís hefur reyndar átt Íslandsmetið mun lengur en nú verður fróðlegt að sjá hvort metið hennar geti fallið á næstu mánuðum eða árum. View this post on Instagram A post shared by Pitt Track & Field/XC (@pitt_tf_xc)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira