Ný skýrsla: Raforkuverð heimila hafi hækkað um ellefu prósent Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. júní 2025 12:00 Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. Vísir/Vilhelm Raforkukostnaður heimila hefur síðastliðin fimm ár hækkað um ellefu prósent að því er fram kemur í nýrri skýrslu um þróun raforkukostnaðar sem kynnt var í morgun. Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir mikilvægt að brugðist verði við, hann hafi þegar kynnt frumvörp þess efnis í þinginu. Umhverfis, orku- og loftlagsráðuneytið óskaði í janúar eftir því að Umhverfis- og orkustofnun ynni skýrslu um þróun raforkukostnaðar hér á landi undanfarin ár. Skýrsla þess efnis var kynnt af Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra í morgun. Raforkukostnaður heimila hefur undanfarin fimm ár hækkað um ellefu prósent á föstu verðlagi en raforkukostnaður fyrirtækja um 24 prósent. Alls hafi hækkunin numið 39 prósentum undanfarin fimm ár en 78 prósentum frá árinu 2005 til 2020. „Ég óskaði eftir þessari skýrslu þegar það var ljóst hvað raforkuverð hafði hækkað mikið mánuðina á undan, þetta var í janúar þegar ég er nýtekinn við embætti og þessi vinna hefur undið svolítið upp á sig, þetta er löng og ítarleg skýrsla þar sem er verið að greina raforkukostnað hjá mismunandi hópum. Það sem mér finnst þessi skýrsla undirstrika er mikilvægi þess að við klárum þessi mál sem ég hef þegar komið með inn í þingið og flest þessi eru meira að segja komin út úr nefndum þingsins þannig okkar ætti ekkert að vera að vanbúnaði.“ Þar skipti sköpum að einfalda regluverk, tryggja aukna skilvirkni í stjórnsýslu og tryggja áframhaldandi framboð á raforku. Ráðherra segir orkuverð hér á landi þó enn lágt í alþjóðlegum samanburði. „Þessar hækkanir að undanförnu eru áhyggjuefni og undirstrika þetta sem ég nefndi að við bæði gerum breytingar á umgjörð raforkumarkaðarins og aukum framboð, góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að við erum í algjörri sérstöðu miðað við löndin í kringum okkur. Ég nefndi það hér áðan að orkukaupmáttur íslenskra heimilda er 2,5 fimmfaldur á við orkukaupmátt heimila í Evrópusambandinu, þannig þetta er staða sem við verðum að viðhalda og styrkja ennfrekar að heimili fái raforku á viðráðanlegu verði og að fyrirtæki fái raforku á samkeppnishæfu verði.“ Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Umhverfis, orku- og loftlagsráðuneytið óskaði í janúar eftir því að Umhverfis- og orkustofnun ynni skýrslu um þróun raforkukostnaðar hér á landi undanfarin ár. Skýrsla þess efnis var kynnt af Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra í morgun. Raforkukostnaður heimila hefur undanfarin fimm ár hækkað um ellefu prósent á föstu verðlagi en raforkukostnaður fyrirtækja um 24 prósent. Alls hafi hækkunin numið 39 prósentum undanfarin fimm ár en 78 prósentum frá árinu 2005 til 2020. „Ég óskaði eftir þessari skýrslu þegar það var ljóst hvað raforkuverð hafði hækkað mikið mánuðina á undan, þetta var í janúar þegar ég er nýtekinn við embætti og þessi vinna hefur undið svolítið upp á sig, þetta er löng og ítarleg skýrsla þar sem er verið að greina raforkukostnað hjá mismunandi hópum. Það sem mér finnst þessi skýrsla undirstrika er mikilvægi þess að við klárum þessi mál sem ég hef þegar komið með inn í þingið og flest þessi eru meira að segja komin út úr nefndum þingsins þannig okkar ætti ekkert að vera að vanbúnaði.“ Þar skipti sköpum að einfalda regluverk, tryggja aukna skilvirkni í stjórnsýslu og tryggja áframhaldandi framboð á raforku. Ráðherra segir orkuverð hér á landi þó enn lágt í alþjóðlegum samanburði. „Þessar hækkanir að undanförnu eru áhyggjuefni og undirstrika þetta sem ég nefndi að við bæði gerum breytingar á umgjörð raforkumarkaðarins og aukum framboð, góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að við erum í algjörri sérstöðu miðað við löndin í kringum okkur. Ég nefndi það hér áðan að orkukaupmáttur íslenskra heimilda er 2,5 fimmfaldur á við orkukaupmátt heimila í Evrópusambandinu, þannig þetta er staða sem við verðum að viðhalda og styrkja ennfrekar að heimili fái raforku á viðráðanlegu verði og að fyrirtæki fái raforku á samkeppnishæfu verði.“
Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum