Þingmenn stjórnarandstöðu sagðir barnalegir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. júní 2025 13:24 Þingmenn stjórnarflokkanna saka stjórnarandstöðuna um málþóf á Alþingi, þingmenn hennar hafi verið barnalegir í framgöngu. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks vísar gagnrýninni til föðurhúsanna. Vísir Þingmenn stjórnarflokkanna saka stjórnarandstöðuna um ófagleg vinnubrögð á Alþingi til að tefja að mál komist í gegn. Þingmaður Viðreisnar telur endurskoða þurfi þann tíma sem þingmenn hafa í ræðustól. Vælukór segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þingfundur hófst að nýju á Alþingi klukkan hálf ellefu í morgun og voru þrettán þingmenn á mælendaskrá um störf þingsins. Á þingfundi í dag eru níu mál á dagskrá og þar á meðal er kosning í bankaráð Seðlabankans. Síðasta mál á dagskrá í dag er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald. Það er meðal þeirra mála sem stjórnarflokkarnir og stjórnarandstaðan hafa tekist á um síðustu vikur. Vill stytta ræðutíma Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar vill að breytingar verði gerðar á ræðutíma þingmanna á Alþingi ella sé erfitt að koma málum í gegn. „Það getur ekki gengið að hópur þingmanna sem eru kannski með 45 prósent þingmanna á bak við sig komi ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn. Þannig að ég held, virðulegi forseti, að þetta sé mál sem við þurfum að taka til gagngerrar endurskoðunar. Að hér séum við endalaust að karpa um hluti sem við getum svo sannarlega verið sammála um. Mér fannst skrítið að minnihlutinn á síðasta Alþingi næði ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn og fór að velta fyrir mér hvort það þyrfti að setja á kvóta á umræður sem eiga sér stað í þinginu , sagði Guðbrandur Einarsson á Alþingi undir ræðuliðnum Störf þingsins. Líkist börnum með tilfinningavanda Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingmaður Samfylkingar furðaði sig einnig á vinnubrögðum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun. „Hér hefur ekki aðeins verið talað miklu meira en tíðkast undanfarin ár í hverju málinu á fætur öðru í þeim tilgangi að koma í veg fyrir framgang mála ríkisstjórnarinnar, heldur hafa sumir þingmenn sýnt á sér þannig hliðar að ég hreinlega vona að enginn sé að horfa. Háttvirtir þingmenn hafa komið upp og bókstaflega öskrað á samstarfsfólk sitt líkt og börn með tilfinningavanda sem þau hafa ekki þroska til að ráða við,“ sagði Ása undir liðnum Störf þingsins í morgun. Vælukór Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna. „Vælukórinn gleymir alveg, að hugsa í eigin barm og hver getur verið ástæðan fyrir því að umræðan hafi lengst hér í þingsal,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Í dag mun hefjast fyrirstaða til að reyna að koma í veg fyrir að veiðigjöld verði leiðrétt með þeim hætti að þjóðin, eigandi auðlindar, fái sanngjarna hlutdeild í arðinum sem hún skapar. Fyrirstaðan verður leidd af Sjálfstæðisflokknum, pólitískum armi Samtaka íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS). 18. júní 2025 08:02 Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. 14. júní 2025 11:55 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Brestir í MAGA-múrnum „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Sjá meira
Þingfundur hófst að nýju á Alþingi klukkan hálf ellefu í morgun og voru þrettán þingmenn á mælendaskrá um störf þingsins. Á þingfundi í dag eru níu mál á dagskrá og þar á meðal er kosning í bankaráð Seðlabankans. Síðasta mál á dagskrá í dag er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald. Það er meðal þeirra mála sem stjórnarflokkarnir og stjórnarandstaðan hafa tekist á um síðustu vikur. Vill stytta ræðutíma Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar vill að breytingar verði gerðar á ræðutíma þingmanna á Alþingi ella sé erfitt að koma málum í gegn. „Það getur ekki gengið að hópur þingmanna sem eru kannski með 45 prósent þingmanna á bak við sig komi ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn. Þannig að ég held, virðulegi forseti, að þetta sé mál sem við þurfum að taka til gagngerrar endurskoðunar. Að hér séum við endalaust að karpa um hluti sem við getum svo sannarlega verið sammála um. Mér fannst skrítið að minnihlutinn á síðasta Alþingi næði ekki nokkrum sköpuðum hlut í gegn og fór að velta fyrir mér hvort það þyrfti að setja á kvóta á umræður sem eiga sér stað í þinginu , sagði Guðbrandur Einarsson á Alþingi undir ræðuliðnum Störf þingsins. Líkist börnum með tilfinningavanda Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingmaður Samfylkingar furðaði sig einnig á vinnubrögðum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun. „Hér hefur ekki aðeins verið talað miklu meira en tíðkast undanfarin ár í hverju málinu á fætur öðru í þeim tilgangi að koma í veg fyrir framgang mála ríkisstjórnarinnar, heldur hafa sumir þingmenn sýnt á sér þannig hliðar að ég hreinlega vona að enginn sé að horfa. Háttvirtir þingmenn hafa komið upp og bókstaflega öskrað á samstarfsfólk sitt líkt og börn með tilfinningavanda sem þau hafa ekki þroska til að ráða við,“ sagði Ása undir liðnum Störf þingsins í morgun. Vælukór Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna. „Vælukórinn gleymir alveg, að hugsa í eigin barm og hver getur verið ástæðan fyrir því að umræðan hafi lengst hér í þingsal,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Í dag mun hefjast fyrirstaða til að reyna að koma í veg fyrir að veiðigjöld verði leiðrétt með þeim hætti að þjóðin, eigandi auðlindar, fái sanngjarna hlutdeild í arðinum sem hún skapar. Fyrirstaðan verður leidd af Sjálfstæðisflokknum, pólitískum armi Samtaka íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS). 18. júní 2025 08:02 Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. 14. júní 2025 11:55 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Brestir í MAGA-múrnum „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Sjá meira
Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Í dag mun hefjast fyrirstaða til að reyna að koma í veg fyrir að veiðigjöld verði leiðrétt með þeim hætti að þjóðin, eigandi auðlindar, fái sanngjarna hlutdeild í arðinum sem hún skapar. Fyrirstaðan verður leidd af Sjálfstæðisflokknum, pólitískum armi Samtaka íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja (SFS). 18. júní 2025 08:02
Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. 14. júní 2025 11:55