„Þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júní 2025 21:00 Jákob Csongor Losonc, kokkur á fosshótel á Hellnum. vísir/oliverhoesch Maður sem lék sér á sjóbretti í gær segist ekki hafa orðið skelkaður þegar hann var skyndilega umkringdur níu háhyrningum. Hann og háhyrningarnir séu orðnir góðir félagar eftir fjölmarga klukkutíma úti á sjó. Myndskeið af manni sem lék sér á sjóbretti með hjörð háhyrninga í gærkvöldi hjá Hellnum á Snæfellsnesi fór eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlinum TikTok og er nú komið með hátt í níutíu þúsund áhorf. Jákob og háhyrningarnir orðnir góðir félagar Maðurinn sjálfur segist nánast vera orðinn vanur háhyrningunum. Hann heitir Jákob Csongor Losonc og kemur frá Ungverjalandi en hefur starfað sem kokkur á svæðinu í um ár. „Í fyrra og líka á þessu ári hef ég rekist á háhyrninga og mér finnst við þekkjast, eins og þeir þekki mig. Stundum þegar við hittumst er þeim alveg sama um mig. Þeir heilsa mér og þeir vita að ég er þarna.“ Allt að níu háhyrningar í kringum hann Gærkvöldið hafi þó verið sérstakt og telur hann að allt að níu háhyrningar hafi verið í kringum sig þegar mest lét. „Þeir voru margir og kálfarnir voru um hálfan metra frá mér. Einn var undir brettinu, innan við einum metra undir brettinu.“ Spurður hvort hann verði aldrei skelfdur í kringum stærðarinnar háhyrninga segir hann: „Auðvitað. Í fyrra þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig. Ég varð eins og barn. Ég grét ekki en ég var nálægt því. Ég var í áfalli. Það er sama þótt maður hafi séð myndbönd á Youtube um hvað þeir séu sætir, ef maður er einn á pínulitlu bretti og sér svona stórar skepnur heldur maður að dagar manns séu taldir.“ @paddletheworld The world of Orcas! What greater gift could there be on Iceland’s National Day than a visit from an orca family during a paddle? #orca #orcas #iceland #icelandadventure #paddletheworld #ocean #stunduppaddle #icelandtiktok #supboard #standuppaddle #killerwhale @Visit Iceland @The Orca Man @freeorcas @Guide to Iceland @SCUBA DAN 🦈 @WHALES_FOREX @Whale and Dolphin Conservation @Earthwatch @Whale Wise @Ocean Missions @Oceanic Expeditions ♬ eredeti hang - paddletheworld Stundar sjóbretti allan ársins hring Jákob ver að minnsta kosti klukkutíma á sjónum daglega og hefur einnig rekist á aðra hvali og höfrunga. Hann lætur ekki kuldann stöðva sig og stundar áhugamálið allan ársins hring. „Yfirleitt er ég bara að róa. Þetta er nokkurs konar hugleiðsla. Þetta er tími fyrir mig. Sumir hafa hunda, sumir hafa ketti. Nú finnst mér ég hafa háhyrninga.“ Jákob vinnur nú að gerð heimildarmyndar en stikluna fyrir hana má berja augum í spilaranum hér að neðan. Hvalir Dýr Snæfellsbær Brimbretti Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Myndskeið af manni sem lék sér á sjóbretti með hjörð háhyrninga í gærkvöldi hjá Hellnum á Snæfellsnesi fór eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlinum TikTok og er nú komið með hátt í níutíu þúsund áhorf. Jákob og háhyrningarnir orðnir góðir félagar Maðurinn sjálfur segist nánast vera orðinn vanur háhyrningunum. Hann heitir Jákob Csongor Losonc og kemur frá Ungverjalandi en hefur starfað sem kokkur á svæðinu í um ár. „Í fyrra og líka á þessu ári hef ég rekist á háhyrninga og mér finnst við þekkjast, eins og þeir þekki mig. Stundum þegar við hittumst er þeim alveg sama um mig. Þeir heilsa mér og þeir vita að ég er þarna.“ Allt að níu háhyrningar í kringum hann Gærkvöldið hafi þó verið sérstakt og telur hann að allt að níu háhyrningar hafi verið í kringum sig þegar mest lét. „Þeir voru margir og kálfarnir voru um hálfan metra frá mér. Einn var undir brettinu, innan við einum metra undir brettinu.“ Spurður hvort hann verði aldrei skelfdur í kringum stærðarinnar háhyrninga segir hann: „Auðvitað. Í fyrra þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig. Ég varð eins og barn. Ég grét ekki en ég var nálægt því. Ég var í áfalli. Það er sama þótt maður hafi séð myndbönd á Youtube um hvað þeir séu sætir, ef maður er einn á pínulitlu bretti og sér svona stórar skepnur heldur maður að dagar manns séu taldir.“ @paddletheworld The world of Orcas! What greater gift could there be on Iceland’s National Day than a visit from an orca family during a paddle? #orca #orcas #iceland #icelandadventure #paddletheworld #ocean #stunduppaddle #icelandtiktok #supboard #standuppaddle #killerwhale @Visit Iceland @The Orca Man @freeorcas @Guide to Iceland @SCUBA DAN 🦈 @WHALES_FOREX @Whale and Dolphin Conservation @Earthwatch @Whale Wise @Ocean Missions @Oceanic Expeditions ♬ eredeti hang - paddletheworld Stundar sjóbretti allan ársins hring Jákob ver að minnsta kosti klukkutíma á sjónum daglega og hefur einnig rekist á aðra hvali og höfrunga. Hann lætur ekki kuldann stöðva sig og stundar áhugamálið allan ársins hring. „Yfirleitt er ég bara að róa. Þetta er nokkurs konar hugleiðsla. Þetta er tími fyrir mig. Sumir hafa hunda, sumir hafa ketti. Nú finnst mér ég hafa háhyrninga.“ Jákob vinnur nú að gerð heimildarmyndar en stikluna fyrir hana má berja augum í spilaranum hér að neðan.
Hvalir Dýr Snæfellsbær Brimbretti Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“