Fyrsta skiptið síðan 1960 sem enginn fótbolti er skráður á annan í jólum Haraldur Örn Haraldsson skrifar 18. júní 2025 20:47 Mun Trölli stela fótbolta jólunum í ár? Getty/Vísir Leikjaplanið fyrir Ensku Úrvalsdeildina kom út í dag eins og Visir hefur þegar greint frá. Vakið hefur athygli að það er enginn leikur skráður þann 26. desember, annan í jólum eins og hefð er fyrir á Englandi. Philip Buckingham, blaðamaður hjá The Athletic athugaði hvort það gæti í raun og veru staðist, að þetta væri fyrsta skipti síðan á sjöunda áratug síðustu aldar sem það myndi ekki halda í þessa hefð. Allir leikirnir í 17. umferð deildarinnar hafa verið skráðir á 27. desember. Leikjaplan deildarinnar er skipt upp í 33 helgarleiki og fimm leiki sem spilast í miðri viku. Þetta er frekar formfast plan sem deildin hefur gefið út til þess að koma fyrir leikjum í öðrum keppnum, líkt og evrópuleiki og bikarleiki. Ástæðan fyrir því að enginn leikur er skráður þann 26. desember sem stendur er að sá dagur er föstudagur í ár. Því fellur þessi umferð á að vera eitt af þessum 33 helgar umferðum. Þannig var það ekki í fyrra þar sem annar í jólum var á fimmtudegi, og þá var hægt að hafa góða pásu fram að 29. desember, þar sem næsta umferð var spiluð. Skipuleggjendur deildarinnar hafa ákveðið að lið skuli alltaf hafa minnst 48 klukkustunda hvíld milli leikja yfir hátíðirnar. Það lifir enn von um fótbolta annan í jólum Þetta þýðir hins vegar ekki að það sé útilokað að það verði spilað í Ensku Úrvalsdeildinni annan í jólum. Skipuleggjendur hafa gefið út að „leikir skráðir þann 27. desember geta verið færðir á annan í jólum fyrir beinar sjónvarps útsendingar.“ Á þessu tímabili er það Sky Sports og TNT Sports sem eru rétthafar og þeir gætu valið að færa leiki yfir á annan í jólum. Það mun líkast til ekki skýrast fyrr en 15. október þar sem deildin gefur rétthöfum sex vikur fyrir hverja umferð að komast að slíkum niðurstöðum. Sama hvenær þessir leikir fara fram þá munu þeir allir vera í beinni útsendingu á stöðvum Sýn Sport allt tímabilið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira
Philip Buckingham, blaðamaður hjá The Athletic athugaði hvort það gæti í raun og veru staðist, að þetta væri fyrsta skipti síðan á sjöunda áratug síðustu aldar sem það myndi ekki halda í þessa hefð. Allir leikirnir í 17. umferð deildarinnar hafa verið skráðir á 27. desember. Leikjaplan deildarinnar er skipt upp í 33 helgarleiki og fimm leiki sem spilast í miðri viku. Þetta er frekar formfast plan sem deildin hefur gefið út til þess að koma fyrir leikjum í öðrum keppnum, líkt og evrópuleiki og bikarleiki. Ástæðan fyrir því að enginn leikur er skráður þann 26. desember sem stendur er að sá dagur er föstudagur í ár. Því fellur þessi umferð á að vera eitt af þessum 33 helgar umferðum. Þannig var það ekki í fyrra þar sem annar í jólum var á fimmtudegi, og þá var hægt að hafa góða pásu fram að 29. desember, þar sem næsta umferð var spiluð. Skipuleggjendur deildarinnar hafa ákveðið að lið skuli alltaf hafa minnst 48 klukkustunda hvíld milli leikja yfir hátíðirnar. Það lifir enn von um fótbolta annan í jólum Þetta þýðir hins vegar ekki að það sé útilokað að það verði spilað í Ensku Úrvalsdeildinni annan í jólum. Skipuleggjendur hafa gefið út að „leikir skráðir þann 27. desember geta verið færðir á annan í jólum fyrir beinar sjónvarps útsendingar.“ Á þessu tímabili er það Sky Sports og TNT Sports sem eru rétthafar og þeir gætu valið að færa leiki yfir á annan í jólum. Það mun líkast til ekki skýrast fyrr en 15. október þar sem deildin gefur rétthöfum sex vikur fyrir hverja umferð að komast að slíkum niðurstöðum. Sama hvenær þessir leikir fara fram þá munu þeir allir vera í beinni útsendingu á stöðvum Sýn Sport allt tímabilið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira