Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 19. júní 2025 06:06 Lögreglan rannsakar brunann en tildrög hans liggja ekki enn fyrir. Vísir/Anton Brink Rétt eftir klukkan tvö í nótt var slökkvilið kallað til vegna bruna í Efnalauginni á Háaleitisbraut. Í dagbók lögreglunnar segir að lögregla og slökkvilið hafi verið send með forgangi vegna mikils elds. Slökkviliði hafi gengið greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. „Við fáum tilkynningu upp úr tvö í nótt um eld í þessu verslunarhúsnæði við Háaleitisbraut. Við sendum allt okkar viðbragð, þannig það fara fjórar stöðvar af stað, fjóra mannaða dælubíla. Við okkur blasir töluverður eldur og einhverjar sprengingar þegar við komum á staðinn, sprengingar í eldinum,“ segir Davíð Friðjónsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvistarf tók um tvær klukkustundir í nótt. Vísir/Anton Brink Hann segir engin hættuleg efni á staðnum og það hafi gengið nokkuð vel að slökkva miðað við umfang sem var þegar slökkvilið kom á staðinn. Um tvo tíma tók að slökkva eldinn og ganga frá. Hann segir eignatjónið verulegt í efnalauginni og bundið við efnalaugina. Hann segir húsið hafa verið mannlaust og ekkert sé vitað um eldsupptök að svo stöddu. „Við afhentum lögreglu vettvanginn upp úr fjögur og hún tekur við rannsókn strax.“ Rúður sprungu í húsinu þegar kviknaði í. Vísir/Anton Brink Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við varðstjóra klukkan 06:57. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
„Við fáum tilkynningu upp úr tvö í nótt um eld í þessu verslunarhúsnæði við Háaleitisbraut. Við sendum allt okkar viðbragð, þannig það fara fjórar stöðvar af stað, fjóra mannaða dælubíla. Við okkur blasir töluverður eldur og einhverjar sprengingar þegar við komum á staðinn, sprengingar í eldinum,“ segir Davíð Friðjónsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvistarf tók um tvær klukkustundir í nótt. Vísir/Anton Brink Hann segir engin hættuleg efni á staðnum og það hafi gengið nokkuð vel að slökkva miðað við umfang sem var þegar slökkvilið kom á staðinn. Um tvo tíma tók að slökkva eldinn og ganga frá. Hann segir eignatjónið verulegt í efnalauginni og bundið við efnalaugina. Hann segir húsið hafa verið mannlaust og ekkert sé vitað um eldsupptök að svo stöddu. „Við afhentum lögreglu vettvanginn upp úr fjögur og hún tekur við rannsókn strax.“ Rúður sprungu í húsinu þegar kviknaði í. Vísir/Anton Brink Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við varðstjóra klukkan 06:57.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira