Finnar draga sig út úr sáttmála gegn jarðsprengjum Kjartan Kjartansson skrifar 19. júní 2025 10:34 Finnski herinn fær heimild til þess að beita jarðsprengjum til þess að verja Finnland með samþykkt þingsins um að yfirgefa Ottawa-sáttmálann í dag. Frá æfingu finnska hersins. Vísir/EPA Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna á finnska þinginu greiddi atkvæði með því að Finnland segi sig frá Ottawa-sáttmálanum sem bannar notkun jarðsprengna. Tilefnið er vaxandi ógn sem Finnar telja stafa af nágrönnum þeirra í Rússlandi. Ottawa-sáttmálinn tók gildi árið 1999 en aðildarríki hans skuldbundu sig til þess að framleiða ekki jarðsprengjur sem eru hannaðar gegn hermönnum og til þess að eyða birgðum sínum af slíkum sprengjum. Þegar atkvæði voru greidd um tillögu ríkisstjórnarinnar um að Finnland segði sig frá sáttmálanum í dag greiddu 157 þingmenn atkvæði með en aðeins átján á móti. Samhliða greiddi þingið atkvæði með því að Finnland héldi áfram að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum til þess að eyða jarðsprengjum, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur orðið Finnum tilefni til þess að endurskoða varnir sínar á síðustu árum. Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið ári eftir að innrásin hófst. Þá hafa þeir treyst varnir á landamærunum að Rússlandi, meðal annars til að hindra för Rússa sem reyna að komast ólögleg yfir þau til þess að koma sér undan herkvaðningu og hælisleitenda sem Finnar telja að rússnesk stjórnvöld sendi vísvitandi til þess að reyna að valda óstöðugleika í Finnlandi. Rússar hafa verið sakaðir um að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og fjarskiptainnviðum í Finnlandi og í Eystrasalti. Þá hefur þurft að aflýsa flugferðum á finnskum flugvöllum vegna truflana á staðsetningarbúnaði sem talið er að rekja megi til aðgerða Rússa til þess að leyna slóð flutningaskipa sem þeir nota til þess að komast í kringum viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja. Eystrasaltsríkin og Pólland hafa áður tilkynnt að þau ætli að segja sig frá sáttmálanum en líkt og Finnland hafa þau mátt kenna á heimsvaldastefnu Rússlands og Sovétríkjanna í gegnum tíðina. Finnland Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Ottawa-sáttmálinn tók gildi árið 1999 en aðildarríki hans skuldbundu sig til þess að framleiða ekki jarðsprengjur sem eru hannaðar gegn hermönnum og til þess að eyða birgðum sínum af slíkum sprengjum. Þegar atkvæði voru greidd um tillögu ríkisstjórnarinnar um að Finnland segði sig frá sáttmálanum í dag greiddu 157 þingmenn atkvæði með en aðeins átján á móti. Samhliða greiddi þingið atkvæði með því að Finnland héldi áfram að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum til þess að eyða jarðsprengjum, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur orðið Finnum tilefni til þess að endurskoða varnir sínar á síðustu árum. Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið ári eftir að innrásin hófst. Þá hafa þeir treyst varnir á landamærunum að Rússlandi, meðal annars til að hindra för Rússa sem reyna að komast ólögleg yfir þau til þess að koma sér undan herkvaðningu og hælisleitenda sem Finnar telja að rússnesk stjórnvöld sendi vísvitandi til þess að reyna að valda óstöðugleika í Finnlandi. Rússar hafa verið sakaðir um að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og fjarskiptainnviðum í Finnlandi og í Eystrasalti. Þá hefur þurft að aflýsa flugferðum á finnskum flugvöllum vegna truflana á staðsetningarbúnaði sem talið er að rekja megi til aðgerða Rússa til þess að leyna slóð flutningaskipa sem þeir nota til þess að komast í kringum viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja. Eystrasaltsríkin og Pólland hafa áður tilkynnt að þau ætli að segja sig frá sáttmálanum en líkt og Finnland hafa þau mátt kenna á heimsvaldastefnu Rússlands og Sovétríkjanna í gegnum tíðina.
Finnland Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira