Fækka hefðbundnum kennslustundum um þriðjung Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. júní 2025 14:57 Karl Frímannsson er skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Vísir Nýtt kennslufyrirkomulag verður tekið upp í Menntaskólanum á Akureyri í haust þar sem þriðjungi hefðbundinna kennslustunda verður skipt út fyrir vinnustundir nemenda. Skólameistarinn segir nemendur læra að bera ábyrgð á sínu eigin námi. MA útskrifaði 184 nemendur úr skólanum á þjóðhátíðardaginn líkt og venjan er. Þar tók Karl Frímannsson skólameistari til máls og útskýrði meðal annars grundvallarbreytingu á kennsluháttum skólans sem tekur gildi í haust. „Frá og með næsta hausti verður stundaskráin okkar tvískipt. Fyrripart dags verða hefðbundnar kennslustundir undir stjórn kennara en seinni hluta dags munu nemendur vinna sjálfstætt að sínum verkefnum en hafa aðgang að kennurum á þeim tíma,“ er haft eftir Karli í umfjöllun akureyri.net um málið. „Aðdragandinn er sá að eftir samstarf við kennara hér í skólanum kom skýrt fram að það væri þörf á því að auka sveigjanleikann í námi og auka ábyrgð nemenda á eigin námi, að námið væri nemendastýrðara,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Niðurstaðan varð sú að þriðjungi kennslustunda verði skipt út fyrir sjálfstæðar vinnustundir nemenda. Í byrjun vikunnar verði skipulagsstund þar sem nemendur ákveða sjálfir hver markmið vikunnar eru. Kennarar í öllum fögum verði svo til staðar á meðan vinnustundum stendur til aðstoðar. „Hver bekkur á sér sína heimastofu þar sem þau hafa vinnuaðstöðu,“ segir Karl. „Hvort sem það er kennslustund eða heimanám, heimanám er ríkjandi í framhaldsskólum almennt þannig þetta er að hluta til að reyna fá þau til að taka meiri ábyrgð og vinna þau verkefni sem þau þurfa að vinna.“ Áður fyrr hafi nemendurnir verið í um fjörutíu kennslustundum á viku og því lítið svigrúm fyrir nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi á skólatíma. „Það gengur gegn því að við ætlum að ala þau upp í að taka ábyrgð á eigin námi, að í 43 kennslustundum.“ Karl segir aðra skóla hafa einnig tekið upp einhvers konar útfærslu á þessu fyrirkomulagi. Nefnir hann Menntaskólann á Egilsstöðum og Fjölbrautaskólann í Mosfellsbæ. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
MA útskrifaði 184 nemendur úr skólanum á þjóðhátíðardaginn líkt og venjan er. Þar tók Karl Frímannsson skólameistari til máls og útskýrði meðal annars grundvallarbreytingu á kennsluháttum skólans sem tekur gildi í haust. „Frá og með næsta hausti verður stundaskráin okkar tvískipt. Fyrripart dags verða hefðbundnar kennslustundir undir stjórn kennara en seinni hluta dags munu nemendur vinna sjálfstætt að sínum verkefnum en hafa aðgang að kennurum á þeim tíma,“ er haft eftir Karli í umfjöllun akureyri.net um málið. „Aðdragandinn er sá að eftir samstarf við kennara hér í skólanum kom skýrt fram að það væri þörf á því að auka sveigjanleikann í námi og auka ábyrgð nemenda á eigin námi, að námið væri nemendastýrðara,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Niðurstaðan varð sú að þriðjungi kennslustunda verði skipt út fyrir sjálfstæðar vinnustundir nemenda. Í byrjun vikunnar verði skipulagsstund þar sem nemendur ákveða sjálfir hver markmið vikunnar eru. Kennarar í öllum fögum verði svo til staðar á meðan vinnustundum stendur til aðstoðar. „Hver bekkur á sér sína heimastofu þar sem þau hafa vinnuaðstöðu,“ segir Karl. „Hvort sem það er kennslustund eða heimanám, heimanám er ríkjandi í framhaldsskólum almennt þannig þetta er að hluta til að reyna fá þau til að taka meiri ábyrgð og vinna þau verkefni sem þau þurfa að vinna.“ Áður fyrr hafi nemendurnir verið í um fjörutíu kennslustundum á viku og því lítið svigrúm fyrir nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi á skólatíma. „Það gengur gegn því að við ætlum að ala þau upp í að taka ábyrgð á eigin námi, að í 43 kennslustundum.“ Karl segir aðra skóla hafa einnig tekið upp einhvers konar útfærslu á þessu fyrirkomulagi. Nefnir hann Menntaskólann á Egilsstöðum og Fjölbrautaskólann í Mosfellsbæ.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira