Gerir ráð fyrir að ljúka þingstörfum fyrir mánaðamót Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. júní 2025 12:59 Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. Vísir/Anton Brink Forseti Alþingis gerir ráð fyrir að þingstörfum ljúki fyrir mánaðarmót. Hún segir þó stefna í langa umræðu um veiðigjöldin sem verði afgreidd fyrir sumarhlé Önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst í gær og stóð yfir frá klukkan þrjú til miðnættis. Frumvarpið er aftur á dagskrá þingsins í dag og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir stefna í langa umræðu. Hún vonar þó að samkomulag náist brátt um þinglok og segir þreifingar í gangi. „Það eru alltaf samtöl í gangi og vonandi skila þau einhverju fyrr en seinna,“ segir Þórunn. Enginn þurfi að skammast sín Í minnihlutaálitum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks í atvinnuveganefnd er lagt til að frumvarpinu verði vísað frá eða aftur til ríkisstjórnar þannig að hægt sé að bæta úr þeim annmörkum sem þeir telja vera á málinu. „Það er svigrúm fyrir hæstvirtan ráðherra til að hvetja stjórnarþingmenn til að láta gott heita, taka málið til sín og vinna það betur í gegnum sumarið og haustið. Það þarf enginn að skammast sín fyrir að ná ekki öllum málum í gegn á þingi sem byrjar í febrúar í stað þess að byrja í september eins og hefðbundið þing,“ sagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn höfunda minnihlutaálitanna á Alþingi í gær. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, skrifaði ásamt fleiri þingmönnum í minnihluta atvinnuveganefnd nefndarálit þar sem lagt er til að veiðigjaldafrumvarpinu verði vísað aftur til ríkisstjórnar.Vísir/Vilhelm Þórunn segir að veiðigjaldafrumvarpið verði afgreitt fyrir sumarhlé. Ekki hafi komi til tals að beita þingskaparlögum til þess að stöðva umræðu og ganga til atkvæða. Samkvæmt þingskaparlögum er sumarhlé á þingi frá 1. júlí til 10. ágúst. Þetta er þó ekki algilt og þingfundir hafa oft teygt sig fram í júlí. Þórunn segist ekki gera ráð fyrir að svo verði nú. „Ég er ekki að gera ráð fyrir því og ég vona að okkur takist að komast hér að samkomulag um þinglok þannig að sómi sé að.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst í gær og stóð yfir frá klukkan þrjú til miðnættis. Frumvarpið er aftur á dagskrá þingsins í dag og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir stefna í langa umræðu. Hún vonar þó að samkomulag náist brátt um þinglok og segir þreifingar í gangi. „Það eru alltaf samtöl í gangi og vonandi skila þau einhverju fyrr en seinna,“ segir Þórunn. Enginn þurfi að skammast sín Í minnihlutaálitum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks í atvinnuveganefnd er lagt til að frumvarpinu verði vísað frá eða aftur til ríkisstjórnar þannig að hægt sé að bæta úr þeim annmörkum sem þeir telja vera á málinu. „Það er svigrúm fyrir hæstvirtan ráðherra til að hvetja stjórnarþingmenn til að láta gott heita, taka málið til sín og vinna það betur í gegnum sumarið og haustið. Það þarf enginn að skammast sín fyrir að ná ekki öllum málum í gegn á þingi sem byrjar í febrúar í stað þess að byrja í september eins og hefðbundið þing,“ sagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn höfunda minnihlutaálitanna á Alþingi í gær. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, skrifaði ásamt fleiri þingmönnum í minnihluta atvinnuveganefnd nefndarálit þar sem lagt er til að veiðigjaldafrumvarpinu verði vísað aftur til ríkisstjórnar.Vísir/Vilhelm Þórunn segir að veiðigjaldafrumvarpið verði afgreitt fyrir sumarhlé. Ekki hafi komi til tals að beita þingskaparlögum til þess að stöðva umræðu og ganga til atkvæða. Samkvæmt þingskaparlögum er sumarhlé á þingi frá 1. júlí til 10. ágúst. Þetta er þó ekki algilt og þingfundir hafa oft teygt sig fram í júlí. Þórunn segist ekki gera ráð fyrir að svo verði nú. „Ég er ekki að gera ráð fyrir því og ég vona að okkur takist að komast hér að samkomulag um þinglok þannig að sómi sé að.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira