Gerir ráð fyrir að ljúka þingstörfum fyrir mánaðamót Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. júní 2025 12:59 Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. Vísir/Anton Brink Forseti Alþingis gerir ráð fyrir að þingstörfum ljúki fyrir mánaðarmót. Hún segir þó stefna í langa umræðu um veiðigjöldin sem verði afgreidd fyrir sumarhlé Önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst í gær og stóð yfir frá klukkan þrjú til miðnættis. Frumvarpið er aftur á dagskrá þingsins í dag og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir stefna í langa umræðu. Hún vonar þó að samkomulag náist brátt um þinglok og segir þreifingar í gangi. „Það eru alltaf samtöl í gangi og vonandi skila þau einhverju fyrr en seinna,“ segir Þórunn. Enginn þurfi að skammast sín Í minnihlutaálitum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks í atvinnuveganefnd er lagt til að frumvarpinu verði vísað frá eða aftur til ríkisstjórnar þannig að hægt sé að bæta úr þeim annmörkum sem þeir telja vera á málinu. „Það er svigrúm fyrir hæstvirtan ráðherra til að hvetja stjórnarþingmenn til að láta gott heita, taka málið til sín og vinna það betur í gegnum sumarið og haustið. Það þarf enginn að skammast sín fyrir að ná ekki öllum málum í gegn á þingi sem byrjar í febrúar í stað þess að byrja í september eins og hefðbundið þing,“ sagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn höfunda minnihlutaálitanna á Alþingi í gær. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, skrifaði ásamt fleiri þingmönnum í minnihluta atvinnuveganefnd nefndarálit þar sem lagt er til að veiðigjaldafrumvarpinu verði vísað aftur til ríkisstjórnar.Vísir/Vilhelm Þórunn segir að veiðigjaldafrumvarpið verði afgreitt fyrir sumarhlé. Ekki hafi komi til tals að beita þingskaparlögum til þess að stöðva umræðu og ganga til atkvæða. Samkvæmt þingskaparlögum er sumarhlé á þingi frá 1. júlí til 10. ágúst. Þetta er þó ekki algilt og þingfundir hafa oft teygt sig fram í júlí. Þórunn segist ekki gera ráð fyrir að svo verði nú. „Ég er ekki að gera ráð fyrir því og ég vona að okkur takist að komast hér að samkomulag um þinglok þannig að sómi sé að.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst í gær og stóð yfir frá klukkan þrjú til miðnættis. Frumvarpið er aftur á dagskrá þingsins í dag og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir stefna í langa umræðu. Hún vonar þó að samkomulag náist brátt um þinglok og segir þreifingar í gangi. „Það eru alltaf samtöl í gangi og vonandi skila þau einhverju fyrr en seinna,“ segir Þórunn. Enginn þurfi að skammast sín Í minnihlutaálitum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks í atvinnuveganefnd er lagt til að frumvarpinu verði vísað frá eða aftur til ríkisstjórnar þannig að hægt sé að bæta úr þeim annmörkum sem þeir telja vera á málinu. „Það er svigrúm fyrir hæstvirtan ráðherra til að hvetja stjórnarþingmenn til að láta gott heita, taka málið til sín og vinna það betur í gegnum sumarið og haustið. Það þarf enginn að skammast sín fyrir að ná ekki öllum málum í gegn á þingi sem byrjar í febrúar í stað þess að byrja í september eins og hefðbundið þing,“ sagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn höfunda minnihlutaálitanna á Alþingi í gær. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, skrifaði ásamt fleiri þingmönnum í minnihluta atvinnuveganefnd nefndarálit þar sem lagt er til að veiðigjaldafrumvarpinu verði vísað aftur til ríkisstjórnar.Vísir/Vilhelm Þórunn segir að veiðigjaldafrumvarpið verði afgreitt fyrir sumarhlé. Ekki hafi komi til tals að beita þingskaparlögum til þess að stöðva umræðu og ganga til atkvæða. Samkvæmt þingskaparlögum er sumarhlé á þingi frá 1. júlí til 10. ágúst. Þetta er þó ekki algilt og þingfundir hafa oft teygt sig fram í júlí. Þórunn segist ekki gera ráð fyrir að svo verði nú. „Ég er ekki að gera ráð fyrir því og ég vona að okkur takist að komast hér að samkomulag um þinglok þannig að sómi sé að.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira