„Meiri möguleikar fyrir mig til þess að sýna mig í Evrópu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júní 2025 08:02 Logi er á leið til Tyrklands. samsunspor Landsliðsmaðurinn Logi Tómasson er á leið til tyrkneska félagsins Samsunspor eftir tveggja ára veru hjá Strömsgodset í Noregi. Hann segir þátttöku liðsins í Evrópukeppni hafa átt stóran þátt í ákvörðuninni og skrifaði undir fjögurra ára samning án þess að heimsækja borgina Samsun. Logi hefur staðið sig vel hjá Strömsgodset undanfarin tvö tímabil, var eftirsóttur af þónokkrum félögum en ákvað að semja við Samsunspor í Tyrklandi. „Þeir voru búnir að sýna áhuga lengi, á endanum fór þetta í gegn og ég er mjög spenntur… Svosem ekki [erfitt að velja á milli], þegar þetta kom upp vildi ég bara klára það“ sagði Logi. Vitað er að Freyr Alexandersson, þjálfari Brann í Noregi, hefur miklar mætur á Loga og vildi fá hann til liðsins. „Ég veit ekki hversu nálægt það var, en það var alveg nálægt. En þegar Tyrkland kom upp vildi ég bara fara þangað, að spila í Evrópu með þeim er auðvitað mjög stórt þannig að þetta er mjög gott skref fyrir minn feril. Ég vona bara að ég komist strax inn í hlutina og nái að sýna mitt rétta andlit í Tyrklandi.“ Samsunspor hefur verið í uppbyggingarfasa undanfarin ár eftir mikla lægð árin áður, liðið hefur unnið sig upp um tvær deildir og tryggði sér á síðasta tímabili þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og þar með þátttökurétt í annað hvort Evrópudeildinni eða Sambandsdeildinni á næsta tímabili, eftir því hvernig umspilið fer í haust. „Það spilaði mikið inn í. Ennþá meiri möguleikar fyrir mig til þess að sýna mig í Evrópu, það spilaði alveg stóra rullu í því“ sagði Logi sem á von á töluverðri breytingu við búferlaflutninginn frá Noregi til Tyrklands. Eigandi og forseti félagsins er einn af tíu ríkustu mönnum Tyrklands.samsunspor Logi hitti eiganda og forseta félagsins í höfuðborg Tyrklands, Istanbul, og skrifaði undir fjögurra ára samning við Samsunspor, en hefur ekki enn heimsótt borgina Samsun. „Ég veit ekkert alltof mikið en ég er bara spenntur að fara að kynna mér og sjá borgina betur, skoða íbúðir og hvar er best að búa… Þetta er allt eins fyrir mér, að búa einhvers staðar úti í heimi“ sagði Logi en viðtalið við hann má sjá í spilaranum að ofan. Tyrkneski boltinn Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
Logi hefur staðið sig vel hjá Strömsgodset undanfarin tvö tímabil, var eftirsóttur af þónokkrum félögum en ákvað að semja við Samsunspor í Tyrklandi. „Þeir voru búnir að sýna áhuga lengi, á endanum fór þetta í gegn og ég er mjög spenntur… Svosem ekki [erfitt að velja á milli], þegar þetta kom upp vildi ég bara klára það“ sagði Logi. Vitað er að Freyr Alexandersson, þjálfari Brann í Noregi, hefur miklar mætur á Loga og vildi fá hann til liðsins. „Ég veit ekki hversu nálægt það var, en það var alveg nálægt. En þegar Tyrkland kom upp vildi ég bara fara þangað, að spila í Evrópu með þeim er auðvitað mjög stórt þannig að þetta er mjög gott skref fyrir minn feril. Ég vona bara að ég komist strax inn í hlutina og nái að sýna mitt rétta andlit í Tyrklandi.“ Samsunspor hefur verið í uppbyggingarfasa undanfarin ár eftir mikla lægð árin áður, liðið hefur unnið sig upp um tvær deildir og tryggði sér á síðasta tímabili þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og þar með þátttökurétt í annað hvort Evrópudeildinni eða Sambandsdeildinni á næsta tímabili, eftir því hvernig umspilið fer í haust. „Það spilaði mikið inn í. Ennþá meiri möguleikar fyrir mig til þess að sýna mig í Evrópu, það spilaði alveg stóra rullu í því“ sagði Logi sem á von á töluverðri breytingu við búferlaflutninginn frá Noregi til Tyrklands. Eigandi og forseti félagsins er einn af tíu ríkustu mönnum Tyrklands.samsunspor Logi hitti eiganda og forseta félagsins í höfuðborg Tyrklands, Istanbul, og skrifaði undir fjögurra ára samning við Samsunspor, en hefur ekki enn heimsótt borgina Samsun. „Ég veit ekkert alltof mikið en ég er bara spenntur að fara að kynna mér og sjá borgina betur, skoða íbúðir og hvar er best að búa… Þetta er allt eins fyrir mér, að búa einhvers staðar úti í heimi“ sagði Logi en viðtalið við hann má sjá í spilaranum að ofan.
Tyrkneski boltinn Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira