Sjálfboðaliðar að bugast: Mikil örvænting meðal gæludýraeigenda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 21:32 Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segir mikilvægt að núverandi lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum verði breytt. Vísir/Lýður Valberg Sjálfboðaliðar dýraverndunarsamtaka eru að niðurlotum komnir vegna gríðarlegs fjölda gæludýra sem eru heimilislaus og á vergangi. Einn þeirra segir nýtt gæludýrafrumvarp myndu skipta sköpum og segir alltof marga gæludýraeigendur þurfa að gefa frá sér dýr sín vegna núverandi laga. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Kattholt væri þessa dagana yfifrfullt af heimilislausum kisum en rekstrarstýra segir það gerast hvert einasta sumar að kattaeigendur losi sig við dýrin sín. Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, dýraverndunarsamtökum sem aðstoða gæludýraeigendur við að finna týnd gæludýr sín, segir þessa dagana mæða gríðarlega mikið á sjálfboðaliðum. „Það er búið að vera mikið álag hjá öllum dýraverndunarsamtökum á Íslandi, eins og hefur komið fram í fréttum er Kattholt yfirfullt í athvarfi Villikatta eru yfir 220 kettir sem vantar heimili á Íslandi. Þetta er alveg gríðarlegur fjöldi og fyrirspurnrnar eru bara að hrannast inn.“ Hún telur að strangar reglur um gæludýrahald í fjölbýlishúsum bera þar mikla ábyrgð en líkt og fram hefur komið er frumvarp félags- og húsnæðisráðherra um að slakað verði á þeim reglum nú komið úr nefnd og brátt til annarrar umræðu á Alþingi. Lýsti ofnæmislæknir í kvöldfréttum í gær yfir áhyggjum af frumvarpinu en Sandra segir um brýnt hagsmunamál að ræða. „Í raun þá er verið að breyta núverandi lagafrumvarpi þannig að dýrahald sé sjálfsagður réttur en hinsvegar að húsfélög hafi ákveðið vald til þess að banna dýrahald ef það veldur einhverjum ama, til dæmis ofnæmi.“ Núverandi lög valdi gæludýrum og eigendum þeirra miklum harmi og breytingar myndu létta álagi á dýraverndunarsamtökum. „Það er mikil örvænting í gangi. Fólk er að velja á milli heimilis og þess að halda dýri. Eins og ég segi, það er mjög mikið af íbúðum sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu en líka úti á landi sem leyfa ekki gæludýr, þannig fólk er að velja á milli heimilis og fjölskyldumeðlims. Þau auka vellíðan, þau auka hamingju, þau eru partur af samfélaginu, við eigum ekki að minnka viðveru þeirra út frá úreltri löggjöf.“ Gæludýr Dýr Málefni fjölbýlishúsa Kettir Tengdar fréttir Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. 22. júní 2025 13:00 Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. 21. júní 2025 20:50 „Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. 20. júní 2025 11:26 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Kattholt væri þessa dagana yfifrfullt af heimilislausum kisum en rekstrarstýra segir það gerast hvert einasta sumar að kattaeigendur losi sig við dýrin sín. Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, dýraverndunarsamtökum sem aðstoða gæludýraeigendur við að finna týnd gæludýr sín, segir þessa dagana mæða gríðarlega mikið á sjálfboðaliðum. „Það er búið að vera mikið álag hjá öllum dýraverndunarsamtökum á Íslandi, eins og hefur komið fram í fréttum er Kattholt yfirfullt í athvarfi Villikatta eru yfir 220 kettir sem vantar heimili á Íslandi. Þetta er alveg gríðarlegur fjöldi og fyrirspurnrnar eru bara að hrannast inn.“ Hún telur að strangar reglur um gæludýrahald í fjölbýlishúsum bera þar mikla ábyrgð en líkt og fram hefur komið er frumvarp félags- og húsnæðisráðherra um að slakað verði á þeim reglum nú komið úr nefnd og brátt til annarrar umræðu á Alþingi. Lýsti ofnæmislæknir í kvöldfréttum í gær yfir áhyggjum af frumvarpinu en Sandra segir um brýnt hagsmunamál að ræða. „Í raun þá er verið að breyta núverandi lagafrumvarpi þannig að dýrahald sé sjálfsagður réttur en hinsvegar að húsfélög hafi ákveðið vald til þess að banna dýrahald ef það veldur einhverjum ama, til dæmis ofnæmi.“ Núverandi lög valdi gæludýrum og eigendum þeirra miklum harmi og breytingar myndu létta álagi á dýraverndunarsamtökum. „Það er mikil örvænting í gangi. Fólk er að velja á milli heimilis og þess að halda dýri. Eins og ég segi, það er mjög mikið af íbúðum sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu en líka úti á landi sem leyfa ekki gæludýr, þannig fólk er að velja á milli heimilis og fjölskyldumeðlims. Þau auka vellíðan, þau auka hamingju, þau eru partur af samfélaginu, við eigum ekki að minnka viðveru þeirra út frá úreltri löggjöf.“
Gæludýr Dýr Málefni fjölbýlishúsa Kettir Tengdar fréttir Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. 22. júní 2025 13:00 Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. 21. júní 2025 20:50 „Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. 20. júní 2025 11:26 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. 22. júní 2025 13:00
Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. 21. júní 2025 20:50
„Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. 20. júní 2025 11:26