Enginn Íslendingur á heimsleikunum í fyrsta sinn í sautján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2025 07:02 Oddrún Eik Gylfadóttir, Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson hafa haldið uppi merkjum Íslands á heimsleikunum undanfarin sautján ár en nú er tími Íslands á leikunum á enda. Vísir Öll sextíu sætin eru nú klár á heimsleikunum í CrossFit því þrjátíu karlar og þrjátíu konur hafa tryggt sér farseðil á heimsmeistaramótið í ár. Enginn þeirra sem komst inn er Íslendingur og það þarf að fara meira en einn og hálfan áratug aftur í tímann til að finna síðustu heimsleika án Íslendinga. Anníe Mist Þórisdóttir tók fyrst Íslendinga þátt í heimsleikunum árið 2009 og síðan þá hefur hún eða annar Íslendingur alltaf verið með. Björgvin Karl Guðmundsson var eini Íslendingurinn á heimsleikunum í fyrra en þá endaði langur tími íslensku dætranna á leikunum. Björgvin var þá með á elleftu heimsleikunum í röð en honum tókst að tryggja sig inn á leikana í ár. Annað árið í röð er heldur engin íslensk kona á heimsleikunum. Bæði Bergrós Björnsdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru nálægt því að tryggja sig inn á heimsleikana eftir góða frammistöðu í undanúrslitum Evrópu og í undanúrslitum Afríku. Þær þurftu samt báðar að sætta sig við það að missa af heimsleikunum í þetta skiptið. Bergrós hefur keppt í unglingaflokki heimsleikanna síðustu ár en er nú í fyrsta sinn í fullorðinsflokki. Hún kemst vonandi inn á heimsleikana í framtíðinni en það hjálpar hvorki henni né öðrum að CrossFit samtökin hafa fækkað keppendum undanfarin ár. Sara er ekki hætt að reyna og nær vonandi að upplifa drauminn á ný en við vitum ekki framtíðarplön Anníe Mistar Þórisdóttur og þá er Katrín Tanja Davíðsdóttir hætt að keppa í CrossFit. Það eru kynslóðarskipti í gangi hjá okkar besta fólki og á sama tíma varð líka enn erfiðara að komast inn. Keppendum var fækkað úr fjörutíu í þrjátíu milli ára en í staðinn verður enginn niðurskurður á mótinu sjálfu. Miklar breytingar eru á keppendum milli ára og margar stjörnur tóku ekki þátt í undankeppninni eða komust ekki áfram. Af þeim áttatíu sem komust á heimsleikana í fyrra er aðeins fimmtán karla og fimmtán konur á heimsleikunum annað árið í röð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Sjá meira
Enginn þeirra sem komst inn er Íslendingur og það þarf að fara meira en einn og hálfan áratug aftur í tímann til að finna síðustu heimsleika án Íslendinga. Anníe Mist Þórisdóttir tók fyrst Íslendinga þátt í heimsleikunum árið 2009 og síðan þá hefur hún eða annar Íslendingur alltaf verið með. Björgvin Karl Guðmundsson var eini Íslendingurinn á heimsleikunum í fyrra en þá endaði langur tími íslensku dætranna á leikunum. Björgvin var þá með á elleftu heimsleikunum í röð en honum tókst að tryggja sig inn á leikana í ár. Annað árið í röð er heldur engin íslensk kona á heimsleikunum. Bæði Bergrós Björnsdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru nálægt því að tryggja sig inn á heimsleikana eftir góða frammistöðu í undanúrslitum Evrópu og í undanúrslitum Afríku. Þær þurftu samt báðar að sætta sig við það að missa af heimsleikunum í þetta skiptið. Bergrós hefur keppt í unglingaflokki heimsleikanna síðustu ár en er nú í fyrsta sinn í fullorðinsflokki. Hún kemst vonandi inn á heimsleikana í framtíðinni en það hjálpar hvorki henni né öðrum að CrossFit samtökin hafa fækkað keppendum undanfarin ár. Sara er ekki hætt að reyna og nær vonandi að upplifa drauminn á ný en við vitum ekki framtíðarplön Anníe Mistar Þórisdóttur og þá er Katrín Tanja Davíðsdóttir hætt að keppa í CrossFit. Það eru kynslóðarskipti í gangi hjá okkar besta fólki og á sama tíma varð líka enn erfiðara að komast inn. Keppendum var fækkað úr fjörutíu í þrjátíu milli ára en í staðinn verður enginn niðurskurður á mótinu sjálfu. Miklar breytingar eru á keppendum milli ára og margar stjörnur tóku ekki þátt í undankeppninni eða komust ekki áfram. Af þeim áttatíu sem komust á heimsleikana í fyrra er aðeins fimmtán karla og fimmtán konur á heimsleikunum annað árið í röð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Sjá meira