„Við erum auðvitað ekki komin þangað“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Agnar Már Másson skrifa 23. júní 2025 20:59 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Samsett/Vilhelm Þingflokksformaður Viðreisnar segir það ekki koma til greina að svo stöddu að beita lagagrein sem myndi heimila þingmeirihlutanum að þvinga veiðigjaldafrumvarpi beint í atkvæðagreiðslu. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur það lýðræðislega skyldu sína að hindra afgreiðslu málsins. Þau vonast bæði eftir því að ná samkomulagi um þinglok. Þingmenn hafa dögum saman karpað um veiðigjöld en þingið er komið á uppbótartíma. Umræðan um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra hélt áfram í dag og mun að öllum líkindum standa yfir fram á nótt. Sextán manns eru á mælendaskrá eins og er en ríkisstjórnarliðar hafa sakað stjórnarandstöðuna um að taka málið í gíslingu. Alþingi á samkvæmt þingskaparlögum að fara í frí 1. júlí og því er spurning hvort meirihlutanum takist að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok eða hvort stjórnarandstöðunni takist að tefja afgreiðslunna fram í sumarfrí. Hildur Sverrisdóttur, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera skyldu stjónarandstöðunnar að spyrna við „svona illa unnu máli“ sem hafi komið „vanbúið“ til þingsins og ekki fengið rétta þinglega meðferð. Sjálfstæðismaðurinn nefnir í samtali við fréttastofu að gögn um auðlindarentu hafi borist fyrst í dag. „Þetta er með ólíkindum að verið sé að bjóða upp á þetta sem lagasetningu í landinu,“ segir Hildur. Engin þinglok hafa átt sér stað án samninga milli stjórnar og stjórnarandstöðu, að sögn Hildar. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, segist vonast eftir því að samkomulag náist um þinglok. Spurður hvort til greina komi að forseti Alþingis beiti 71. grein þingskapalaga sem heimilar meirihlutanum að vísa málinu beint í atkvæðagreiðslu segir Sigmar meðal annars: „Allt sem er í þingsköpum eru lög [...] en við erum auðvitað ekki komin þangað og, eins og Hildur segir, þá er langeðlilegast ef við náum að selja um framgang mála.“ Veiðigjaldsfrumvarpið sé grenilega stærsti hnúturinn. „Það er búið að vera margra daga málþóf í því,“ segir viðreisnarmaðurinn enn fremur og nefnir að hátt í sex hundruð ræður hafi verið fluttar í veiðigjaldaumræðunni. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira
Þingmenn hafa dögum saman karpað um veiðigjöld en þingið er komið á uppbótartíma. Umræðan um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra hélt áfram í dag og mun að öllum líkindum standa yfir fram á nótt. Sextán manns eru á mælendaskrá eins og er en ríkisstjórnarliðar hafa sakað stjórnarandstöðuna um að taka málið í gíslingu. Alþingi á samkvæmt þingskaparlögum að fara í frí 1. júlí og því er spurning hvort meirihlutanum takist að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok eða hvort stjórnarandstöðunni takist að tefja afgreiðslunna fram í sumarfrí. Hildur Sverrisdóttur, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera skyldu stjónarandstöðunnar að spyrna við „svona illa unnu máli“ sem hafi komið „vanbúið“ til þingsins og ekki fengið rétta þinglega meðferð. Sjálfstæðismaðurinn nefnir í samtali við fréttastofu að gögn um auðlindarentu hafi borist fyrst í dag. „Þetta er með ólíkindum að verið sé að bjóða upp á þetta sem lagasetningu í landinu,“ segir Hildur. Engin þinglok hafa átt sér stað án samninga milli stjórnar og stjórnarandstöðu, að sögn Hildar. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, segist vonast eftir því að samkomulag náist um þinglok. Spurður hvort til greina komi að forseti Alþingis beiti 71. grein þingskapalaga sem heimilar meirihlutanum að vísa málinu beint í atkvæðagreiðslu segir Sigmar meðal annars: „Allt sem er í þingsköpum eru lög [...] en við erum auðvitað ekki komin þangað og, eins og Hildur segir, þá er langeðlilegast ef við náum að selja um framgang mála.“ Veiðigjaldsfrumvarpið sé grenilega stærsti hnúturinn. „Það er búið að vera margra daga málþóf í því,“ segir viðreisnarmaðurinn enn fremur og nefnir að hátt í sex hundruð ræður hafi verið fluttar í veiðigjaldaumræðunni.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira