Sjáðu langt viðtal við Óskar eftir 6-1 tap: „Nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta að KR verkefnið sé til“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 23. júní 2025 22:27 Óskar var í gríðarlöngu viðtali eftir leik. Pawel Cieslikiwicz/Vísir Óskar Hrafn Þorvaldsson hafði mjög margt að segja eftir leik KR gegn Val þar sem þeir töpuðu 6-1. Hann var spurður tveggja spurninga og talaði í tæplega átta mínútur. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. „Ef viðtökum úrslitin þá er auðvitað ömurleg tilfinning að tapa fyrir Val 6-1, það er klár mál. Um miðjan seinni hálfleik er staðan 3-1, við fáum dauðafæri, erum eina liðið á vellinum og erum með augnablikið með okkur. Við erum búnir að vera eina liðið vellinum allan seinni hálfleikinn. Hvað á ég að gera þá, geri þrjár skiptingar. Náði ekki að breyta leiknum, tók ég taktinn úr liðinu? Svo bara hættum við, við bara ljúkum keppni og verðum ólíkir sjálfum okkar, gefumst upp. Kannski er það hluti af þroskaferli liðs sem er að byrja sína vegferð. Það er hættulegt þegar þú ert að reyna að búa til lið og reyna að gera hlutina á annan hátt. Við reynum ekki að stytta okkur leið, við reynum að halda í boltann, við reynum að spila okkur í gegn, stöndum hátt, stöndum maður á mann. Þá einhvern veginn geta komið svona skellir. Eins ömurlega óþægilegir og þeir eru, þá eru þeir nauðsynlegir. Ég er ekki að fara láta gleðina af því að vinna með þessum mönnum og ánægjuna af því að mæta með þeim á hverjum einasta degi, ég er ekki að fara láta þennan leik eyðileggja það. Ég er ekki að fara láta þetta skilgreina alla vinnuna sem við höfum unnið þetta hingað til. Það er það sem er fram undan. Þú ert eiginlega ekki dæmdur af því hvernig þú hrasar, vegna þess að það er klárt mál að við hrösuðum illilega á andlitið í dag. Þú ert frekar dæmdur á því hvernig þú stendur upp eftir að þú féllst. Hvernig kemur liðið út úr þessu, fara menn að benda hver á annan, leita að sökudólgum og fara í fílu. Eða mun þetta enn frekar þétta hópinn? Við töpuðum 6-1, við töpuðum saman. Það skiptir engu máli hvort það sé ég eða leikmennirnir eða Lúlli liðsstjóri, við töpuðum saman. Þá kemur spurningin sem er alltaf stóri dómurinn um það hversu sterkur hópurinn er, hvað gerir hann þegar svona fer? Hvernig bregst hann við? Við fáum ekki svarið við því, því miður fyrr en einhvern tíma á næstunni,“ sagði Óskar í langri ræðu strax eftir leik. Óskar var ekki kátur á hliðarlínunni í kvöld.Pawel Cieslikiwicz/Vísir KR hefur gengið illa upp á síðkastið að safna stigum og KR hefur alltaf ætlað sér að ná úrslitum. Þá er spurning hversu lengi þolinmæðin endist hjá KR. „Ég get ekki dæmt um það, ég er auðvitað yfirmaður knattspyrnumála líka, en ég þarf að sitja hjá í þeirri umræðu. Ég held að menn þurfi að horfa á þetta yfir lengri tíma. Það er hægt að horfa á þetta á marga vegu, stiganlega séð er þetta óásættanlegt. Tölfræðilega séð er þetta mjög jákvætt, úrslitin gefa ekki rétta mynd miðað við tölfræðina. Hvað erum við búnir að gera? Við erum búnir að breyta liðinu töluvert, við erum að spila fjölmörgum ungum uppöldum KR-ingum. Það fer bara eftir því hvað menn vilja fá út úr þessu. Ef að menn vilja fá Íslandsmeistaratitil 2025. Þá get ég vel skilið að menn vilji fara aðra leið og ég ber fulla virðingu fyrir því. Ég á ekki neitt eða er einhver einráður í því. Ég fer þá leið sem ég tel best fyrir félagið, og ég hef bara hagsmuni félagsins fyrir brjósti. Ef einhver annar segir að við þurfum að fara aðra leið. Þá ber ég virðingu fyrir því, því ég vil bara KR því besta. Ég held samt bara að á þessum tímum, þar sem eins og þú talar um, úrslit skipta öllu máli, að menn eru dæmdir á úrslitum. Það er nauðsynlegt að einhver í okkar fagi, það er að segja þjálfararnir hafi kjark til þess að standa hérna fyrir framan þig, og halda andliti og trúa enn þá á eitthvað sem er stærra heldur en það að vinna leik hér og þar. Ég held það sé nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta, að þetta KR verkefni sé til. Ég held það sé bara þannig, svo geta menn verið ósammála mér, og ég hef fullan skilning að flestir skilja ekkert í því hvað við erum að gera. Vegna þess að undirliggjandi og grunn kenning flestra um íslenskan fótbolta er það að þetta snýst um að ná í þrjú stig í hverjum einasta leik. Ég er ekki tilbúinn að fórna mínum hugmyndum til þess að ná í þrjú stig í hverjum leik. Ég ætla hins vegar á einhverjum tímapunkti að ná í þrjú stig í sem flestum leikjum með minni hugmyndafræði. Ég er ekki tilbúinn að gera eins og Valur gerði í dag, sem er að eiga kannski 110 heppnaðar sendingar. Ég er ekki tilbúinn til þess. Það verður einhver annar að gera það, ég myndi bara fá æluna upp í kok og sennilega bara hugsa: Er ekki bara best að hætta þessu og fara að gera eitthvað annað? Þannig menn verða bara að þola að ég er öðruvísi en aðrir, og menn verða bara að þola það þangað til ég stend ekki fyrir framan þig og tala við þig. Vegna þess að eins og staðan er núna er ég ekki að fara. Ég veit ekki hvernig þetta fer, en ég elska að vinna með þessum strákum, og elska að vinna í KR. Við verðum bara að sjá hvernig þetta endar,“ sagði Óskar. Klippa: Óskar Hrafn viðtal eftir tap Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
„Ef viðtökum úrslitin þá er auðvitað ömurleg tilfinning að tapa fyrir Val 6-1, það er klár mál. Um miðjan seinni hálfleik er staðan 3-1, við fáum dauðafæri, erum eina liðið á vellinum og erum með augnablikið með okkur. Við erum búnir að vera eina liðið vellinum allan seinni hálfleikinn. Hvað á ég að gera þá, geri þrjár skiptingar. Náði ekki að breyta leiknum, tók ég taktinn úr liðinu? Svo bara hættum við, við bara ljúkum keppni og verðum ólíkir sjálfum okkar, gefumst upp. Kannski er það hluti af þroskaferli liðs sem er að byrja sína vegferð. Það er hættulegt þegar þú ert að reyna að búa til lið og reyna að gera hlutina á annan hátt. Við reynum ekki að stytta okkur leið, við reynum að halda í boltann, við reynum að spila okkur í gegn, stöndum hátt, stöndum maður á mann. Þá einhvern veginn geta komið svona skellir. Eins ömurlega óþægilegir og þeir eru, þá eru þeir nauðsynlegir. Ég er ekki að fara láta gleðina af því að vinna með þessum mönnum og ánægjuna af því að mæta með þeim á hverjum einasta degi, ég er ekki að fara láta þennan leik eyðileggja það. Ég er ekki að fara láta þetta skilgreina alla vinnuna sem við höfum unnið þetta hingað til. Það er það sem er fram undan. Þú ert eiginlega ekki dæmdur af því hvernig þú hrasar, vegna þess að það er klárt mál að við hrösuðum illilega á andlitið í dag. Þú ert frekar dæmdur á því hvernig þú stendur upp eftir að þú féllst. Hvernig kemur liðið út úr þessu, fara menn að benda hver á annan, leita að sökudólgum og fara í fílu. Eða mun þetta enn frekar þétta hópinn? Við töpuðum 6-1, við töpuðum saman. Það skiptir engu máli hvort það sé ég eða leikmennirnir eða Lúlli liðsstjóri, við töpuðum saman. Þá kemur spurningin sem er alltaf stóri dómurinn um það hversu sterkur hópurinn er, hvað gerir hann þegar svona fer? Hvernig bregst hann við? Við fáum ekki svarið við því, því miður fyrr en einhvern tíma á næstunni,“ sagði Óskar í langri ræðu strax eftir leik. Óskar var ekki kátur á hliðarlínunni í kvöld.Pawel Cieslikiwicz/Vísir KR hefur gengið illa upp á síðkastið að safna stigum og KR hefur alltaf ætlað sér að ná úrslitum. Þá er spurning hversu lengi þolinmæðin endist hjá KR. „Ég get ekki dæmt um það, ég er auðvitað yfirmaður knattspyrnumála líka, en ég þarf að sitja hjá í þeirri umræðu. Ég held að menn þurfi að horfa á þetta yfir lengri tíma. Það er hægt að horfa á þetta á marga vegu, stiganlega séð er þetta óásættanlegt. Tölfræðilega séð er þetta mjög jákvætt, úrslitin gefa ekki rétta mynd miðað við tölfræðina. Hvað erum við búnir að gera? Við erum búnir að breyta liðinu töluvert, við erum að spila fjölmörgum ungum uppöldum KR-ingum. Það fer bara eftir því hvað menn vilja fá út úr þessu. Ef að menn vilja fá Íslandsmeistaratitil 2025. Þá get ég vel skilið að menn vilji fara aðra leið og ég ber fulla virðingu fyrir því. Ég á ekki neitt eða er einhver einráður í því. Ég fer þá leið sem ég tel best fyrir félagið, og ég hef bara hagsmuni félagsins fyrir brjósti. Ef einhver annar segir að við þurfum að fara aðra leið. Þá ber ég virðingu fyrir því, því ég vil bara KR því besta. Ég held samt bara að á þessum tímum, þar sem eins og þú talar um, úrslit skipta öllu máli, að menn eru dæmdir á úrslitum. Það er nauðsynlegt að einhver í okkar fagi, það er að segja þjálfararnir hafi kjark til þess að standa hérna fyrir framan þig, og halda andliti og trúa enn þá á eitthvað sem er stærra heldur en það að vinna leik hér og þar. Ég held það sé nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta, að þetta KR verkefni sé til. Ég held það sé bara þannig, svo geta menn verið ósammála mér, og ég hef fullan skilning að flestir skilja ekkert í því hvað við erum að gera. Vegna þess að undirliggjandi og grunn kenning flestra um íslenskan fótbolta er það að þetta snýst um að ná í þrjú stig í hverjum einasta leik. Ég er ekki tilbúinn að fórna mínum hugmyndum til þess að ná í þrjú stig í hverjum leik. Ég ætla hins vegar á einhverjum tímapunkti að ná í þrjú stig í sem flestum leikjum með minni hugmyndafræði. Ég er ekki tilbúinn að gera eins og Valur gerði í dag, sem er að eiga kannski 110 heppnaðar sendingar. Ég er ekki tilbúinn til þess. Það verður einhver annar að gera það, ég myndi bara fá æluna upp í kok og sennilega bara hugsa: Er ekki bara best að hætta þessu og fara að gera eitthvað annað? Þannig menn verða bara að þola að ég er öðruvísi en aðrir, og menn verða bara að þola það þangað til ég stend ekki fyrir framan þig og tala við þig. Vegna þess að eins og staðan er núna er ég ekki að fara. Ég veit ekki hvernig þetta fer, en ég elska að vinna með þessum strákum, og elska að vinna í KR. Við verðum bara að sjá hvernig þetta endar,“ sagði Óskar. Klippa: Óskar Hrafn viðtal eftir tap
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira