Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júní 2025 06:44 Guðrún Hafsteinsdóttir segir Kristrúnu Frostadóttur vera þagga niður í gagnrýni. Samsett/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. „Það sem við urðum vitni að í Kastljósi í gærkvöld er nýr kafli í pólitískum vinnubrögðum forsætisráðherra og hann er áhyggjuefni fyrir alla sem vilja sjá heilbrigt og virkt lýðræði,“ skrifar Guðrún Hafsteinsdóttir í aðsendri grein á Vísi. Í viðtali í Kastljósi í sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra minnihlutann tala um breytingar á veiðigjöldum „í falsfréttastíl.“ Þingmenn hafa talað dögum saman um breytingarnar sem Hanna Kristín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði til að yrðu gerðar á veiðigjöldunum og stóðu umræður í gærkvöldi til um klukkan hálf þrjú. „Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. Guðrún segir málið grafalvarlegt og tilraun ráðherrans til að þagga niður í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Það er grafalvarlegt þegar forsætisráðherra – æðsti embættismaður þjóðarinnar – vænir þá sem gagnrýna ríkisstjórnina um að tala í falsfréttastíl. Slíkt tal á ekkert skylt við stjórnmál sem byggja á málefnalegri umræðu, rökum og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Það er hins vegar bein tilraun til að þagga niður í gagnrýni og merkja andstæðinga sem óheiðarlega.“ Hún segir Kristrúnu nýta sér popúlisma til að gera óvini úr þeim sem spyrja nauðsynlegra spurninga. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt neitt rangt í umræðunum og því hafi ráðherrann „ákveðið að grípa til gífuryrða.“ „Í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hefur sætt harðri og rökstuddri gagnrýni – meðal annars frá sveitarfélögum vítt og breitt um landið, sem hafa lýst alvarlegum áhyggjum af áhrifum þess á byggðir og atvinnulíf – kýs forsætisráðherra að gera lítið úr þessari umræðu og stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu athugasemdir við orð Kristrúnar á þingfundi í gærkvöldi. Þar á meðal var Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem krafðist þess að ráðherrann myndi draga orð sín til baka. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki trúa því að Kristrún hafi látið þessi orð falla og krafðist afsökunarbeiðni. Sé ábyrgt að stöðva óvönduð frumvörp Guðrún segir staðreyndir málsins liggja fyrir, til að mynda hafi tvær ríkisstofnanir bent á að forsendur frumvarpsins séu rangar og að sveitarfélög hafi sameinast um andstöðu og varað við samfélagslegum afleiðingum. Hún kallar frumvarpið óvandað og því þurfi að ræða það ítarlega. „Stjórnarandstaðan hefur aðeins eitt tæki til að bregðast við þegar óvandað frumvarp er keyrt í gegn á lokadögum þings – og það er að tala. Að spyrja. Að taka málefnalega umræðu. Að vanda okkur,“ segir hún. „Það er lýðræðisleg skylda okkar í þeirri stöðu sem upp er komin.“ Hún segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla halda áfram að tala en markmiðið sé ekki að tefja heldur vernda. „Vernda atvinnulífið, byggðirnar, fólkið í landinu. Við sjáum í gegnum orðræðu sem reynir að gera ábyrgð tortryggilega og andstöðu að skömm. Það er ekki ábyrgt að keyra slæm lög í gegn með valdboði. Það er ábyrgt að stöðva þau.“ Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
„Það sem við urðum vitni að í Kastljósi í gærkvöld er nýr kafli í pólitískum vinnubrögðum forsætisráðherra og hann er áhyggjuefni fyrir alla sem vilja sjá heilbrigt og virkt lýðræði,“ skrifar Guðrún Hafsteinsdóttir í aðsendri grein á Vísi. Í viðtali í Kastljósi í sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra minnihlutann tala um breytingar á veiðigjöldum „í falsfréttastíl.“ Þingmenn hafa talað dögum saman um breytingarnar sem Hanna Kristín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði til að yrðu gerðar á veiðigjöldunum og stóðu umræður í gærkvöldi til um klukkan hálf þrjú. „Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. Guðrún segir málið grafalvarlegt og tilraun ráðherrans til að þagga niður í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Það er grafalvarlegt þegar forsætisráðherra – æðsti embættismaður þjóðarinnar – vænir þá sem gagnrýna ríkisstjórnina um að tala í falsfréttastíl. Slíkt tal á ekkert skylt við stjórnmál sem byggja á málefnalegri umræðu, rökum og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Það er hins vegar bein tilraun til að þagga niður í gagnrýni og merkja andstæðinga sem óheiðarlega.“ Hún segir Kristrúnu nýta sér popúlisma til að gera óvini úr þeim sem spyrja nauðsynlegra spurninga. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt neitt rangt í umræðunum og því hafi ráðherrann „ákveðið að grípa til gífuryrða.“ „Í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hefur sætt harðri og rökstuddri gagnrýni – meðal annars frá sveitarfélögum vítt og breitt um landið, sem hafa lýst alvarlegum áhyggjum af áhrifum þess á byggðir og atvinnulíf – kýs forsætisráðherra að gera lítið úr þessari umræðu og stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu athugasemdir við orð Kristrúnar á þingfundi í gærkvöldi. Þar á meðal var Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem krafðist þess að ráðherrann myndi draga orð sín til baka. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki trúa því að Kristrún hafi látið þessi orð falla og krafðist afsökunarbeiðni. Sé ábyrgt að stöðva óvönduð frumvörp Guðrún segir staðreyndir málsins liggja fyrir, til að mynda hafi tvær ríkisstofnanir bent á að forsendur frumvarpsins séu rangar og að sveitarfélög hafi sameinast um andstöðu og varað við samfélagslegum afleiðingum. Hún kallar frumvarpið óvandað og því þurfi að ræða það ítarlega. „Stjórnarandstaðan hefur aðeins eitt tæki til að bregðast við þegar óvandað frumvarp er keyrt í gegn á lokadögum þings – og það er að tala. Að spyrja. Að taka málefnalega umræðu. Að vanda okkur,“ segir hún. „Það er lýðræðisleg skylda okkar í þeirri stöðu sem upp er komin.“ Hún segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla halda áfram að tala en markmiðið sé ekki að tefja heldur vernda. „Vernda atvinnulífið, byggðirnar, fólkið í landinu. Við sjáum í gegnum orðræðu sem reynir að gera ábyrgð tortryggilega og andstöðu að skömm. Það er ekki ábyrgt að keyra slæm lög í gegn með valdboði. Það er ábyrgt að stöðva þau.“
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira