Óbreyttir borgarar féllu í árásum Rússa á úkraínskar borgir Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2025 12:22 Rússneskur hermaður hleður fallbyssu og býr sig undir að skjóta á Úkraínumenn á ónefndum stað í Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið birti myndina í dag. AP/varnarmálaráðuneyti Rússlands Að minnsta kosti sextán óbreyttir borgarar eru sagðir hafa látist og hátt í hundrað til viðbótar særst í árásum Rússa á úkraínskar borgir síðasta sólarhringinn. Forseti Úkraínu freistar þess að fá bandamenn landsins til þess að veita því frekari hernaðaraðstoð á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í dag. Rússar beittu drónum, eldflaugum og stórskotaliði á íbúðahverfi í úkraínskum borgum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir hafa ekki hikað við slíkt í innrásarstríði sínu sem hefur nú geisað í vel á fjórða ár. Sjö manns eru sagðir hafa fallið í Dnípro og um sjötíu særst þegar rússneskar skotflaugar hæfðu nokkur borgaraleg skotmörk þar um miðjan dag að staðartíma. Í bænum Samar í nágrenni Dnípro féllu tveir og níu særðust samkvæmt sveitarstjóra þar. Borys Filatov, borgarstjóri Dnípro, segir að nítján skólar, tíu leikskólar, verknámsskóli, tónlistarskóli og félagsmálastofnun hafi orðið fyrir skemmdum í árásunum. Þá sprungu rúður í farþegalest við sprengingarnar. Þá féllu fjórir og fleiri særðust þegar rússneskum sprengjum rigndi yfir Kherson-hérað í sunnanverðri Úkraínu, að sögn yfirmanns herstjórnar Úkraínumanna þar. Í gær féllu þrír óbreyttir borgarar, þar á meðal fimm ára drengur í drónaárás Rússa á Súmyhérað í norðausturhluta landsins. Tólf ára drengur og sautján ára gömul stúlka særðust einnig að sögn embættismanna þar. Reynir að tryggja Úkraínu frekari aðstoð á leiðtogafundi Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, verður viðstaddur leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í Hollandi í dag. Þar er hann sagður ætla að reyna að fá bandalagsríki Úkraínu til þess að skuldbinda sig til þess að veita landinu frekari stuðning í að hrinda innrás Rússa. Selenskíj Úkraínuforseti (t.v.) ræðir við Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, í aðdraganda leiðtogafundar NATO sem fer fram í Haag í dag.AP/Markus Schreiber Óljóst er hvort að Bandaríkjastjórn, sem hefur veitt mestan stuðning til þessa, muni halda því áfram undir stjórn repúblikana. Hernaðaraðstoð sem var samþykkt í tíð Joes Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er sögð renna út á allra næstu mánuðum. Útsendarar Bandaríkjastjórnar hafa ítrekað tekið upp málstað Rússa um stríðið Úkraínu á undanförnum vikum og mánuði. Þá er núverandi Bandaríkjaforseti talinn hafa áhuga á að segja skilið við Atlantshafsbandalagið. Sérfræðingar telja að helsta markmið evrópskra leiðtoga á fundinum í dag sé að friðþægja forsetann með fyrirheitum um aukin útgjöld til varnarmála í þeirri von að það fái hann til þess að draga Bandaríkin ekki út úr bandalaginu. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tengdar fréttir „Gríðarstór“ árás á höfuðborgina Að minnsta kosti fjórir létust í árásum Rússa á Kænugarð og nágrenni borgarinnar í nótt. Þrettán eru særðir en árásinni er lýst sem gríðarstórri. 23. júní 2025 06:30 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Rússar beittu drónum, eldflaugum og stórskotaliði á íbúðahverfi í úkraínskum borgum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir hafa ekki hikað við slíkt í innrásarstríði sínu sem hefur nú geisað í vel á fjórða ár. Sjö manns eru sagðir hafa fallið í Dnípro og um sjötíu særst þegar rússneskar skotflaugar hæfðu nokkur borgaraleg skotmörk þar um miðjan dag að staðartíma. Í bænum Samar í nágrenni Dnípro féllu tveir og níu særðust samkvæmt sveitarstjóra þar. Borys Filatov, borgarstjóri Dnípro, segir að nítján skólar, tíu leikskólar, verknámsskóli, tónlistarskóli og félagsmálastofnun hafi orðið fyrir skemmdum í árásunum. Þá sprungu rúður í farþegalest við sprengingarnar. Þá féllu fjórir og fleiri særðust þegar rússneskum sprengjum rigndi yfir Kherson-hérað í sunnanverðri Úkraínu, að sögn yfirmanns herstjórnar Úkraínumanna þar. Í gær féllu þrír óbreyttir borgarar, þar á meðal fimm ára drengur í drónaárás Rússa á Súmyhérað í norðausturhluta landsins. Tólf ára drengur og sautján ára gömul stúlka særðust einnig að sögn embættismanna þar. Reynir að tryggja Úkraínu frekari aðstoð á leiðtogafundi Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, verður viðstaddur leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í Hollandi í dag. Þar er hann sagður ætla að reyna að fá bandalagsríki Úkraínu til þess að skuldbinda sig til þess að veita landinu frekari stuðning í að hrinda innrás Rússa. Selenskíj Úkraínuforseti (t.v.) ræðir við Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, í aðdraganda leiðtogafundar NATO sem fer fram í Haag í dag.AP/Markus Schreiber Óljóst er hvort að Bandaríkjastjórn, sem hefur veitt mestan stuðning til þessa, muni halda því áfram undir stjórn repúblikana. Hernaðaraðstoð sem var samþykkt í tíð Joes Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er sögð renna út á allra næstu mánuðum. Útsendarar Bandaríkjastjórnar hafa ítrekað tekið upp málstað Rússa um stríðið Úkraínu á undanförnum vikum og mánuði. Þá er núverandi Bandaríkjaforseti talinn hafa áhuga á að segja skilið við Atlantshafsbandalagið. Sérfræðingar telja að helsta markmið evrópskra leiðtoga á fundinum í dag sé að friðþægja forsetann með fyrirheitum um aukin útgjöld til varnarmála í þeirri von að það fái hann til þess að draga Bandaríkin ekki út úr bandalaginu.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tengdar fréttir „Gríðarstór“ árás á höfuðborgina Að minnsta kosti fjórir létust í árásum Rússa á Kænugarð og nágrenni borgarinnar í nótt. Þrettán eru særðir en árásinni er lýst sem gríðarstórri. 23. júní 2025 06:30 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
„Gríðarstór“ árás á höfuðborgina Að minnsta kosti fjórir létust í árásum Rússa á Kænugarð og nágrenni borgarinnar í nótt. Þrettán eru særðir en árásinni er lýst sem gríðarstórri. 23. júní 2025 06:30
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“