Ísland á toppnum eftir fyrri daginn og Andrea með Íslandsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2025 19:45 Andrea Kolbeinsdóttir brosti út að eyrum eftir frábært hlaup sitt í Slóveníu í dag. @icelandathletics Íslenska frjálsíþróttalandsliðið stóð sig mjög vel á fyrri degi Evrópubikars sem fer fram þessa dagana í Maribor í Slóveníu. Íslenska liðið er á toppnum í stigakeppninni eftir fyrri daginn með 260 stig en búnar eru 20 greinar af 37. Í öðru sæti er Lúxemborg með 219,5 stig og þriðju eru Moldóvar með 203 stig. En efstu þrjú liðin færast upp um deild og keppa því í 2. deild á Evrópubikar 2027. Íslensku keppendurnir voru í fyrstu þremur sætunum í fimmtán greinum af þeim tuttugu sem keppt var í í dag, þrjár persónulegar bætingar litu dagsins ljós sem og eitt Íslandsmet. Hápunkturinn var þegar Andrea Kolbeinsdóttir bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi þegar hún kom önnur í mark á 10:07,38 mín. Hún bætti metið um rúmlega eina sekúndu, en eldra met hennar var 10:08,85 mín. Glæsilegt hjá henni Andreu, en þetta er annað Íslandsmetið sem hún setur á innan við viku, því hún setti líka met í í 5 kílómetra götuhlaupi. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Hilmar Örn Jónsson setti tóninn strax í fyrstu grein dagsins, sleggjukasti karla, þar sem hann sigraði með kasti upp á 73,44 metra, sem er annað besta kast hans síðastliðið ár. Ívar Kristinn Jasonarson vann 400 metra grindahlaup karla á 52,06 sekúndum, sem er annar besti árangur hans á síðustu tveimur árum. Karen Sif Ársælsdóttir sigraði stangarstökk kvenna, en hún stökk 3,35 metra og Arndís Diljá Óskarsdóttir vann spjótkast kvenna með kasti upp á 51,60 metra. Boðhlaupssveitirnar toppuðu svo frábæran dag með því að sigra bæði 4×100 m boðhlaup kvenna og 4×100 m boðhlaup karla. Kvennasveitina skipuðu Júlía Kristín Jóhannesdóttir, María Helga Högnadóttir, Ísold Sævarsdóttir og Eir Chang Hlésdóttir og komu þær í mark á 46.03 sekúndum.Karlasveitina skipuðu Sveinbjörn Óli Svavarsson, Arnar Logi Brynjarsson, Þorleifur Einar Leifsson og Kristófer Þorgrímsson og komu þeir í mark á 40,85 sekúndum. Hér má sjá samantekt Frjálsíþróttasambandsins frá deginum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Sjá meira
Íslenska liðið er á toppnum í stigakeppninni eftir fyrri daginn með 260 stig en búnar eru 20 greinar af 37. Í öðru sæti er Lúxemborg með 219,5 stig og þriðju eru Moldóvar með 203 stig. En efstu þrjú liðin færast upp um deild og keppa því í 2. deild á Evrópubikar 2027. Íslensku keppendurnir voru í fyrstu þremur sætunum í fimmtán greinum af þeim tuttugu sem keppt var í í dag, þrjár persónulegar bætingar litu dagsins ljós sem og eitt Íslandsmet. Hápunkturinn var þegar Andrea Kolbeinsdóttir bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi þegar hún kom önnur í mark á 10:07,38 mín. Hún bætti metið um rúmlega eina sekúndu, en eldra met hennar var 10:08,85 mín. Glæsilegt hjá henni Andreu, en þetta er annað Íslandsmetið sem hún setur á innan við viku, því hún setti líka met í í 5 kílómetra götuhlaupi. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Hilmar Örn Jónsson setti tóninn strax í fyrstu grein dagsins, sleggjukasti karla, þar sem hann sigraði með kasti upp á 73,44 metra, sem er annað besta kast hans síðastliðið ár. Ívar Kristinn Jasonarson vann 400 metra grindahlaup karla á 52,06 sekúndum, sem er annar besti árangur hans á síðustu tveimur árum. Karen Sif Ársælsdóttir sigraði stangarstökk kvenna, en hún stökk 3,35 metra og Arndís Diljá Óskarsdóttir vann spjótkast kvenna með kasti upp á 51,60 metra. Boðhlaupssveitirnar toppuðu svo frábæran dag með því að sigra bæði 4×100 m boðhlaup kvenna og 4×100 m boðhlaup karla. Kvennasveitina skipuðu Júlía Kristín Jóhannesdóttir, María Helga Högnadóttir, Ísold Sævarsdóttir og Eir Chang Hlésdóttir og komu þær í mark á 46.03 sekúndum.Karlasveitina skipuðu Sveinbjörn Óli Svavarsson, Arnar Logi Brynjarsson, Þorleifur Einar Leifsson og Kristófer Þorgrímsson og komu þeir í mark á 40,85 sekúndum. Hér má sjá samantekt Frjálsíþróttasambandsins frá deginum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Sjá meira