Ísland á toppnum eftir fyrri daginn og Andrea með Íslandsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2025 19:45 Andrea Kolbeinsdóttir brosti út að eyrum eftir frábært hlaup sitt í Slóveníu í dag. @icelandathletics Íslenska frjálsíþróttalandsliðið stóð sig mjög vel á fyrri degi Evrópubikars sem fer fram þessa dagana í Maribor í Slóveníu. Íslenska liðið er á toppnum í stigakeppninni eftir fyrri daginn með 260 stig en búnar eru 20 greinar af 37. Í öðru sæti er Lúxemborg með 219,5 stig og þriðju eru Moldóvar með 203 stig. En efstu þrjú liðin færast upp um deild og keppa því í 2. deild á Evrópubikar 2027. Íslensku keppendurnir voru í fyrstu þremur sætunum í fimmtán greinum af þeim tuttugu sem keppt var í í dag, þrjár persónulegar bætingar litu dagsins ljós sem og eitt Íslandsmet. Hápunkturinn var þegar Andrea Kolbeinsdóttir bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi þegar hún kom önnur í mark á 10:07,38 mín. Hún bætti metið um rúmlega eina sekúndu, en eldra met hennar var 10:08,85 mín. Glæsilegt hjá henni Andreu, en þetta er annað Íslandsmetið sem hún setur á innan við viku, því hún setti líka met í í 5 kílómetra götuhlaupi. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Hilmar Örn Jónsson setti tóninn strax í fyrstu grein dagsins, sleggjukasti karla, þar sem hann sigraði með kasti upp á 73,44 metra, sem er annað besta kast hans síðastliðið ár. Ívar Kristinn Jasonarson vann 400 metra grindahlaup karla á 52,06 sekúndum, sem er annar besti árangur hans á síðustu tveimur árum. Karen Sif Ársælsdóttir sigraði stangarstökk kvenna, en hún stökk 3,35 metra og Arndís Diljá Óskarsdóttir vann spjótkast kvenna með kasti upp á 51,60 metra. Boðhlaupssveitirnar toppuðu svo frábæran dag með því að sigra bæði 4×100 m boðhlaup kvenna og 4×100 m boðhlaup karla. Kvennasveitina skipuðu Júlía Kristín Jóhannesdóttir, María Helga Högnadóttir, Ísold Sævarsdóttir og Eir Chang Hlésdóttir og komu þær í mark á 46.03 sekúndum.Karlasveitina skipuðu Sveinbjörn Óli Svavarsson, Arnar Logi Brynjarsson, Þorleifur Einar Leifsson og Kristófer Þorgrímsson og komu þeir í mark á 40,85 sekúndum. Hér má sjá samantekt Frjálsíþróttasambandsins frá deginum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Sjá meira
Íslenska liðið er á toppnum í stigakeppninni eftir fyrri daginn með 260 stig en búnar eru 20 greinar af 37. Í öðru sæti er Lúxemborg með 219,5 stig og þriðju eru Moldóvar með 203 stig. En efstu þrjú liðin færast upp um deild og keppa því í 2. deild á Evrópubikar 2027. Íslensku keppendurnir voru í fyrstu þremur sætunum í fimmtán greinum af þeim tuttugu sem keppt var í í dag, þrjár persónulegar bætingar litu dagsins ljós sem og eitt Íslandsmet. Hápunkturinn var þegar Andrea Kolbeinsdóttir bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi þegar hún kom önnur í mark á 10:07,38 mín. Hún bætti metið um rúmlega eina sekúndu, en eldra met hennar var 10:08,85 mín. Glæsilegt hjá henni Andreu, en þetta er annað Íslandsmetið sem hún setur á innan við viku, því hún setti líka met í í 5 kílómetra götuhlaupi. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Hilmar Örn Jónsson setti tóninn strax í fyrstu grein dagsins, sleggjukasti karla, þar sem hann sigraði með kasti upp á 73,44 metra, sem er annað besta kast hans síðastliðið ár. Ívar Kristinn Jasonarson vann 400 metra grindahlaup karla á 52,06 sekúndum, sem er annar besti árangur hans á síðustu tveimur árum. Karen Sif Ársælsdóttir sigraði stangarstökk kvenna, en hún stökk 3,35 metra og Arndís Diljá Óskarsdóttir vann spjótkast kvenna með kasti upp á 51,60 metra. Boðhlaupssveitirnar toppuðu svo frábæran dag með því að sigra bæði 4×100 m boðhlaup kvenna og 4×100 m boðhlaup karla. Kvennasveitina skipuðu Júlía Kristín Jóhannesdóttir, María Helga Högnadóttir, Ísold Sævarsdóttir og Eir Chang Hlésdóttir og komu þær í mark á 46.03 sekúndum.Karlasveitina skipuðu Sveinbjörn Óli Svavarsson, Arnar Logi Brynjarsson, Þorleifur Einar Leifsson og Kristófer Þorgrímsson og komu þeir í mark á 40,85 sekúndum. Hér má sjá samantekt Frjálsíþróttasambandsins frá deginum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Sjá meira