Bassi Maraj sakfelldur fyrir líkamsárás Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 12:27 Bassi Maraj var í raunveruleikaþáttunum Æði auk þess sem hann gefur út tónlist. Vísir/Vilhelm Raunveruleikastjarnan Bassi Maraj hefur verið sakfelldur fyrir líkamsáras á leigubílstjóra. Atvikið átti sér stað fyrir rúmum tveimur árum. Greint var frá í lok maí að Bassi, réttu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, hefði verið ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra fyrir utan heimilið sitt 11. febrúar árið 2023. DV greinir frá að Bassi hafi verið sakfelldur fyrir líkamsárás og dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þurfti að greiða bílstjóranum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá greiddi hann rúmlega 167 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti leigubílstjórinn Bassa í febrúar 2023 auk tveggja annara seint að kvöldi til í miðbæ Reykjavíkur. Einn farþegi fór út í Skeifunni án þess að borga að sögn bílstjórans en svo var förinni heitið í Bryggjuhverfið að heimili Bassa. Hann krafðist greiðslu upp á fjórtán þúsund krónur fyrir aksturinn. Bassi neitaði að greiða og yfirgaf bílinn samkvæmt bílstjóranum en í yfirheyrslu lögreglu segist Bassi hafa ætlað að ná í vin sinn til að borga. Bílstjórinn elti Bassa og tók af honum símann en stjarnan brást illa við því. Í ákærunni segir að hann hafi bitið í hnakka og öxl bílstjórans, kýlt hann í ennið, tekið hann kverkataki og vafið greiðslupokasnúru um háls hans. Samkvæmt dómnum hlaut brotaþoli mar, bitför og aðra yfirborðsáverka vegna árásarinnar. Hann hafi óttast um líf sitt. Þá segir að Bassi hafi verið í miklu uppnámi þar sem að bílstjórinn hafi tekið af honum símann og ætlað að aka burt með hann. „Allt hans líf sé í símanum, en hann noti ekki öryggisnúmer til að komast inn í símann og því væri auðvelt fyrir aðra að komast í viðkvæm gögn ákærða. Síminn hafi verið nýlegur og kostað yfir 300 þúsund krónur,“ segir í dómnum. Dómarinn taldi að þar sem að átökin snerust um símann hafi Bassi ekki ætlað sér að meiða bílstjórann heldur einungis endurheimta símann. Bassi var því, líkt og áður kom fram, sakfelldur fyrir líkamsárás en sýknaður af því að hafa kýlt brotaþola og hert snúruna að hálsi hans. Að auki fundust 0,08 grömm af amfetamíni í poka í vasa Bassa. Hann sagðist ekki kannast við efnin sem lögregla fór með til eyðingar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Greint var frá í lok maí að Bassi, réttu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, hefði verið ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra fyrir utan heimilið sitt 11. febrúar árið 2023. DV greinir frá að Bassi hafi verið sakfelldur fyrir líkamsárás og dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þurfti að greiða bílstjóranum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá greiddi hann rúmlega 167 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti leigubílstjórinn Bassa í febrúar 2023 auk tveggja annara seint að kvöldi til í miðbæ Reykjavíkur. Einn farþegi fór út í Skeifunni án þess að borga að sögn bílstjórans en svo var förinni heitið í Bryggjuhverfið að heimili Bassa. Hann krafðist greiðslu upp á fjórtán þúsund krónur fyrir aksturinn. Bassi neitaði að greiða og yfirgaf bílinn samkvæmt bílstjóranum en í yfirheyrslu lögreglu segist Bassi hafa ætlað að ná í vin sinn til að borga. Bílstjórinn elti Bassa og tók af honum símann en stjarnan brást illa við því. Í ákærunni segir að hann hafi bitið í hnakka og öxl bílstjórans, kýlt hann í ennið, tekið hann kverkataki og vafið greiðslupokasnúru um háls hans. Samkvæmt dómnum hlaut brotaþoli mar, bitför og aðra yfirborðsáverka vegna árásarinnar. Hann hafi óttast um líf sitt. Þá segir að Bassi hafi verið í miklu uppnámi þar sem að bílstjórinn hafi tekið af honum símann og ætlað að aka burt með hann. „Allt hans líf sé í símanum, en hann noti ekki öryggisnúmer til að komast inn í símann og því væri auðvelt fyrir aðra að komast í viðkvæm gögn ákærða. Síminn hafi verið nýlegur og kostað yfir 300 þúsund krónur,“ segir í dómnum. Dómarinn taldi að þar sem að átökin snerust um símann hafi Bassi ekki ætlað sér að meiða bílstjórann heldur einungis endurheimta símann. Bassi var því, líkt og áður kom fram, sakfelldur fyrir líkamsárás en sýknaður af því að hafa kýlt brotaþola og hert snúruna að hálsi hans. Að auki fundust 0,08 grömm af amfetamíni í poka í vasa Bassa. Hann sagðist ekki kannast við efnin sem lögregla fór með til eyðingar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira