Lögðu grunninn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2025 14:50 „Fjölskyldumynd“ af leiðtogum Atlantshafsbandalagsríkjanna á fundinum í Haag. AP/Sean Kilpatrick/The Canadian Press Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna samþykktu að stórauka hernaðarútgjöld sín næsta áratuginn og ítrekuðu samstöðu sína gagnvart vaxandi ógn úr austri á fundi þeirra í Haag í dag. Framkvæmdastjóri bandalagsins segir það leggja grunn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO. Lokayfirlýsing aðildarríkjanna 32 kveður á um að bandalagsríkin verji fimm prósent af vergri landsframleiðslu sinni á ári í varnar- og öryggismál fyrir árið 2035. Bandaríkjastjórn hefur um áratugaskeið þrýst á Evrópuríki að verja meira fé til eigin varna. „Saman hafa bandamennirnir lagt grunninn að sterkara, sanngjarnara og banvænna NATO. Þetta mun verða risastökk áfram í sameiginlegum vörnum okkar,“ sagði Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, þegar yfirlýsing fundarins var samþykkt. Þá væru aðildarríkin „óhagganleg“ í samstöðu sinni um gagnkvæmar öryggistryggingar sem kveðið er á um í stofnsáttmála bandalagsins. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað skapað vafa um hvort að undir stjórn hans muni Bandaríkin standa við sínar skuldbindingar í þeim efnum. Fara aftur til varnarútgjalda kaldastríðsáranna Samstaðan um útgjaldaaukninguna var þó ekki alger. Spænsk stjórnvöld höfðu þegar lýst því yfir að þau gætu ekki náð fimm prósenta markmiðinu, Belgar eru hikandi og Slóvakar sömuleiðis. Íslensk stjórnvöld segjast stefna á að verja 1,5 prósent af landsframleiðslu á ári í öryggis- og varnarmál og segja almennan skilning á því á meðal bandalagsríkjanna. Innspýtingin í öryggis- og varnarmál er ekki síst knúin áfram af ótta Evrópuríkja við það að stjórnvöld í Kreml snúi stríðsvél sinni lengra til vesturs eftir að hún hefur lokið sér af í Úkraínu. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 samþykkti NATO-ríkin að verja tveimur prósentum af landsframleiðslu sinni á ári til hernaðarmála. Í fyrra stefndi í að 22 ríki næðu því markmiði en til samanburðar voru ríkin aðeins þrjú fyrir tíu árum. Alexander Stubb, forseti Finnlands.AP/Matthias Schrader Alexander Stubb, forseti Finnlands, sagði að með ákvörðun leiðtogafundarins í dag yrðu útgjöld Evrópuríkja til varnarmála sambærileg við þau sem tíðkuðust í kalda stríðinu. Það væri sigur fyrir bæði Bandaríkjaforseta og Evrópuríki. „Við verðum nú vitni að fæðingu nýs NATO, sem þýðir NATO í betra jafnvægi,“ sagði Stubb. Leggja meiri áherslu á eigin varnir vegna Rússlands og Bandaríkjanna Óháð kröfum Bandaríkjastjórnar um að Evrópuríki verji meira fé til eigin varna hafa þau stigið stór skref að undanförnu í að endurnýja vopnabúr sín og varnargetu. Evrópusambandið stefnir þannig að því að aðildarríkin leggi um 800 milljarða evra í að styrkja varnarinnviði sína fyrir árið 2030. Það samþykkti einnig nýlega að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að lána aðildarríkjum fyrir sameiginlegum varnarverkefnum. Þó að ógnin af Rússum sé meginástæða þessarar auknu áherslu á varnir Evrópu spilar óttinn við að Bandaríkin undir stjórn núverandi forseta annað hvort dragi sig út úr NATO eða standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart því. Sá ótti stigmagnaðist eftir uppákomu í vetur þar sem Bandaríkjastjórn stöðvaði tímabundið hernaðaraðstoð við Úkraínu í kjölfar hitafundar forsetans og varaforsetans með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu í lok febrúar. Evrópuríki hafa lagt mikla áherslu á að styðja Úkraínumenn í að hrinda innrás Rússa en Bandaríkjastjórn hefur sýnt takmarkaðan áhuga á því eftir stjórnarskipti vestanhafs í janúar. NATO Holland Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55 Hafnar tillögu um að verja fimm prósentum í varnamál Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur hafnað tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Hann segist vilja sveigjanlegri formúlu og að slík markmið séu ekki aðeins ósanngjörn heldur hafi þau einnig þveröfug áhrif. 20. júní 2025 08:15 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Sjá meira
Lokayfirlýsing aðildarríkjanna 32 kveður á um að bandalagsríkin verji fimm prósent af vergri landsframleiðslu sinni á ári í varnar- og öryggismál fyrir árið 2035. Bandaríkjastjórn hefur um áratugaskeið þrýst á Evrópuríki að verja meira fé til eigin varna. „Saman hafa bandamennirnir lagt grunninn að sterkara, sanngjarnara og banvænna NATO. Þetta mun verða risastökk áfram í sameiginlegum vörnum okkar,“ sagði Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, þegar yfirlýsing fundarins var samþykkt. Þá væru aðildarríkin „óhagganleg“ í samstöðu sinni um gagnkvæmar öryggistryggingar sem kveðið er á um í stofnsáttmála bandalagsins. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað skapað vafa um hvort að undir stjórn hans muni Bandaríkin standa við sínar skuldbindingar í þeim efnum. Fara aftur til varnarútgjalda kaldastríðsáranna Samstaðan um útgjaldaaukninguna var þó ekki alger. Spænsk stjórnvöld höfðu þegar lýst því yfir að þau gætu ekki náð fimm prósenta markmiðinu, Belgar eru hikandi og Slóvakar sömuleiðis. Íslensk stjórnvöld segjast stefna á að verja 1,5 prósent af landsframleiðslu á ári í öryggis- og varnarmál og segja almennan skilning á því á meðal bandalagsríkjanna. Innspýtingin í öryggis- og varnarmál er ekki síst knúin áfram af ótta Evrópuríkja við það að stjórnvöld í Kreml snúi stríðsvél sinni lengra til vesturs eftir að hún hefur lokið sér af í Úkraínu. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 samþykkti NATO-ríkin að verja tveimur prósentum af landsframleiðslu sinni á ári til hernaðarmála. Í fyrra stefndi í að 22 ríki næðu því markmiði en til samanburðar voru ríkin aðeins þrjú fyrir tíu árum. Alexander Stubb, forseti Finnlands.AP/Matthias Schrader Alexander Stubb, forseti Finnlands, sagði að með ákvörðun leiðtogafundarins í dag yrðu útgjöld Evrópuríkja til varnarmála sambærileg við þau sem tíðkuðust í kalda stríðinu. Það væri sigur fyrir bæði Bandaríkjaforseta og Evrópuríki. „Við verðum nú vitni að fæðingu nýs NATO, sem þýðir NATO í betra jafnvægi,“ sagði Stubb. Leggja meiri áherslu á eigin varnir vegna Rússlands og Bandaríkjanna Óháð kröfum Bandaríkjastjórnar um að Evrópuríki verji meira fé til eigin varna hafa þau stigið stór skref að undanförnu í að endurnýja vopnabúr sín og varnargetu. Evrópusambandið stefnir þannig að því að aðildarríkin leggi um 800 milljarða evra í að styrkja varnarinnviði sína fyrir árið 2030. Það samþykkti einnig nýlega að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að lána aðildarríkjum fyrir sameiginlegum varnarverkefnum. Þó að ógnin af Rússum sé meginástæða þessarar auknu áherslu á varnir Evrópu spilar óttinn við að Bandaríkin undir stjórn núverandi forseta annað hvort dragi sig út úr NATO eða standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart því. Sá ótti stigmagnaðist eftir uppákomu í vetur þar sem Bandaríkjastjórn stöðvaði tímabundið hernaðaraðstoð við Úkraínu í kjölfar hitafundar forsetans og varaforsetans með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu í lok febrúar. Evrópuríki hafa lagt mikla áherslu á að styðja Úkraínumenn í að hrinda innrás Rússa en Bandaríkjastjórn hefur sýnt takmarkaðan áhuga á því eftir stjórnarskipti vestanhafs í janúar.
NATO Holland Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55 Hafnar tillögu um að verja fimm prósentum í varnamál Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur hafnað tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Hann segist vilja sveigjanlegri formúlu og að slík markmið séu ekki aðeins ósanngjörn heldur hafi þau einnig þveröfug áhrif. 20. júní 2025 08:15 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Sjá meira
Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55
Hafnar tillögu um að verja fimm prósentum í varnamál Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur hafnað tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Hann segist vilja sveigjanlegri formúlu og að slík markmið séu ekki aðeins ósanngjörn heldur hafi þau einnig þveröfug áhrif. 20. júní 2025 08:15