„Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. júní 2025 20:02 Þau tímamót urðu í dag að þingmenn í minni- og meirihluta atvinnuveganefndar, þeir Ólafur Adolfsson Sjálfstæðisflokki og Eiríkur Björn Björgvinsson þingmaður Viðreisnar, voru sammála um tölur sem fram hafa komið varðandi veiðigjaldafrumvarpið. Vísir Allt stefnir í að met verði slegið í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi sem er þegar sú sjöunda lengsta í sögunni. Framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd segir staðfest að meirihluti nefndarinnar hafi reiknað veiðigjaldið rétt, þvert á það sem minnihlutinn hafi haldið fram. Þingfundur stóð fram til klukkan rúmlega þrjú í nótt og enn eina ferðina voru þingmenn stjórnarandstöðunnar þeir einu sem ræddu um breytingar á veiðigjöldum. Önnur umræða um veiðigjaldið hófst svo formlega að nýju um klukkan fjögur í dag sjöunda daginn í röð. Umræða um málið er nú þegar orðin um áttatíu og ein klukkustund og er í sjöunda sæti yfir lengstu umræðu um þingmál síðan Alþingi var sameinað í eina málstofu 1991. Meirihluti atvinnuveganefndar hafi verið með réttar tölur Þingmenn minnihlutans á Alþingi hafa í vikunni sagt forsendur veiðigjaldafrumvarpsins brostnar því tölur og útreikningar hafi reynst rangir. Atvinnuveganefnd fékk ríkisskattstjóra og skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins á fund til sín í morgun til að fá úr þessu skorið. Eiríkur Björn Björgvinsson fyrsti varaformaður nefndarinnar, þingmaður Viðreisnar og framsögumaður málsins, segir að í ljós hafi komið að meirihluti nefndarinnar hafi haft rétt fyrir sér, Réttar tölur Skattsins hafi legið fyrir strax frá 10. júní og þær hafi verið kynntar nefndinni 12. júní. „Það var staðfest á fundi nefndarinnar í dag að þau gögn sem við höfum verið að vinna með og hafa verið lögð fram í nefndaráliti meirihlutans eru réttar tölur. Það leiðir til þess miðað við útreikninga frá 2023 og 2024 að verði frumvarpið að lögum með breytingartillögum meirihlutans verður veiðigjaldið alls 17,7 milljarðar króna,“ segir Eiríkur Sammála um töluna Ólafur Adofsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur undir það að tölurnar séu réttar en telur enn rétt að vísa málinu frá. „Þessi fundur í morgun var góður og nefndin er ásátt um að við ætlum að miða við sömu tölu sem er rúmlega 57 krónur á kíló,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvort það þýði 17,7 milljarða í heildarveiðigjöld, svarar Ólafur því játandi. Hann segir þó að þetta muni litlu breyta varðandi afstöðu Sjálfstæðisflokksins til frumvarpsins. „Hún breytist að því leyti að menn eru alla vega að vinna með sömu tölu. En miðað við þær umsagnir sem hafa verið gerðar og upphaflega frumvarpið þá eru áhyggjurnar enn fyrir hendi. Ég geri fastlega ráð fyrir því að málið verði rætt áfram. Jafnvel um langa hríð ef stjórnarmeirihlutinn tekur ekki sönsum og dregur málið til baka, segir Ólafur“ Í kvöldfréttum Sýnar var missagt að Eiríkur Björn Björgvinsson væri formaður atvinnuveganefndar hið rétta er að hann er fyrsti varaformaður og framsögumaður málsins í nefndinni. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þingfundur stóð fram til klukkan rúmlega þrjú í nótt og enn eina ferðina voru þingmenn stjórnarandstöðunnar þeir einu sem ræddu um breytingar á veiðigjöldum. Önnur umræða um veiðigjaldið hófst svo formlega að nýju um klukkan fjögur í dag sjöunda daginn í röð. Umræða um málið er nú þegar orðin um áttatíu og ein klukkustund og er í sjöunda sæti yfir lengstu umræðu um þingmál síðan Alþingi var sameinað í eina málstofu 1991. Meirihluti atvinnuveganefndar hafi verið með réttar tölur Þingmenn minnihlutans á Alþingi hafa í vikunni sagt forsendur veiðigjaldafrumvarpsins brostnar því tölur og útreikningar hafi reynst rangir. Atvinnuveganefnd fékk ríkisskattstjóra og skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins á fund til sín í morgun til að fá úr þessu skorið. Eiríkur Björn Björgvinsson fyrsti varaformaður nefndarinnar, þingmaður Viðreisnar og framsögumaður málsins, segir að í ljós hafi komið að meirihluti nefndarinnar hafi haft rétt fyrir sér, Réttar tölur Skattsins hafi legið fyrir strax frá 10. júní og þær hafi verið kynntar nefndinni 12. júní. „Það var staðfest á fundi nefndarinnar í dag að þau gögn sem við höfum verið að vinna með og hafa verið lögð fram í nefndaráliti meirihlutans eru réttar tölur. Það leiðir til þess miðað við útreikninga frá 2023 og 2024 að verði frumvarpið að lögum með breytingartillögum meirihlutans verður veiðigjaldið alls 17,7 milljarðar króna,“ segir Eiríkur Sammála um töluna Ólafur Adofsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur undir það að tölurnar séu réttar en telur enn rétt að vísa málinu frá. „Þessi fundur í morgun var góður og nefndin er ásátt um að við ætlum að miða við sömu tölu sem er rúmlega 57 krónur á kíló,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvort það þýði 17,7 milljarða í heildarveiðigjöld, svarar Ólafur því játandi. Hann segir þó að þetta muni litlu breyta varðandi afstöðu Sjálfstæðisflokksins til frumvarpsins. „Hún breytist að því leyti að menn eru alla vega að vinna með sömu tölu. En miðað við þær umsagnir sem hafa verið gerðar og upphaflega frumvarpið þá eru áhyggjurnar enn fyrir hendi. Ég geri fastlega ráð fyrir því að málið verði rætt áfram. Jafnvel um langa hríð ef stjórnarmeirihlutinn tekur ekki sönsum og dregur málið til baka, segir Ólafur“ Í kvöldfréttum Sýnar var missagt að Eiríkur Björn Björgvinsson væri formaður atvinnuveganefndar hið rétta er að hann er fyrsti varaformaður og framsögumaður málsins í nefndinni.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði