Sjáðu Íslandsmetin falla og fagnaðarlætin í lauginni Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. júní 2025 10:02 Íslenska frjálsíþróttalandsliðið átti frábæra daga á Evrópubikarnum. FRÍ Íslenska frjálsíþróttalandsliðið átti tvo frábæra daga á Evrópubikarnum í Maribor í Slóveníu. Fjögur Íslandsmet féllu, stórkostleg stemning myndaðist meðal hópsins og árangrinum var fagnað með miklu fjöri. Fullkomið hlaup Andreu Andrea Kolbeinsdóttir varð fyrst til að fella Íslandsmet, sitt eigið, þegar hún hljóp þrjú þúsund metra hindrunarhlaup á fyrri keppnisdeginum. Hún hljóp að eigin sögn fullkomið hlaup, kom í mark á 10:07,38 mínútum og bætti Íslandsmetið um rúmlega eina sekúndu. Andrea bætti eigið Íslandsmet. Mikil og góð samstaða myndaðist í íslenska hópnum Ósvikin gleði hjá Irmu Irma Gunnarsdóttir varð svo önnur til að fella Íslandsmet en hún gerði það í gær með 13,72 metra löngu þrístökki. Það sýndi sig í útsendingu frá mótinu hversu miklu máli það skipti Irmu að bæta eigið Íslandsmet, gleðin var ósvikin hjá henni er nýtt Íslandsmet var staðfest og kollegar hennar í íslenska landsliðinu fögnuðu ákaft úr stúkunni líkt og sjá má hér fyrir neðan. Allir íslenskir keppendur studdu vel hvor við annan. Eir Chang bætti met liðsfélaga Eir Chang Hlésdóttir setti þriðja Íslandsmetið á Evrópubikarnum í frjálsíþróttum í gær þegar hún sló metið í tvö hundruð metra hlaupi. Eir sló þar Íslandsmet liðsfélaga síns því gamla metið átti Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem var einnig að keppa fyrir Ísland í Evrópubikarnum. What a reaction…and a name to watch! 🫶Only 17, Iceland’s Eir Hlesdottir 🇮🇸 wins the women’s 200m in a national senior record of 23.44! ⚡️ #ETCH2025 #Maribor2025 pic.twitter.com/urhkGS6Do6— European Athletics (@EuroAthletics) June 25, 2025 View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) Boðhlaupssveitin stakk sér til sunds Íslenska boðhlaupssveitin í blönduðu 4×400 metra boðhlaupi innsiglaði svo frábæran árangur íslenska liðsins með því að setja fjórða Íslandsmetið á mótinu, þegar þau komu í mark á 3:25,96 mínútum. Íslensku sveitina skipuðu þau Ívar Kristinn Jasonarson, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Sæmundur Ólafsson og Ísold Sævarsdóttir, sem fengu sér sundsprett eftir á og fögnuðu metinu. „Alvöru liðsandi, ekki bara í þessu liði heldur öllu íslenska liðinu“ sögðu þau. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) Samstaðan mikil milli reynslubolta og nýliða „Það var frábært að fylgjast með liðinu keppa, liði sem samanstendur af reynsluboltum og nýliðum, liði þar sem augljóst er að samstaðan og stemmingin er mikil og liði sem lagði allt sitt í keppnina og sýndi hvað í því býr“ sagði Soffía Svanhildar Felixdóttir, fræðslustjóri Frjálsíþróttasambandsins, eftir mótið. View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Sjá meira
Fullkomið hlaup Andreu Andrea Kolbeinsdóttir varð fyrst til að fella Íslandsmet, sitt eigið, þegar hún hljóp þrjú þúsund metra hindrunarhlaup á fyrri keppnisdeginum. Hún hljóp að eigin sögn fullkomið hlaup, kom í mark á 10:07,38 mínútum og bætti Íslandsmetið um rúmlega eina sekúndu. Andrea bætti eigið Íslandsmet. Mikil og góð samstaða myndaðist í íslenska hópnum Ósvikin gleði hjá Irmu Irma Gunnarsdóttir varð svo önnur til að fella Íslandsmet en hún gerði það í gær með 13,72 metra löngu þrístökki. Það sýndi sig í útsendingu frá mótinu hversu miklu máli það skipti Irmu að bæta eigið Íslandsmet, gleðin var ósvikin hjá henni er nýtt Íslandsmet var staðfest og kollegar hennar í íslenska landsliðinu fögnuðu ákaft úr stúkunni líkt og sjá má hér fyrir neðan. Allir íslenskir keppendur studdu vel hvor við annan. Eir Chang bætti met liðsfélaga Eir Chang Hlésdóttir setti þriðja Íslandsmetið á Evrópubikarnum í frjálsíþróttum í gær þegar hún sló metið í tvö hundruð metra hlaupi. Eir sló þar Íslandsmet liðsfélaga síns því gamla metið átti Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem var einnig að keppa fyrir Ísland í Evrópubikarnum. What a reaction…and a name to watch! 🫶Only 17, Iceland’s Eir Hlesdottir 🇮🇸 wins the women’s 200m in a national senior record of 23.44! ⚡️ #ETCH2025 #Maribor2025 pic.twitter.com/urhkGS6Do6— European Athletics (@EuroAthletics) June 25, 2025 View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) Boðhlaupssveitin stakk sér til sunds Íslenska boðhlaupssveitin í blönduðu 4×400 metra boðhlaupi innsiglaði svo frábæran árangur íslenska liðsins með því að setja fjórða Íslandsmetið á mótinu, þegar þau komu í mark á 3:25,96 mínútum. Íslensku sveitina skipuðu þau Ívar Kristinn Jasonarson, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Sæmundur Ólafsson og Ísold Sævarsdóttir, sem fengu sér sundsprett eftir á og fögnuðu metinu. „Alvöru liðsandi, ekki bara í þessu liði heldur öllu íslenska liðinu“ sögðu þau. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) Samstaðan mikil milli reynslubolta og nýliða „Það var frábært að fylgjast með liðinu keppa, liði sem samanstendur af reynsluboltum og nýliðum, liði þar sem augljóst er að samstaðan og stemmingin er mikil og liði sem lagði allt sitt í keppnina og sýndi hvað í því býr“ sagði Soffía Svanhildar Felixdóttir, fræðslustjóri Frjálsíþróttasambandsins, eftir mótið. View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Sjá meira