Kraftaverkakona sem þekkir Ísland út og inn Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2025 16:33 Lidija Stojkanovic hefur verið að gera magnaða hluti fyrir serbneskan fótbolta. Hún spilaði lengi hér á landi og þjálfaði einnig. FSS Serbneska landsliðið sem Ísland mætir á morgun, í generalprufunni fyrir EM kvenna í fótbolta, leikur undir stjórn „kraftaverkakonu“ sem bjó og starfaði lengi á Íslandi. Liðin mætast í Serbíu klukkan 17 að íslenskum tíma. Serbar hafa nefnilega skipt um þjálfara frá leikjunum við Ísland í fyrra, þegar Ísland vann samanlagt 3-2 í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Lidija Stojkanovic er nú tekin við Serbíu og ætti að vita allt um íslenskan fótbolta. Hún kom fyrst hingað til lands sem leikmaður hjá HK/Víkingi árið 2005 og lék hér um árabil, einnig með Fylki. Síðar varð hún svo þjálfari hjá HK/Víkingi og svo HK, síðast tímabilið 2023. Lidija Stojkanovic tekur í spaðann á Viggó Magnússyni, sem er pabbi Glódísar Perlu og sat í stjórn hjá HK/Víkingi, eftir að hafa samþykkt að verða aðstoðarþjálfari liðsins síðla árs 2013.hk.is Fimmta sæti á EM og upp í A-deild Þjóðadeildar Frá árinu 2016 hefur hún einnig þjálfað yngri landslið hjá Serbum og hjálpað þeim að ná algjörlega nýjum hæðum, til að mynda þegar U19-landsliðið náði 5. sæti á EM í fyrrasumar. Lidija tók svo við A-landsliðinu af Dragisa Zecevic undir lok síðasta árs og tókst í fyrstu tilraun að stýra Serbíu til sigurs í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar, fyrir ofan Ungverjaland, Hvíta-Rússland og fyrstu mótherja Íslands á EM í næstu viku; Finnland. Það þýðir að Serbía spilar í A-deild á næstu leiktíð, líkt og vonandi Ísland sem á eftir umspilsleiki við Norður-Írland í október. „Þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel“ „Við þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel. Þetta er mjög gott lið sem er komið inn í lokakeppni EM fimmta skiptið í röð. Þetta verður síðasti æfingaleikurinn þeirra fyrir Sviss. Við verðum að spila gegn svona liðum og hlökkum til,“ sagði Lidija við heimasíðu serbneska knattspyrnusambandsins. Leikur Serbíu og Íslands hefst klukkan 17 á morgun. Íslensku stelpurnar hafa verið við æfingar í Serbíu í þessari viku en fara svo yfir til Sviss á laugardaginn þar sem við tekur lokaundirbúningur fyrir EM. Fyrsti leikur þar er við Finna næsta miðvikudag. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira
Serbar hafa nefnilega skipt um þjálfara frá leikjunum við Ísland í fyrra, þegar Ísland vann samanlagt 3-2 í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Lidija Stojkanovic er nú tekin við Serbíu og ætti að vita allt um íslenskan fótbolta. Hún kom fyrst hingað til lands sem leikmaður hjá HK/Víkingi árið 2005 og lék hér um árabil, einnig með Fylki. Síðar varð hún svo þjálfari hjá HK/Víkingi og svo HK, síðast tímabilið 2023. Lidija Stojkanovic tekur í spaðann á Viggó Magnússyni, sem er pabbi Glódísar Perlu og sat í stjórn hjá HK/Víkingi, eftir að hafa samþykkt að verða aðstoðarþjálfari liðsins síðla árs 2013.hk.is Fimmta sæti á EM og upp í A-deild Þjóðadeildar Frá árinu 2016 hefur hún einnig þjálfað yngri landslið hjá Serbum og hjálpað þeim að ná algjörlega nýjum hæðum, til að mynda þegar U19-landsliðið náði 5. sæti á EM í fyrrasumar. Lidija tók svo við A-landsliðinu af Dragisa Zecevic undir lok síðasta árs og tókst í fyrstu tilraun að stýra Serbíu til sigurs í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar, fyrir ofan Ungverjaland, Hvíta-Rússland og fyrstu mótherja Íslands á EM í næstu viku; Finnland. Það þýðir að Serbía spilar í A-deild á næstu leiktíð, líkt og vonandi Ísland sem á eftir umspilsleiki við Norður-Írland í október. „Þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel“ „Við þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel. Þetta er mjög gott lið sem er komið inn í lokakeppni EM fimmta skiptið í röð. Þetta verður síðasti æfingaleikurinn þeirra fyrir Sviss. Við verðum að spila gegn svona liðum og hlökkum til,“ sagði Lidija við heimasíðu serbneska knattspyrnusambandsins. Leikur Serbíu og Íslands hefst klukkan 17 á morgun. Íslensku stelpurnar hafa verið við æfingar í Serbíu í þessari viku en fara svo yfir til Sviss á laugardaginn þar sem við tekur lokaundirbúningur fyrir EM. Fyrsti leikur þar er við Finna næsta miðvikudag.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira