Tölum um stóra valdaframsalsmálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. júní 2025 08:32 Talað hefur verið um það að bókun 35 sé ekki nógu gott heiti þegar rætt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um að lögfestur verði forgangur innleidds regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn gagnvart íslenzkri löggjöf þó málið snúist sannarlega um umrædda bókun við samninginn. Ég vil því leggja til heitið stóra valdaframsalsmálið eða einfaldlega valdaframsalsmálið til styttingar. Vald yfir íslenzkum málum hefur áður verið framselt til stofnana Evrópusambandsins, bæði óbeint og í auknum mæli beint, í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Hefur þróun samningsins jafnt og þétt verið meira í þá átt þó enn sé langur vegur frá því að það jafnist á það valdaframsal sem fælist í inngöngu í sambandið. Hins vegar hefur hingað til einkum verið um að ræða framkvæmdavald á afmörkuðum en þó mikilvægum sviðum í gegnum einstakar lagagerðir. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar sem fyrr segir um lögfestingu þess að allt regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið hér á landi í gegnum EES-samninginn frá því að Íslands gerðist aðili að honum fyrir rúmum 30 árum og allt það regluverk sem mun verða innleitt í framtíðinni gangi framar íslenskri löggjöf. Með öðrum orðum er um að ræða miklu stærra mál en við höfum staðið frammi fyrir áður og þar með talin aðildin að samningnum í byrjun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókun 35 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Talað hefur verið um það að bókun 35 sé ekki nógu gott heiti þegar rætt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um að lögfestur verði forgangur innleidds regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn gagnvart íslenzkri löggjöf þó málið snúist sannarlega um umrædda bókun við samninginn. Ég vil því leggja til heitið stóra valdaframsalsmálið eða einfaldlega valdaframsalsmálið til styttingar. Vald yfir íslenzkum málum hefur áður verið framselt til stofnana Evrópusambandsins, bæði óbeint og í auknum mæli beint, í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Hefur þróun samningsins jafnt og þétt verið meira í þá átt þó enn sé langur vegur frá því að það jafnist á það valdaframsal sem fælist í inngöngu í sambandið. Hins vegar hefur hingað til einkum verið um að ræða framkvæmdavald á afmörkuðum en þó mikilvægum sviðum í gegnum einstakar lagagerðir. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar sem fyrr segir um lögfestingu þess að allt regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið hér á landi í gegnum EES-samninginn frá því að Íslands gerðist aðili að honum fyrir rúmum 30 árum og allt það regluverk sem mun verða innleitt í framtíðinni gangi framar íslenskri löggjöf. Með öðrum orðum er um að ræða miklu stærra mál en við höfum staðið frammi fyrir áður og þar með talin aðildin að samningnum í byrjun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar