Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2025 07:09 Dætur Combs og móðir hans mættu í dómsal í gær en sjálfur lét hann lítið fyrir sér fara. Getty/John Lamparski „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ Þetta sagði saksóknarinn Christy Slavik fyrir dómstól í New York í gær, þegar ákæruvaldið flutti lokaræðu sína í máli sínu gegn tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs. Réttarhöld yfir Combs hafa staðið yfir í um sjö vikur en hann hefur meðal annars verið sakaður um skipulagða glæpastarfsemi, mansal og kynferðisofbeldi. Hann neitar sök. Ræða Slavik stóð yfir í um fjóra tíma, þar sem hún sagði Combs hafa villt um fyrir konum til að fullnægja eigin kynlífsfantasíum, með aðstoð starfsmanna sinna. Kviðdómurinn þyrfti aðeins að komast að þeirri niðurstöðu að Combs hefði framið tvö brot til að finna hann sekann um skipulagða glæpastarfsemi en hann hefði framið hundruð brota með aðstoð starfsmanna sinna. Þar mætti meðal annars nefna fjölda tilvika þar sem mógúllinn hefði fengið starfsmenn sína til að útvega sér fíkniefni og atvik þar sem Combs er sagður hafa greitt ónefndum aðilum til að kveikja í bifreið tónlistarmannsins Kid Cudi. Alvarlegustu brot Combs hefðu hins vegar verið brot hans gegn kærustum sínum, þar sem hann kúgaði þær til að stunda kynlíf með kynlífsstarfsmönnum á meðan hann horfði á. „Þetta er það sem gerðist þegar Cassie sagði „Nei“,“ sagði Slavik um myndskeið af ofbeldi Combs í garð tónlistarkonunnar Cassie Ventura á hóteli í Los Angeles árið 2016. Fjöldi vitna hefur staðfest ofbeldi Combs í garð Ventura. Slavik vitnaði einnig til orða annarar fyrrverandi kærustu Combs, sem bar vitni undir dulnefninu „Jane“. Fram kom í textaskilaboðum milli Jane og Combs að hún hefði ekki viljað taka þátt í fyrrnefndum kynlífsathöfnum en hún væri hrædd um að verða heimilislaus. Verjendur Combs munu ávarpa kviðdóminn í dag. Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Þetta sagði saksóknarinn Christy Slavik fyrir dómstól í New York í gær, þegar ákæruvaldið flutti lokaræðu sína í máli sínu gegn tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs. Réttarhöld yfir Combs hafa staðið yfir í um sjö vikur en hann hefur meðal annars verið sakaður um skipulagða glæpastarfsemi, mansal og kynferðisofbeldi. Hann neitar sök. Ræða Slavik stóð yfir í um fjóra tíma, þar sem hún sagði Combs hafa villt um fyrir konum til að fullnægja eigin kynlífsfantasíum, með aðstoð starfsmanna sinna. Kviðdómurinn þyrfti aðeins að komast að þeirri niðurstöðu að Combs hefði framið tvö brot til að finna hann sekann um skipulagða glæpastarfsemi en hann hefði framið hundruð brota með aðstoð starfsmanna sinna. Þar mætti meðal annars nefna fjölda tilvika þar sem mógúllinn hefði fengið starfsmenn sína til að útvega sér fíkniefni og atvik þar sem Combs er sagður hafa greitt ónefndum aðilum til að kveikja í bifreið tónlistarmannsins Kid Cudi. Alvarlegustu brot Combs hefðu hins vegar verið brot hans gegn kærustum sínum, þar sem hann kúgaði þær til að stunda kynlíf með kynlífsstarfsmönnum á meðan hann horfði á. „Þetta er það sem gerðist þegar Cassie sagði „Nei“,“ sagði Slavik um myndskeið af ofbeldi Combs í garð tónlistarkonunnar Cassie Ventura á hóteli í Los Angeles árið 2016. Fjöldi vitna hefur staðfest ofbeldi Combs í garð Ventura. Slavik vitnaði einnig til orða annarar fyrrverandi kærustu Combs, sem bar vitni undir dulnefninu „Jane“. Fram kom í textaskilaboðum milli Jane og Combs að hún hefði ekki viljað taka þátt í fyrrnefndum kynlífsathöfnum en hún væri hrædd um að verða heimilislaus. Verjendur Combs munu ávarpa kviðdóminn í dag.
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira