Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Árni Sæberg skrifar 27. júní 2025 13:42 Forseti Alþingis greiddi atkvæði með afbrigðunum, eins og allir aðrir viðstaddir þingmenn. Vísir Atkvæðagreiðslukerfið í þingsal Alþingis bilaði í morgun og því þurftu þingmenn að greiða atkvæði með gamla laginu, einfaldlega með því að rétta upp hönd. Á dagskrá þingsins var önnur umræða um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Með frumvarpinu er lagt til að færa reglur um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og starfsemi hans úr lögum um tekjustofna sveitarfélaga í ný heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þar sem einnig eru lagðar til breytingar á regluverki sjóðsins. Meginbreytingin felst í því að tekið verður upp nýtt almennt jöfnunarframlag sem byggist á nýju jöfnunarlíkani til einföldunar á jöfnunarkerfinu. Þá eru einnig lagðar til ýmsar aðrar breytingar sem hafa að markmiði að einfalda regluverk sjóðsins og auka gagnsæi þess. Frumvarpið, sem byggist að mestu á vinnu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, var áður lagt fram á fyrra löggjafarþingi án þess að það næði fram að ganga. Of skammur tími liðinn Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, tilkynnti áður en málið var tekið fyrir að svo háttaði um það að of skammt væri liðið frá útbýtingu nefndarálits með breytingartillögu minnihluta umhverfis- og samgöngunefndar því þyrfti að leita samþykkis fyrir því að taka nefndarálitið á dagskrá. Greiddi atkvæði með en sagði vinnubrögðin óboðleg Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls áður en atkvæði voru greidd um afbrigðin og sagðist að sjálfsögðu myndu greiða atkvæði með því að taka nefndarálitið á dagskrá, enda væri um mjög gott álit að ræða. „En mér finnst ástæða til að benda á þessi vinnubrögð. Nú hefur frumvarp um Jöfnunarsjóð legið inni í umhverfis- og samgöngunefnd í töluverðan tíma en það var í gær sem það var rifið út með löngu nefndaráliti meirihlutans, þar sem var með engu hlustað á breytingartillögu, sem ég hafði meðal annars lagt fram. Ég átti mögulega von á því að meirihlutinn hér á þingi sæi kannski örlitla glæfu á því að hlusta á skynsemisrök frá minni hlutanum. En nei, það var ekki hægt.“ Nægur tími verði til að kynna sér málið Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, steig þá í pontu og sagði að samkomulag hefði verið um að taka málið fyrir í dag. Hefði verið vilji til að breyta dagskránni hefði mátt hreyfa mótbárum á fundi þingflokksformanna í gær. „Ég tek það einnig fram að það er skilningur meðal flokkanna að þessi umræða mun ekki klárast í dag en ef þingmenn vilja meiri tíma til að glöggva sig á nefndarálitum og flytja ræðu hér þegar málið kemur aftur á dagskrá, þá er ljóst að við erum að flytja nefndarálit, opna umræðu og svo verður henni frestað. Mér þykir mikilvægt að halda þessu til haga í ljósi þessara orða þeirra orða sem féllu hér.“ Jón Gunnarsson hélt lokaræðuna áður en gengið var til atkvæðagreiðslu um afbrigðin. Hann sagði málið skipta gríðarlegu máli enda væri verið að hækka skatta um það bil 86 þúsund manns með frumvarpinu. „Það er svo sem í anda þessarar ríkisstjórnar, sem hóf vegferðina á því að lofa fólki um allt land að skattar yrðu ekki hækkaðir. En hér er sem sagt í þessu máli, eins og það er afgreitt frá nefndinni, og það er ástæða til að vekja athygli á því, að þá leiðir það til skattahækkana á um 86 þúsund einstaklingum, ef mér telst rétt til. Allir réttu upp hönd Forseti þingsins tilkynnti þá að svo háttaði til að aðkvæðagreiðslukerfi í borði virkaði ekki sem stæði og því myndi atkvæðagreiðsla um afbrigðin fara fram með gamla laginu, með handauppréttingu. „Forseti biður háttvirtir þingmenn sem hyggjast segja já, styðja afbrigðin að rétta upp hönd. Forseti sér ekki betur en að allir viðstaddir þingmenn hafi greitt atkvæði og styðji afbrigðin. Þau eru þá afgreidd með þrjátíu og sjö atkvæðum. Alþingi Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Á dagskrá þingsins var önnur umræða um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Með frumvarpinu er lagt til að færa reglur um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og starfsemi hans úr lögum um tekjustofna sveitarfélaga í ný heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þar sem einnig eru lagðar til breytingar á regluverki sjóðsins. Meginbreytingin felst í því að tekið verður upp nýtt almennt jöfnunarframlag sem byggist á nýju jöfnunarlíkani til einföldunar á jöfnunarkerfinu. Þá eru einnig lagðar til ýmsar aðrar breytingar sem hafa að markmiði að einfalda regluverk sjóðsins og auka gagnsæi þess. Frumvarpið, sem byggist að mestu á vinnu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, var áður lagt fram á fyrra löggjafarþingi án þess að það næði fram að ganga. Of skammur tími liðinn Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, tilkynnti áður en málið var tekið fyrir að svo háttaði um það að of skammt væri liðið frá útbýtingu nefndarálits með breytingartillögu minnihluta umhverfis- og samgöngunefndar því þyrfti að leita samþykkis fyrir því að taka nefndarálitið á dagskrá. Greiddi atkvæði með en sagði vinnubrögðin óboðleg Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls áður en atkvæði voru greidd um afbrigðin og sagðist að sjálfsögðu myndu greiða atkvæði með því að taka nefndarálitið á dagskrá, enda væri um mjög gott álit að ræða. „En mér finnst ástæða til að benda á þessi vinnubrögð. Nú hefur frumvarp um Jöfnunarsjóð legið inni í umhverfis- og samgöngunefnd í töluverðan tíma en það var í gær sem það var rifið út með löngu nefndaráliti meirihlutans, þar sem var með engu hlustað á breytingartillögu, sem ég hafði meðal annars lagt fram. Ég átti mögulega von á því að meirihlutinn hér á þingi sæi kannski örlitla glæfu á því að hlusta á skynsemisrök frá minni hlutanum. En nei, það var ekki hægt.“ Nægur tími verði til að kynna sér málið Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, steig þá í pontu og sagði að samkomulag hefði verið um að taka málið fyrir í dag. Hefði verið vilji til að breyta dagskránni hefði mátt hreyfa mótbárum á fundi þingflokksformanna í gær. „Ég tek það einnig fram að það er skilningur meðal flokkanna að þessi umræða mun ekki klárast í dag en ef þingmenn vilja meiri tíma til að glöggva sig á nefndarálitum og flytja ræðu hér þegar málið kemur aftur á dagskrá, þá er ljóst að við erum að flytja nefndarálit, opna umræðu og svo verður henni frestað. Mér þykir mikilvægt að halda þessu til haga í ljósi þessara orða þeirra orða sem féllu hér.“ Jón Gunnarsson hélt lokaræðuna áður en gengið var til atkvæðagreiðslu um afbrigðin. Hann sagði málið skipta gríðarlegu máli enda væri verið að hækka skatta um það bil 86 þúsund manns með frumvarpinu. „Það er svo sem í anda þessarar ríkisstjórnar, sem hóf vegferðina á því að lofa fólki um allt land að skattar yrðu ekki hækkaðir. En hér er sem sagt í þessu máli, eins og það er afgreitt frá nefndinni, og það er ástæða til að vekja athygli á því, að þá leiðir það til skattahækkana á um 86 þúsund einstaklingum, ef mér telst rétt til. Allir réttu upp hönd Forseti þingsins tilkynnti þá að svo háttaði til að aðkvæðagreiðslukerfi í borði virkaði ekki sem stæði og því myndi atkvæðagreiðsla um afbrigðin fara fram með gamla laginu, með handauppréttingu. „Forseti biður háttvirtir þingmenn sem hyggjast segja já, styðja afbrigðin að rétta upp hönd. Forseti sér ekki betur en að allir viðstaddir þingmenn hafi greitt atkvæði og styðji afbrigðin. Þau eru þá afgreidd með þrjátíu og sjö atkvæðum.
Alþingi Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira