Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Aron Guðmundsson skrifar 28. júní 2025 09:31 Orri fyririliði og Arnar landsliðsþjálfari fyrir seinni leik Íslands gegn Kósovó Vísir/Getty Fótboltamaðurinn Orri Óskarsson hélt að landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson væri að djóka í sér er hann tilkynnti Orra að hann yrði næsti landsliðsfyrirliði. Eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári kom hann mörgum í opna skjöldu með því að velja hinn tvítuga framherja, Orra Stein sem fyrirliða landsliðsins. Mesti heiður sem landsliðsmaður getur fengið en Orri, sem er leikmaður Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni. skilur ákvörðun Arnars. „Nei þegar að hann sagði mér frá þessu fyrst í símanum þá hélt ég að hann væri að djóka í mér. En svo syncaði þetta inn hjá manni og maður var í smá sjokki. En ég skil vissulega af hverju hann myndi vilja gera mig að fyrirliða. Ég er tuttugu ára gamall, er að spila í einni af topp fimm deildum í heiminum og er með smitandi gleði í mér. Ég næ að tengja mjög vel við flestalla sem ég hitti, er mjög góður í samskiptum og að tengjast fólki. Þetta eru ákveðnir eiginleikar sem fyrirliði þarf að hafa.“ Arnar tjáði Orra frá ákvörðuninni símleiðis eftir Evrópuleik Sociedad í Róm undir lok janúar. „Maður var bara einhvern veginn í sjokki restina af ferðinni heim. Ég þurfti að halda þessu leyndu svolítið lengi. Það var mjög erfitt þar sem að þetta er með stærri fréttum sem maður getur fengið sem fótboltamaður. Ég var mjög stoltur, fjölskyldan mjög stolt. Frábær stund.“ Orri bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í útileik gegn Kósovó. Sem framherji er hann vanur pressunni sem fylgir því að leiða sóknarleik liða en sem fyrirliði fann hann mun. „Þetta var aðeins öðruvísi pressa, maður þurfti einhvern veginn að taka ábyrgð fyrir allt liðið en þegar að ég labbaði inn á völlinn gleymdi ég öllu og var bara ég sjálfur. Spilaði bara minn leik, hjálpaði strákunum á minn hátt. Það var ekkert mikið dýpra en það og maður finnur það bara einhvern veginn inn í sér hvernig fyrirliði maður mun vera. Aron Einar var mjög duglegur við að hjálpa mér með þetta. Við töluðum mikið um að ég ætti bara að vera ég sjálfur, ekki breyta mér í einhvern annan sökum þess að ég er fyrirliði.“ Viðtalið við Orra Stein í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Sjá meira
Eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári kom hann mörgum í opna skjöldu með því að velja hinn tvítuga framherja, Orra Stein sem fyrirliða landsliðsins. Mesti heiður sem landsliðsmaður getur fengið en Orri, sem er leikmaður Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni. skilur ákvörðun Arnars. „Nei þegar að hann sagði mér frá þessu fyrst í símanum þá hélt ég að hann væri að djóka í mér. En svo syncaði þetta inn hjá manni og maður var í smá sjokki. En ég skil vissulega af hverju hann myndi vilja gera mig að fyrirliða. Ég er tuttugu ára gamall, er að spila í einni af topp fimm deildum í heiminum og er með smitandi gleði í mér. Ég næ að tengja mjög vel við flestalla sem ég hitti, er mjög góður í samskiptum og að tengjast fólki. Þetta eru ákveðnir eiginleikar sem fyrirliði þarf að hafa.“ Arnar tjáði Orra frá ákvörðuninni símleiðis eftir Evrópuleik Sociedad í Róm undir lok janúar. „Maður var bara einhvern veginn í sjokki restina af ferðinni heim. Ég þurfti að halda þessu leyndu svolítið lengi. Það var mjög erfitt þar sem að þetta er með stærri fréttum sem maður getur fengið sem fótboltamaður. Ég var mjög stoltur, fjölskyldan mjög stolt. Frábær stund.“ Orri bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í útileik gegn Kósovó. Sem framherji er hann vanur pressunni sem fylgir því að leiða sóknarleik liða en sem fyrirliði fann hann mun. „Þetta var aðeins öðruvísi pressa, maður þurfti einhvern veginn að taka ábyrgð fyrir allt liðið en þegar að ég labbaði inn á völlinn gleymdi ég öllu og var bara ég sjálfur. Spilaði bara minn leik, hjálpaði strákunum á minn hátt. Það var ekkert mikið dýpra en það og maður finnur það bara einhvern veginn inn í sér hvernig fyrirliði maður mun vera. Aron Einar var mjög duglegur við að hjálpa mér með þetta. Við töluðum mikið um að ég ætti bara að vera ég sjálfur, ekki breyta mér í einhvern annan sökum þess að ég er fyrirliði.“ Viðtalið við Orra Stein í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Sjá meira