Steini frá Straumnesi látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2025 16:19 Steini í Straumnesi með flottan lax. Laxá í Aðaldal Steingrímur Stefánsson, leiðsögumaður í Laxá í Aðaldal og betur þekktur sem Steini frá Straumnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 24. júní síðastliðinn 56 ára gamall. Veiðisamfélagið syrgir goðsögn í laxveiði. „Með sorg í hjarta kveðjum við kæran vin og félaga, Steingrím Stefánsson – Steina frá Straumnesi,“ segir í færslu Laxár í Aðaldal á Facebook. Auk laxveiðinnar var Steini virkur og stoltur félagi í björgunarsveitinni í Aðaldal. „Fregnin hefur skilið eftir sig djúpt tóm í hópi fjölskyldu, vina, samstarfsfólks og veiðimanna sem þekktu hann og nutu samfylgdar hans við Laxá í Aðaldal.“ Steini hafi í 38 ár verið ómissandi hluti af lífi og starfi við Laxá í Aðaldal sem er ein frægasta og vinsælasta laxveiðiá landsins. „Með hlýju, rósemd og einstökum húmor tók hann á móti gestum árinnar og leiddi þá um sín uppáhalds veiðisvæði – staði sem hann þekkti eins og lófann á sér. Fáir þekktu ána betur og unnu störf sín af jafn mikilli ánægju og Steini,“ segir í færslunni. „Hann elskaði ána sína og leið aldrei betur en þegar hann var úti í henni miðri eða á bökkum hennar að liðsinna veiðimönnum. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með Steina og hafa hann í lífi okkar munum sakna hans sárt. Lífið við ána verður ekki samt án hans. Við erum þakklát fyrir öll árin, samfylgdina, hlýjuna og gleðina.“ Meðal þeirra sem minnasta Steina er Gunnar Helgason leikari. „Hann Steini (Steingrímur S Stefansson) var leiðsögumaður okkar bræðra í Aðaldalnum í nokkur ár og hann var svo sérstakur, svo einstakur að það myndaðist djúp vinátta okkar í millum,“ segir Gunnar í færslu á Facebook. „Þegar ég var við tökur á Allra síðasta veiðiferðin eyddum við nokkrum dögum saman við að keyra með ánni, ræða veiðistaði og bera saman bækur okkar. Hans bók var vitaskuld miklu þykkari en mín en hann hlustaði af sinni einstöku þolinmæði þegar ég talaði af mis mikilli visku. Og vináttan dýpkaði.“ Þeir hafi síðustu sumur veitt saman sem makkerar. „Tveir vinir að gera það sem þeim fannst skemmtilegast á uppáhaldsstaðnum okkar. Og hver einustu jól hringdi hann og pantaði bók sem hann vildi gefa í jólagjöf. Dalurinn hefur misst mikið!!!“ Andlát Lax Norðurþing Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Sjá meira
„Með sorg í hjarta kveðjum við kæran vin og félaga, Steingrím Stefánsson – Steina frá Straumnesi,“ segir í færslu Laxár í Aðaldal á Facebook. Auk laxveiðinnar var Steini virkur og stoltur félagi í björgunarsveitinni í Aðaldal. „Fregnin hefur skilið eftir sig djúpt tóm í hópi fjölskyldu, vina, samstarfsfólks og veiðimanna sem þekktu hann og nutu samfylgdar hans við Laxá í Aðaldal.“ Steini hafi í 38 ár verið ómissandi hluti af lífi og starfi við Laxá í Aðaldal sem er ein frægasta og vinsælasta laxveiðiá landsins. „Með hlýju, rósemd og einstökum húmor tók hann á móti gestum árinnar og leiddi þá um sín uppáhalds veiðisvæði – staði sem hann þekkti eins og lófann á sér. Fáir þekktu ána betur og unnu störf sín af jafn mikilli ánægju og Steini,“ segir í færslunni. „Hann elskaði ána sína og leið aldrei betur en þegar hann var úti í henni miðri eða á bökkum hennar að liðsinna veiðimönnum. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með Steina og hafa hann í lífi okkar munum sakna hans sárt. Lífið við ána verður ekki samt án hans. Við erum þakklát fyrir öll árin, samfylgdina, hlýjuna og gleðina.“ Meðal þeirra sem minnasta Steina er Gunnar Helgason leikari. „Hann Steini (Steingrímur S Stefansson) var leiðsögumaður okkar bræðra í Aðaldalnum í nokkur ár og hann var svo sérstakur, svo einstakur að það myndaðist djúp vinátta okkar í millum,“ segir Gunnar í færslu á Facebook. „Þegar ég var við tökur á Allra síðasta veiðiferðin eyddum við nokkrum dögum saman við að keyra með ánni, ræða veiðistaði og bera saman bækur okkar. Hans bók var vitaskuld miklu þykkari en mín en hann hlustaði af sinni einstöku þolinmæði þegar ég talaði af mis mikilli visku. Og vináttan dýpkaði.“ Þeir hafi síðustu sumur veitt saman sem makkerar. „Tveir vinir að gera það sem þeim fannst skemmtilegast á uppáhaldsstaðnum okkar. Og hver einustu jól hringdi hann og pantaði bók sem hann vildi gefa í jólagjöf. Dalurinn hefur misst mikið!!!“
Andlát Lax Norðurþing Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Sjá meira