Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2025 22:33 Steve McClaren var niðurlútur í útsendingaveri Sky Sports á meðan Kolbeinn Sigþórsson fagnaði marki sínu í Nice. @Sky Sports/Getty/Richard Sellers 27. júní er merkisdagur í sögu íslenskra íþrótta því það var á þessum degi fyrir níu árum síðan sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta sló Englendinga út úr sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. England komst snemma í 1-0 í leiknum í Nice en íslensku strákarnir svöruðu með tveimur mörkum og héldu síðan út í seinni hálfleik á móti stórsókn enska landsliðsins. Íslenska liðið komst því i átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti þar sem liðið tapaði fyrir Frökkum. Sky Sports rifjaði upp þennan merkilega dag og þá sérstaklega þegar strákarnir okkar slökktu hreinlega á Steve McClaren í beinni á Sky Sports. Það liðu tólf mínútur á milli jöfnunarmarks Ragnars Sigurðssonar (6. mínúta) og sigurmarki Kolbeins Sigþórssonar (18. mínúta). Steve McClaren var þarna að ræða málin eftir jöfnunarmarkið og var að reyna að telja ensku þjóðinni trú um það að enska liðið myndi koma sterkt til baka í leiknum. „Þetta hefur verið fullkomið svar hjá liðinu. Ekkert mál, byrjum bara aftur. Halda þessum yfirburðum sínum og halda áfram að setja pressu á þessa fjögurra manna varnarlínu Íslands,“ sagði Steve McClaren og hélt áfram. „Það eina sem þeir hafa er þessi stóri strákur frammi, [Kolbeinn] Sigþórsson,“ sagði McClaren en komst ekki lengra því á sömu stundu kom Kolbeinn íslenska liðinu yfir eftir frábæra sókn. „Óóóoo,“ var það eina sem kom upp úr McClaren sem horfði vonsvikinn niður í borðið. Það má sjá þetta hér fyrir neðan og öruggt að við Íslendingar höfðum miklu meira gaman af þessu en Englendingar. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball) EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
England komst snemma í 1-0 í leiknum í Nice en íslensku strákarnir svöruðu með tveimur mörkum og héldu síðan út í seinni hálfleik á móti stórsókn enska landsliðsins. Íslenska liðið komst því i átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti þar sem liðið tapaði fyrir Frökkum. Sky Sports rifjaði upp þennan merkilega dag og þá sérstaklega þegar strákarnir okkar slökktu hreinlega á Steve McClaren í beinni á Sky Sports. Það liðu tólf mínútur á milli jöfnunarmarks Ragnars Sigurðssonar (6. mínúta) og sigurmarki Kolbeins Sigþórssonar (18. mínúta). Steve McClaren var þarna að ræða málin eftir jöfnunarmarkið og var að reyna að telja ensku þjóðinni trú um það að enska liðið myndi koma sterkt til baka í leiknum. „Þetta hefur verið fullkomið svar hjá liðinu. Ekkert mál, byrjum bara aftur. Halda þessum yfirburðum sínum og halda áfram að setja pressu á þessa fjögurra manna varnarlínu Íslands,“ sagði Steve McClaren og hélt áfram. „Það eina sem þeir hafa er þessi stóri strákur frammi, [Kolbeinn] Sigþórsson,“ sagði McClaren en komst ekki lengra því á sömu stundu kom Kolbeinn íslenska liðinu yfir eftir frábæra sókn. „Óóóoo,“ var það eina sem kom upp úr McClaren sem horfði vonsvikinn niður í borðið. Það má sjá þetta hér fyrir neðan og öruggt að við Íslendingar höfðum miklu meira gaman af þessu en Englendingar. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball)
EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira