Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2025 22:33 Steve McClaren var niðurlútur í útsendingaveri Sky Sports á meðan Kolbeinn Sigþórsson fagnaði marki sínu í Nice. @Sky Sports/Getty/Richard Sellers 27. júní er merkisdagur í sögu íslenskra íþrótta því það var á þessum degi fyrir níu árum síðan sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta sló Englendinga út úr sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. England komst snemma í 1-0 í leiknum í Nice en íslensku strákarnir svöruðu með tveimur mörkum og héldu síðan út í seinni hálfleik á móti stórsókn enska landsliðsins. Íslenska liðið komst því i átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti þar sem liðið tapaði fyrir Frökkum. Sky Sports rifjaði upp þennan merkilega dag og þá sérstaklega þegar strákarnir okkar slökktu hreinlega á Steve McClaren í beinni á Sky Sports. Það liðu tólf mínútur á milli jöfnunarmarks Ragnars Sigurðssonar (6. mínúta) og sigurmarki Kolbeins Sigþórssonar (18. mínúta). Steve McClaren var þarna að ræða málin eftir jöfnunarmarkið og var að reyna að telja ensku þjóðinni trú um það að enska liðið myndi koma sterkt til baka í leiknum. „Þetta hefur verið fullkomið svar hjá liðinu. Ekkert mál, byrjum bara aftur. Halda þessum yfirburðum sínum og halda áfram að setja pressu á þessa fjögurra manna varnarlínu Íslands,“ sagði Steve McClaren og hélt áfram. „Það eina sem þeir hafa er þessi stóri strákur frammi, [Kolbeinn] Sigþórsson,“ sagði McClaren en komst ekki lengra því á sömu stundu kom Kolbeinn íslenska liðinu yfir eftir frábæra sókn. „Óóóoo,“ var það eina sem kom upp úr McClaren sem horfði vonsvikinn niður í borðið. Það má sjá þetta hér fyrir neðan og öruggt að við Íslendingar höfðum miklu meira gaman af þessu en Englendingar. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball) EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
England komst snemma í 1-0 í leiknum í Nice en íslensku strákarnir svöruðu með tveimur mörkum og héldu síðan út í seinni hálfleik á móti stórsókn enska landsliðsins. Íslenska liðið komst því i átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti þar sem liðið tapaði fyrir Frökkum. Sky Sports rifjaði upp þennan merkilega dag og þá sérstaklega þegar strákarnir okkar slökktu hreinlega á Steve McClaren í beinni á Sky Sports. Það liðu tólf mínútur á milli jöfnunarmarks Ragnars Sigurðssonar (6. mínúta) og sigurmarki Kolbeins Sigþórssonar (18. mínúta). Steve McClaren var þarna að ræða málin eftir jöfnunarmarkið og var að reyna að telja ensku þjóðinni trú um það að enska liðið myndi koma sterkt til baka í leiknum. „Þetta hefur verið fullkomið svar hjá liðinu. Ekkert mál, byrjum bara aftur. Halda þessum yfirburðum sínum og halda áfram að setja pressu á þessa fjögurra manna varnarlínu Íslands,“ sagði Steve McClaren og hélt áfram. „Það eina sem þeir hafa er þessi stóri strákur frammi, [Kolbeinn] Sigþórsson,“ sagði McClaren en komst ekki lengra því á sömu stundu kom Kolbeinn íslenska liðinu yfir eftir frábæra sókn. „Óóóoo,“ var það eina sem kom upp úr McClaren sem horfði vonsvikinn niður í borðið. Það má sjá þetta hér fyrir neðan og öruggt að við Íslendingar höfðum miklu meira gaman af þessu en Englendingar. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball)
EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira