Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 28. júní 2025 08:15 Námsmat grunnskólanemenda hefur verið mjög í umræðunni á liðnum misserum. Það er mikilvægt að ræða menntun barnanna okkar. Við viljum öll að börnin njóti sín í skólastarfi og nái árangri. Framundan er algjör bylting í námsmati. Loksins verður í boði samræmt námsmat þannig að hægt er að fylgjast með námsárangri og námsframvindu nemenda milli skólaára. Slíkt samræmt námsmat hefur aldrei áður staðið íslenskum skólum til boða í þeim mæli sem hér um ræðir. Þetta er því grundvallarbreyting á því hvernig við styðjum við nám barna og kennslu kennara. Í lok þessa skólaárs voru lögð tilraunapróf í hverjum bekk frá 4. og upp í 10. bekk. 7 stærðfræðipróf og 7 próf í lesskilningi. Í úrtakinu voru um 7000 börn í 26 skólum. Þessi tilraunapróf tókust afar vel. Á næsta ári munu því ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir alla nemendur í 4. til 10. bekk. Þetta er gríðarlega stórt framfaraskref í námsmati íslenskra barna og markar, má segja, upphafs nýs tímabils í skólastarfi á Íslandi. Nú verður í fyrsta sinn hægt að fylgjast reglubundið með námsframvindu hvers barns með vönduðum matstækjum og kennarar geta því betur mætt námslegum þörfum nemanda. Þessi próf eru hluti af Matsferil sem er heildstætt námsmatskerfi með stöðu- og framvinduprófum auk skimunarprófa. Matsferillinn mun þannig styðja við daglegt starf kennara og veita þeim yfirsýn yfir námslega stöðu nemenda. Matsferill byggir á traustum og fræðilegum grunni og hefur verið unninn í víðtæku samráði við skólasamfélagið. Aldrei áður hefur verið unnið eins umfangsmikið samræmt og heildstætt kerfi sem gefur yfirsýn yfir námsframvindu barna og því eru þessi nýju verkfæri gríðarlega mikilvæg bæði fyrir kennara, nemendur og foreldra. Einnig veita niðurstöður Matsferils skólastjórnendum og skólayfirvöldum gríðarlega mikilvæga innsýn í þróun menntunar sem svo nýtist til umbóta og markvissrar stefnumótunar. Ég hlakka mikið til að fylgjast með því hvernig Matsferill muni styðja við framþróun og auka gæði menntunar enn frekar þannig að öll börn fái tækifæri til að vaxa og dafna í námi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Námsmat grunnskólanemenda hefur verið mjög í umræðunni á liðnum misserum. Það er mikilvægt að ræða menntun barnanna okkar. Við viljum öll að börnin njóti sín í skólastarfi og nái árangri. Framundan er algjör bylting í námsmati. Loksins verður í boði samræmt námsmat þannig að hægt er að fylgjast með námsárangri og námsframvindu nemenda milli skólaára. Slíkt samræmt námsmat hefur aldrei áður staðið íslenskum skólum til boða í þeim mæli sem hér um ræðir. Þetta er því grundvallarbreyting á því hvernig við styðjum við nám barna og kennslu kennara. Í lok þessa skólaárs voru lögð tilraunapróf í hverjum bekk frá 4. og upp í 10. bekk. 7 stærðfræðipróf og 7 próf í lesskilningi. Í úrtakinu voru um 7000 börn í 26 skólum. Þessi tilraunapróf tókust afar vel. Á næsta ári munu því ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir alla nemendur í 4. til 10. bekk. Þetta er gríðarlega stórt framfaraskref í námsmati íslenskra barna og markar, má segja, upphafs nýs tímabils í skólastarfi á Íslandi. Nú verður í fyrsta sinn hægt að fylgjast reglubundið með námsframvindu hvers barns með vönduðum matstækjum og kennarar geta því betur mætt námslegum þörfum nemanda. Þessi próf eru hluti af Matsferil sem er heildstætt námsmatskerfi með stöðu- og framvinduprófum auk skimunarprófa. Matsferillinn mun þannig styðja við daglegt starf kennara og veita þeim yfirsýn yfir námslega stöðu nemenda. Matsferill byggir á traustum og fræðilegum grunni og hefur verið unninn í víðtæku samráði við skólasamfélagið. Aldrei áður hefur verið unnið eins umfangsmikið samræmt og heildstætt kerfi sem gefur yfirsýn yfir námsframvindu barna og því eru þessi nýju verkfæri gríðarlega mikilvæg bæði fyrir kennara, nemendur og foreldra. Einnig veita niðurstöður Matsferils skólastjórnendum og skólayfirvöldum gríðarlega mikilvæga innsýn í þróun menntunar sem svo nýtist til umbóta og markvissrar stefnumótunar. Ég hlakka mikið til að fylgjast með því hvernig Matsferill muni styðja við framþróun og auka gæði menntunar enn frekar þannig að öll börn fái tækifæri til að vaxa og dafna í námi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun