Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2025 10:37 Lilja Sif Pétursdóttir með kórónuna ásamt Manúelu Ósk Harðardóttur, eiganda og stjórnanda Ungfrúar Ísland. Lilja Sif Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í alþjóðlegu fegurðarsamkeppninni Miss Supranational 2025, var í gærkvöld krýnd Miss Supranational Europe sem efsti evrópski keppandinn. Einnig hlaut hún verðlaun sem myndfríðasti keppandinn. Keppnin var haldin í sextánda sinn í gær í Nowy Sącz í Póllandi þar sem konur frá 66 löndum kepptu til úrslita. Sigurvegari keppninnar var hin brasilíska Eduarda Braum og er það í fyrsta sinn sem Brasilíu vinnur keppnina. Lilja Sif komst fyrst áfram í 24 stúlkna úrslit og þaðan í 12 stúlkna úrslit. Veitt eru fimm heimsálfuverðlaun fyrir þann sem endar efstur í sinni álfu og endaði Lilja efst meðal Evrópubúa og hlaut fyrir vikið titilinn Miss Supranational Europe 2025. Hún er þar með orðin opinber fulltrúi Evrópu innan keppninnar. Lilja ásamt íslenska teyminu. Auk þess hlaut Lilja titilinn Miss Photogenic 2025 sem er veittur myndfríðasta keppandanum, það er þeim sem tekur sig best út fyrir framan myndavélina, hverju sinni. „Ég á erfitt með að lýsa þessari stund. þetta er ótrúleg viðurkenning og mér þykir óendanlega vænt um stuðninginn sem ég hef fengið frá fólki frá öllum heimshornum. Ég vona að þetta sé hvatning til annarra ungra kvenna að fylgja draumum sínum,“ sagði Lilja Sif eftir úrslitin. „Þetta er ólýsanleg stund. Lilja hefur lagt hjarta sitt og sál í undirbúninginn og sýnt að íslenskur kraftur skín í gegn á alþjóðlegum vettvangi. Við erum ótrúlega stolt af henni – þetta er sigur fyrir hana, fyrir okkur öll og fyrir Ísland,“ sagði Manuela Ósk Harðardóttir, eigandi Ungfrú Ísland, sem var stödd í salnum. Lilja Sif Pétursdóttir var valin Ungfrú Ísland árið 2023 og keppti í kjölfarið í Ungfrú heimi sama ár. Hún starfar á hjúkrunarheimili samhliða þátttöku sinni í ýmsum fegurðarkeppnum og viðburðum þeim tengdum. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Keppti fyrir hönd fjölfatlaðrar systur sinnar Lilja Sif Pétursdóttir sigraði keppnina Miss Universe Iceland fyrir skemmstu. Hún er elst í sex systkina hópi en ein af systrum hennar er fjölfötluð sem er ástæða þess að Lilja starfar í dag á hjúkrunarheimili. Í framtíðinni dreymir Lilju um að geta hjálpað þeim sem minna mega sín. 5. september 2023 07:01 Upplifði martröð fegurðardrottningarinnar Fegurðarsamkeppnin, Miss Universe er haldin í 72 sinn og fer keppnin fram í El Salvador. Lilja Sif Pétursdóttir keppnir fyrir Íslands hönd en á lokaæfingunni upplifði hún martröð allra fegurðardrottninga. 17. nóvember 2023 10:33 Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira
Keppnin var haldin í sextánda sinn í gær í Nowy Sącz í Póllandi þar sem konur frá 66 löndum kepptu til úrslita. Sigurvegari keppninnar var hin brasilíska Eduarda Braum og er það í fyrsta sinn sem Brasilíu vinnur keppnina. Lilja Sif komst fyrst áfram í 24 stúlkna úrslit og þaðan í 12 stúlkna úrslit. Veitt eru fimm heimsálfuverðlaun fyrir þann sem endar efstur í sinni álfu og endaði Lilja efst meðal Evrópubúa og hlaut fyrir vikið titilinn Miss Supranational Europe 2025. Hún er þar með orðin opinber fulltrúi Evrópu innan keppninnar. Lilja ásamt íslenska teyminu. Auk þess hlaut Lilja titilinn Miss Photogenic 2025 sem er veittur myndfríðasta keppandanum, það er þeim sem tekur sig best út fyrir framan myndavélina, hverju sinni. „Ég á erfitt með að lýsa þessari stund. þetta er ótrúleg viðurkenning og mér þykir óendanlega vænt um stuðninginn sem ég hef fengið frá fólki frá öllum heimshornum. Ég vona að þetta sé hvatning til annarra ungra kvenna að fylgja draumum sínum,“ sagði Lilja Sif eftir úrslitin. „Þetta er ólýsanleg stund. Lilja hefur lagt hjarta sitt og sál í undirbúninginn og sýnt að íslenskur kraftur skín í gegn á alþjóðlegum vettvangi. Við erum ótrúlega stolt af henni – þetta er sigur fyrir hana, fyrir okkur öll og fyrir Ísland,“ sagði Manuela Ósk Harðardóttir, eigandi Ungfrú Ísland, sem var stödd í salnum. Lilja Sif Pétursdóttir var valin Ungfrú Ísland árið 2023 og keppti í kjölfarið í Ungfrú heimi sama ár. Hún starfar á hjúkrunarheimili samhliða þátttöku sinni í ýmsum fegurðarkeppnum og viðburðum þeim tengdum.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Keppti fyrir hönd fjölfatlaðrar systur sinnar Lilja Sif Pétursdóttir sigraði keppnina Miss Universe Iceland fyrir skemmstu. Hún er elst í sex systkina hópi en ein af systrum hennar er fjölfötluð sem er ástæða þess að Lilja starfar í dag á hjúkrunarheimili. Í framtíðinni dreymir Lilju um að geta hjálpað þeim sem minna mega sín. 5. september 2023 07:01 Upplifði martröð fegurðardrottningarinnar Fegurðarsamkeppnin, Miss Universe er haldin í 72 sinn og fer keppnin fram í El Salvador. Lilja Sif Pétursdóttir keppnir fyrir Íslands hönd en á lokaæfingunni upplifði hún martröð allra fegurðardrottninga. 17. nóvember 2023 10:33 Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira
Keppti fyrir hönd fjölfatlaðrar systur sinnar Lilja Sif Pétursdóttir sigraði keppnina Miss Universe Iceland fyrir skemmstu. Hún er elst í sex systkina hópi en ein af systrum hennar er fjölfötluð sem er ástæða þess að Lilja starfar í dag á hjúkrunarheimili. Í framtíðinni dreymir Lilju um að geta hjálpað þeim sem minna mega sín. 5. september 2023 07:01
Upplifði martröð fegurðardrottningarinnar Fegurðarsamkeppnin, Miss Universe er haldin í 72 sinn og fer keppnin fram í El Salvador. Lilja Sif Pétursdóttir keppnir fyrir Íslands hönd en á lokaæfingunni upplifði hún martröð allra fegurðardrottninga. 17. nóvember 2023 10:33