Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2025 14:51 Kristín skilur ekki af hverju styrkjum sem ætlaðir eru til að styðja við samfélagið í Grindavík er ekki úthlutað til verkefna innan bæjarins. Vísir Íbúi í Grindavík skilur ekki af hverju styrkir Rauða Krossins til Grindvíkinga vegna náttúruhamfara renna aðeins til verkefna utan bæjarins. Styrkurinn kemur frá Rio tinto og var honum ætlað að styðja við samfélagið í Grindavík í kjölfar eldsumbrota síðustu ára. Rio Tinto veitti Rauða krossinum á Íslandi 208 milljóna króna styrk í fyrra til stuðnings samfélagsins sem hefur orðið fyrir áhrifum jarðskjálfta og eldgosa í og við Grindavík. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. Styrkurinn kom úr hamfarasjóði Rio Tinto en sjóðnum er sérstaklega ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. „Hér kemur kaldhæðnin“ Kristín María Birgisdóttir, íbúi í Grindavík, segir það sæta furðu að öll verkefnin sem sjóðurinn styrkir séu utan bæjarins. Hún kveðst vita af mörgum verkefnum innan Grindavíkur sem sóttu um styrkinn en fengu hann ekki. Hins vegar hafi ýmis önnur verkefni verið styrkt eins og Dale Carnegie námskeið í Reykjavík, sumarbúðir úti á landi fyrir ungmenni, en ekkert verkefni innan bæjarins hafi hlotið styrk. „En hér kemur kaldhæðnin – verkefni sem eiga að styðja við íbúa Grindavíkur mega ekki fara fram í Grindavík. Já, þú last rétt,“ skrifaði Kristín í færslu á samfélagsmiðlum. Kristín segir það skjóta skökku við að Grindvíkingar megi halda leirnámskeið í Garðabæ og fá fyrir það styrk, en umsókn um styrkveitingu fyrir sama námskeið í Grindavík sé hafnað. „Ég myndi alveg skilja þetta ef það væri hættustig í Grindavík, og ef það væri farið að líða ða næsta eldgosi. En hjólin eru farin að snúast í Grindavík, hér er mikil umferð ferðamanna og Íslendinga, það er mikið líf í bænum og margir gista hér í gegnum hollvinasamningana og atvinnulífið er farið á skrið. “ „Ég vona að Rauði krossinn endurskoði sína afstöðu eða stigi fram og útskýri af hverju þetta er svona. Mér finnst hljóð og mynd bara ekki fara saman í þessum styrkveitingum,“ segir Kristín. Kristín segir Rauði krossinn hafi reynst Grindvíkingum mjög vel undanfarin ár, og hafi alltaf verið í hennar huga flott hjálparstofnun. „En mér finnst þetta mál mjög sérstakt,“ segir Kristín. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Rio Tinto veitti Rauða krossinum á Íslandi 208 milljóna króna styrk í fyrra til stuðnings samfélagsins sem hefur orðið fyrir áhrifum jarðskjálfta og eldgosa í og við Grindavík. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. Styrkurinn kom úr hamfarasjóði Rio Tinto en sjóðnum er sérstaklega ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. „Hér kemur kaldhæðnin“ Kristín María Birgisdóttir, íbúi í Grindavík, segir það sæta furðu að öll verkefnin sem sjóðurinn styrkir séu utan bæjarins. Hún kveðst vita af mörgum verkefnum innan Grindavíkur sem sóttu um styrkinn en fengu hann ekki. Hins vegar hafi ýmis önnur verkefni verið styrkt eins og Dale Carnegie námskeið í Reykjavík, sumarbúðir úti á landi fyrir ungmenni, en ekkert verkefni innan bæjarins hafi hlotið styrk. „En hér kemur kaldhæðnin – verkefni sem eiga að styðja við íbúa Grindavíkur mega ekki fara fram í Grindavík. Já, þú last rétt,“ skrifaði Kristín í færslu á samfélagsmiðlum. Kristín segir það skjóta skökku við að Grindvíkingar megi halda leirnámskeið í Garðabæ og fá fyrir það styrk, en umsókn um styrkveitingu fyrir sama námskeið í Grindavík sé hafnað. „Ég myndi alveg skilja þetta ef það væri hættustig í Grindavík, og ef það væri farið að líða ða næsta eldgosi. En hjólin eru farin að snúast í Grindavík, hér er mikil umferð ferðamanna og Íslendinga, það er mikið líf í bænum og margir gista hér í gegnum hollvinasamningana og atvinnulífið er farið á skrið. “ „Ég vona að Rauði krossinn endurskoði sína afstöðu eða stigi fram og útskýri af hverju þetta er svona. Mér finnst hljóð og mynd bara ekki fara saman í þessum styrkveitingum,“ segir Kristín. Kristín segir Rauði krossinn hafi reynst Grindvíkingum mjög vel undanfarin ár, og hafi alltaf verið í hennar huga flott hjálparstofnun. „En mér finnst þetta mál mjög sérstakt,“ segir Kristín.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira