Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2025 07:36 Rúta í miðbænum að sækja ferðamenn. Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verkefnin gærkvöldsins og næturinnar frá 17 í gær til 5 í morgun. Lögreglu barst tilkynning um að bíl hefði verið stolið úr bílasölu í Árbænum. Bíllinn fannst skömmu síðar þar sem þjófurinn ók á honum um miðborgina. Þjófurinn var stöðvaður, handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Fleira var um að vera í Árbænum en þar var ökumaður stöðvaður vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fundust fíkniefni í meira magni en telst sem neysluskammtur og auk þess var töluvert af reiðufé á manninum. Auk þess að vera grunaður um fíkniefnasölu gat maðurinn ekki framvísað gildum ferðaskilríkjum og því mögulega hér á landi í ólöglegri dvöl.Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Hraðakstur, árekstur og stútar Lögreglan þurfti einnig að eiga við þónokkra ökumenn sem óku of hratt en alls voru fjórtán kærðir fyrir hraðakstur, sem náði allt frá 118 km/klst upp í 161 km/klst, bæði á Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Sá sem hraðast ók fór á rúmlega tvöföldum hámarkshraða, 185 km/klst, á Reykjanesbraut og var hann sviptur ökuréttindum og sektaður. Annar ók á 163 km/klst á Suðurlandsvegi, sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan. Hann gaf sig þó að lokum og stöðvaði bílinnn eftir stutta eftirför. Auk hraðakstursins er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Þá barst lögreglunni tilkynning um bíl sem hafði verið ekið á skilti og annað ökutæki í hverfi 108. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ökumaðurinn virtist ekki í ökuhæfu ástandi og var handtekinn. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Fimm ökumenn til viðbótar voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Allir voru þeir handteknir og mál þeirra unnin eftir venjubundnu ferli. „Ásamt ofangreindu sinnti lögreglan ýmis konar verkefnum á tímabilinu þar sem óskað var eftir aðstoð lögreglu meðal annars vegna skemmdarverka, þjófnaðar, heimilisófriðs, einstaklings sem hafði læst sig úti, sprautunála á víðavangi, slysa, hópamyndun ungmenna, ölvaðra einstaklinga, vísa aðilum úr húsnæði, umferðaóhappa, hávaðakvartana og fleira,“ segir í dagbók lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verkefnin gærkvöldsins og næturinnar frá 17 í gær til 5 í morgun. Lögreglu barst tilkynning um að bíl hefði verið stolið úr bílasölu í Árbænum. Bíllinn fannst skömmu síðar þar sem þjófurinn ók á honum um miðborgina. Þjófurinn var stöðvaður, handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Fleira var um að vera í Árbænum en þar var ökumaður stöðvaður vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fundust fíkniefni í meira magni en telst sem neysluskammtur og auk þess var töluvert af reiðufé á manninum. Auk þess að vera grunaður um fíkniefnasölu gat maðurinn ekki framvísað gildum ferðaskilríkjum og því mögulega hér á landi í ólöglegri dvöl.Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Hraðakstur, árekstur og stútar Lögreglan þurfti einnig að eiga við þónokkra ökumenn sem óku of hratt en alls voru fjórtán kærðir fyrir hraðakstur, sem náði allt frá 118 km/klst upp í 161 km/klst, bæði á Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Sá sem hraðast ók fór á rúmlega tvöföldum hámarkshraða, 185 km/klst, á Reykjanesbraut og var hann sviptur ökuréttindum og sektaður. Annar ók á 163 km/klst á Suðurlandsvegi, sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan. Hann gaf sig þó að lokum og stöðvaði bílinnn eftir stutta eftirför. Auk hraðakstursins er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Þá barst lögreglunni tilkynning um bíl sem hafði verið ekið á skilti og annað ökutæki í hverfi 108. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ökumaðurinn virtist ekki í ökuhæfu ástandi og var handtekinn. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Fimm ökumenn til viðbótar voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Allir voru þeir handteknir og mál þeirra unnin eftir venjubundnu ferli. „Ásamt ofangreindu sinnti lögreglan ýmis konar verkefnum á tímabilinu þar sem óskað var eftir aðstoð lögreglu meðal annars vegna skemmdarverka, þjófnaðar, heimilisófriðs, einstaklings sem hafði læst sig úti, sprautunála á víðavangi, slysa, hópamyndun ungmenna, ölvaðra einstaklinga, vísa aðilum úr húsnæði, umferðaóhappa, hávaðakvartana og fleira,“ segir í dagbók lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira