Grindavík sigursæl erlendis Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. júní 2025 17:02 Hinrik Albertsson, Sigurður Már Davíðsson, Garðar Örn Arnarson og Björn Geir Másson glæsilegir í Cannes. Aðsend Þættirnir Grindavík hafa farið sigurför um heiminn en serían var í fjórða sinn að vinna til verðlauna í síðustu viku á hátíðinni Cannes Film Awards. Í ár voru yfir 6000 verkefni send inn á hátíðina og þættirnir unnu í flokknum Best Series - Pilot. Garðar Örn Arnarson og Sigurður Már Davíðsson eru mennirnir á bak við þættina sem er heimildaþáttaröð í sex hlutum. Í þáttunum er íbúum Grindavíkur fylgt eftir í heilt ár eftir að hörmulegar náttúruhamfarir leiða til þess að bæjarbúum er gert að flýja heimili sín. Blaðamaður ræddi við Garðar Örn sem segir teymið í skýjunum með viðtökurnar. „Það er mikill heiður fyrir okkur að vinna til verðlauna erlendis. Þættirnir eru á Íslensku og því magnað að dómnefndir erlendis séu að veita okkur verðlaun þrátt fyrir tungumálið. Við Sigurður Már vorum viðstaddir þarna í Cannes ásamt tveim vinum mínum sem komu með okkur út. Þetta kom okkur vel á óvart þegar Grindavík var tilkynnt sem sigurvegari á sviðinu. Virkilega gaman en kemur manni alltaf jafn mikið á óvart að fá þennan heiður fyrir verkefni á íslensku svona á erlendri grundu.“ Sigurður Már og Garðar halda tölu við verðlaunaafhendingu.Aðsend Grindavík þættirnir hafa sömuleiðis unnið til verðlauna á þremur öðrum hátíðum. Á Liverpool Indie Awards hlutu þeir verðlaun fyrir besta karlkyns leikstjórann, á World Film Festival í Cannes unnu þeir fyrir besta vef/sjónvarps pilotinn og voru valdir besta sjónvarpsserían á Red Movie Awards. „Nú bíðum við bara spenntir eftir því hvort að við komumst inn á fleiri hátíðir. Við erum búnir að senda inn á þó nokkrar hátíðir erlendis sem við ættum að fá svör við hvort við séum inni eða úti undir lok sumars. Þannig það er bara tilhlökkun framundan eftir því,“ segir Garðar jákvæður og brosandi að lokum. Garðar vann til verðlauna fyrir þættina í Liverpool.Aðsend Grindavík Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Körfubolti UMF Grindavík Grindavík (þættir) Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Í ár voru yfir 6000 verkefni send inn á hátíðina og þættirnir unnu í flokknum Best Series - Pilot. Garðar Örn Arnarson og Sigurður Már Davíðsson eru mennirnir á bak við þættina sem er heimildaþáttaröð í sex hlutum. Í þáttunum er íbúum Grindavíkur fylgt eftir í heilt ár eftir að hörmulegar náttúruhamfarir leiða til þess að bæjarbúum er gert að flýja heimili sín. Blaðamaður ræddi við Garðar Örn sem segir teymið í skýjunum með viðtökurnar. „Það er mikill heiður fyrir okkur að vinna til verðlauna erlendis. Þættirnir eru á Íslensku og því magnað að dómnefndir erlendis séu að veita okkur verðlaun þrátt fyrir tungumálið. Við Sigurður Már vorum viðstaddir þarna í Cannes ásamt tveim vinum mínum sem komu með okkur út. Þetta kom okkur vel á óvart þegar Grindavík var tilkynnt sem sigurvegari á sviðinu. Virkilega gaman en kemur manni alltaf jafn mikið á óvart að fá þennan heiður fyrir verkefni á íslensku svona á erlendri grundu.“ Sigurður Már og Garðar halda tölu við verðlaunaafhendingu.Aðsend Grindavík þættirnir hafa sömuleiðis unnið til verðlauna á þremur öðrum hátíðum. Á Liverpool Indie Awards hlutu þeir verðlaun fyrir besta karlkyns leikstjórann, á World Film Festival í Cannes unnu þeir fyrir besta vef/sjónvarps pilotinn og voru valdir besta sjónvarpsserían á Red Movie Awards. „Nú bíðum við bara spenntir eftir því hvort að við komumst inn á fleiri hátíðir. Við erum búnir að senda inn á þó nokkrar hátíðir erlendis sem við ættum að fá svör við hvort við séum inni eða úti undir lok sumars. Þannig það er bara tilhlökkun framundan eftir því,“ segir Garðar jákvæður og brosandi að lokum. Garðar vann til verðlauna fyrir þættina í Liverpool.Aðsend
Grindavík Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Körfubolti UMF Grindavík Grindavík (þættir) Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira