„Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 09:02 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er stödd með íslenska landsliðinu á EM í Sviss þar sem að Ísland spilar sinn fyrsta leik gegn Finnlandi á miðvikudaginn kemur. Vísir/Anton Brink Auk þess að leika lykilhlutverk innan vallar, með íslenska landsliðinu í fótbolta, sá Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um það í heilt ár að vinna samfélagsmiðlaefni liðsins. Hún fann svo nýjan mann í starfið fyrir EM. Fyrsti leikur Íslands á EM er við Finnland á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma. Karólína er að sjálfsögðu með fullan fókus á Evrópumótið hér í Sviss en hún segir gaman að geta gefið stuðningsmönnum innsýn í það sem gengur og gerist á mótinu með skemmtilegum myndböndum, og setur það ekki fyrir sig að vera með myndavél framan í sér nánast allan daginn. „Mér finnst ekkert að því. Maður er orðinn vanur þessu. Svona er þetta í dag hjá öllum félagsliðum og auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka.“ Karólína er sjálf dugleg að deila efni á samfélagsmiðlum og segir engar sérstakar reglur gilda hjá leikmönnum í þessum málum á mótinu. KSÍ deilir einnig alls konar skemmtilegu efni en sambandið réði, að ráði Karólínu, Arnar Laufdal sem sérstakan samfélagsmiðlastjóra fyrir mótið: „Ég held að það fari bara eftir persónuleika hvers og eins hvað við póstum mikið. Ég var búin að sjá um „social media“ hjá kvennaliðinu fyrir KSÍ í eitt ár og var orðin svolítið þreytt á því. Ég talaði við Arnar og KSÍ, við fengum hann inn og hann er ekkert smágóður í þessu. Það er geggjað að sjá hvernig efnið hans er að koma út,“ segir Karólína. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Karólína verður svo væntanlega bráðum áberandi á samfélagsmiðlum Inter á Ítalíu því samkvæmt ítölskum miðlum hefur hún samið um að ganga til liðs við félagið. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter í vetur með glæsibrag og hefur nú skrifað undir langtímasamning við félagið. Love Island, kubb og hrikalega góð stemning Áður en hún flytur til Ítalíu mun Karólína hins vegar setja alla sína krafta í Evrópumótið sem hefst eftir aðeins tvo daga. Á milli leikja, æfinga og liðsfunda verja stelpurnar tímanum saman á glæsilegu hóteli sínu við Thun-vatnið. „Við erum að horfa á Love Island raunveruleikaþættina. Svo erum við að spila, það er kubb-mót [sem fram fór í gærkvöld] og alls konar fleira. Stórmót eru alltaf mjög einstök. Það er hrikalega góð stemning í hópnum. Geggjaður hópur og mikil samheldni, og maður er bara mjög spenntur. Maður er búinn að bíða eftir þessu og vonandi gengur allt vel,“ segir Karólína sem er nú að hefja sitt annað stórmót eftir að hafa slegið í gegn á EM í Englandi fyrir þremur árum. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Sjá meira
Fyrsti leikur Íslands á EM er við Finnland á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma. Karólína er að sjálfsögðu með fullan fókus á Evrópumótið hér í Sviss en hún segir gaman að geta gefið stuðningsmönnum innsýn í það sem gengur og gerist á mótinu með skemmtilegum myndböndum, og setur það ekki fyrir sig að vera með myndavél framan í sér nánast allan daginn. „Mér finnst ekkert að því. Maður er orðinn vanur þessu. Svona er þetta í dag hjá öllum félagsliðum og auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka.“ Karólína er sjálf dugleg að deila efni á samfélagsmiðlum og segir engar sérstakar reglur gilda hjá leikmönnum í þessum málum á mótinu. KSÍ deilir einnig alls konar skemmtilegu efni en sambandið réði, að ráði Karólínu, Arnar Laufdal sem sérstakan samfélagsmiðlastjóra fyrir mótið: „Ég held að það fari bara eftir persónuleika hvers og eins hvað við póstum mikið. Ég var búin að sjá um „social media“ hjá kvennaliðinu fyrir KSÍ í eitt ár og var orðin svolítið þreytt á því. Ég talaði við Arnar og KSÍ, við fengum hann inn og hann er ekkert smágóður í þessu. Það er geggjað að sjá hvernig efnið hans er að koma út,“ segir Karólína. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Karólína verður svo væntanlega bráðum áberandi á samfélagsmiðlum Inter á Ítalíu því samkvæmt ítölskum miðlum hefur hún samið um að ganga til liðs við félagið. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter í vetur með glæsibrag og hefur nú skrifað undir langtímasamning við félagið. Love Island, kubb og hrikalega góð stemning Áður en hún flytur til Ítalíu mun Karólína hins vegar setja alla sína krafta í Evrópumótið sem hefst eftir aðeins tvo daga. Á milli leikja, æfinga og liðsfunda verja stelpurnar tímanum saman á glæsilegu hóteli sínu við Thun-vatnið. „Við erum að horfa á Love Island raunveruleikaþættina. Svo erum við að spila, það er kubb-mót [sem fram fór í gærkvöld] og alls konar fleira. Stórmót eru alltaf mjög einstök. Það er hrikalega góð stemning í hópnum. Geggjaður hópur og mikil samheldni, og maður er bara mjög spenntur. Maður er búinn að bíða eftir þessu og vonandi gengur allt vel,“ segir Karólína sem er nú að hefja sitt annað stórmót eftir að hafa slegið í gegn á EM í Englandi fyrir þremur árum.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Sjá meira