Innlent

Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þórarinn Ingi Pétursson hefur flutt 25. ræður um veiðigjaldið.
Þórarinn Ingi Pétursson hefur flutt 25. ræður um veiðigjaldið. Vísir/Vilhelm

Þingfundi var slitið klukkan 02:33 í nótt, eftir enn einar maraþonumræðurnar um veiðigjaldið. 

Umræðum var þá frestað en þær hefjast á ný klukkan 10 í dag.

Sjö eru á mælendaskrá, þeirra á meðal Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem mun halda sína 32. ræðu um veiðigjaldið. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun halda sína 25. ræðu um málið.

Umræðan um veiðigjaldið hefur nú staðið yfir í meira en hundrað klukkustundir og er orðin sú þriðja lengsta í sögu þingsins, á eftir umræðunum um þriðja orkupakkann árið 2019 og Icesave samninginn árið 2010.

Engar fregnir hafa borist af mögulegum þinglokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×