Innlent

Ræddu við sex­tíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Alan Brady hjá írsku lögreglunni hefur farið með rannsókn málsins.
Alan Brady hjá írsku lögreglunni hefur farið með rannsókn málsins. Vísir/Sigurjón

Rætt var við tæplega sextíu manns hér á landi í síðustu viku og teknar skýrslur af 46 þeirra í tengslum við rannsókn írsku lögreglunnar á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en skýrslutökurnar voru á forræði og undir stjórn hennar að undangenginni samþykktri réttarbeiðni.

Sjá einnig: Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið

Fimm írskir lögreglumenn komu til landsins þann 23. júní til að vinna að skýrslutökunum og fóru aftur til Írlands eftir nokkurra daga skýrslutökur.

„Vinnan við þetta gekk mjög vel fyrir sig, en írsku lögreglumennirnir héldu til síns heima um síðustu helgi. Í framhaldinu munu þeir vinna úr þeim upplýsingum sem var aflað, en rannsókn málsins er á forræði írsku lögreglunnar,“ segir í tilkynningunni.

Lögreglan hefur við rannsókn málsins kallað eftir upplýsingum frá almenningi og ítrekar það, en þeim má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.

Jón Þröstur Jónsson hvarf fyrir rúmum sex árum og hvarf hans verið óleyst síðan. Lítil hreyfing hefur verið á málinu þar til fyrr á árinu þegar írska lögreglan hóf að taka málið fastari tökum. Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar viðraði nýlega þá tilgátu um að leigumorðingi hafi farið mannavillt og drepið hann í staðinn fyrir annan Íslending


Tengdar fréttir

„Segir okkur að þeir eru ekkert að bulla“

Systir og bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin fyrir fimm árum síðan segjast finna fyrir viðhorfsbreytingu írsku lögreglunnar vegna rannsóknar á hvarfi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×