Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2025 16:26 Hljómsveitin tók lagið upp á Íslandi og myndbandið sömuleiðis. Eva Schram Hljómsveitin Of Monsters and Men gefur í dag út lagið Television Love. Fimm ár eru frá því að sveitin gaf síðast út lag. Í tilkynningu kemur fram að lagið hafi verið skrifað og tekið upp í hljóðveri hljómsveitarinnar á Íslandi. Lagið sé eins og samtal sem haldi áfram þar sem því lauk síðast. Laginu fylgir myndband þar sem hljómsveitinni er fylgt í gegnum augnablik sem eiga að sýna hvernig tíminn líður. „Við erum svo spennt að deila laginu Television Love. Undanfarin ár höfum við haldið okkur til hlés í stúdíóinu okkar og verið að semja tónlist í kyrrþey, svo það er virkilega gott að leyfa fólki að heyra loksins hvað við höfum verið að gera. Í kjarna sínum er Television Love samtal á milli tveggja einstaklinga sem teygir sig yfir tíma. Lagið hefur fylgt okkur í nokkur ár og við komum aftur og aftur að því á mismunandi augnablikum í lífi okkar. Í hvert skipti höfðum við eitthvað nýtt að deila og bæta við í sögu lagsins. Lífið gerist, hlutirnir breytast, vonleysi breytist í von. Hljóðheimurinn og samtalið urðu smám saman samofin eigin sögu okkar,“ segir hljómsveitin um lagið í tilkynningunni. Sumarnótt á Íslandi Um myndbandið segja þau að það hafi verið tekið upp og leikstýrt af Erlendi Sveinssyni. Myndbandið snúist um samtal við matarborðið þar sem hljómsveitin og borðið hreyfast í gegnum tíma og rúm „Í gegnum ringulreið og ró, á meðan þau eru bæði tengd og ótengd við umhverfið. Myndbandið var allt tekið upp á 35mm filmu á sumarnótt á Íslandi. Þar sem það var tekið upp í kringum sumarsólstöður gátum við verið vakandi til morguns án þess að sólin settist. Það skapaði undarlegt, tímalaust andrúmsloft sem passaði fullkomlega við Television Love.“ Of Monsters and Men urðu heimsfræg með frumraun sinni My Head Is An Animal. Smellur þeirra, Littla Talks, hefur fengið meira en einn milljarð spilana á Spotify. Þau gáfu svo út plötuna Beneath The Skin. Tónlist þeirra hefur verið spiluð í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmyndum eins og The Hunger Games, The Secret Life of Walter Mitty og víðar. Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að lagið hafi verið skrifað og tekið upp í hljóðveri hljómsveitarinnar á Íslandi. Lagið sé eins og samtal sem haldi áfram þar sem því lauk síðast. Laginu fylgir myndband þar sem hljómsveitinni er fylgt í gegnum augnablik sem eiga að sýna hvernig tíminn líður. „Við erum svo spennt að deila laginu Television Love. Undanfarin ár höfum við haldið okkur til hlés í stúdíóinu okkar og verið að semja tónlist í kyrrþey, svo það er virkilega gott að leyfa fólki að heyra loksins hvað við höfum verið að gera. Í kjarna sínum er Television Love samtal á milli tveggja einstaklinga sem teygir sig yfir tíma. Lagið hefur fylgt okkur í nokkur ár og við komum aftur og aftur að því á mismunandi augnablikum í lífi okkar. Í hvert skipti höfðum við eitthvað nýtt að deila og bæta við í sögu lagsins. Lífið gerist, hlutirnir breytast, vonleysi breytist í von. Hljóðheimurinn og samtalið urðu smám saman samofin eigin sögu okkar,“ segir hljómsveitin um lagið í tilkynningunni. Sumarnótt á Íslandi Um myndbandið segja þau að það hafi verið tekið upp og leikstýrt af Erlendi Sveinssyni. Myndbandið snúist um samtal við matarborðið þar sem hljómsveitin og borðið hreyfast í gegnum tíma og rúm „Í gegnum ringulreið og ró, á meðan þau eru bæði tengd og ótengd við umhverfið. Myndbandið var allt tekið upp á 35mm filmu á sumarnótt á Íslandi. Þar sem það var tekið upp í kringum sumarsólstöður gátum við verið vakandi til morguns án þess að sólin settist. Það skapaði undarlegt, tímalaust andrúmsloft sem passaði fullkomlega við Television Love.“ Of Monsters and Men urðu heimsfræg með frumraun sinni My Head Is An Animal. Smellur þeirra, Littla Talks, hefur fengið meira en einn milljarð spilana á Spotify. Þau gáfu svo út plötuna Beneath The Skin. Tónlist þeirra hefur verið spiluð í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmyndum eins og The Hunger Games, The Secret Life of Walter Mitty og víðar.
Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira