„Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Aron Guðmundsson skrifar 2. júlí 2025 07:02 Glódís Perla Viggósdóttir er hundrað prósent klár í slaginn við Finna í dag vísir/Anton Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir mun feta nýjan stíg í dag er hún leiðir íslenska landsliðið inn á völlinn í fyrsta skipti á stórmóti. Hún segir að um stóra stund fyrir sig sé að ræða. Ísland hefur vegferð sína á EM í fótbolta í borginni Thun í Sviss í dag með fyrsta leik mótsins gegn Finnlandi í A-riðli. Mikilvægur leikur framundan sem getur, þrátt fyrir að vera aðeins fyrsti leikur liðanna, haft afar mikið að segja upp á framhaldið í mótinu. Það dylst engum hversu ofboðslega mikilvæg Glódís Perla er íslenska landsliðinu. Henni fylgir einhver festa og ró í hjarta varnarinnar sem smitar síðan út frá sér um gjörvallt liðið. Um tíma voru uppi spurningarmerki varðandi þátttöku Glódísar Perlu á EM. Krefjandi meiðsli, beinmar í hné, gerðu vart um sig á síðasta tímabili og héldu henni frá um hríð. Aðspurð um stöðuna á sér fyrir fyrsta leik sagðist Glódís vera fullkomlega heil heilsu. Þannig að þú lítur þannig á það að meiðslin séu frá? „Já,“ var stutt og sannfærandi svar frá fyrirliðanum. Þrátt fyrir að búa að mikilli reynslu með bæði félags- og landsliði er Glódís að fara upplifa eitthvað nýtt í dag. Jú hún hefur leitt íslenska landsliðið inn á völlinn í ófáum leikjum, þekkir umhverfið út og inn með sína 137 A-landsleiki en aldrei hefur hún leitt íslenska liðið inn á völlinn á stórmóti. „Það verður gríðarlega stór stund fyrir mig að fá að leiða þennan frábæra hóp út í þetta mót. Ég er gríðarlega spennt fyrir því og auðvitað er maður þá bara extra þakklát fyrir að fá að vera hérna og fá að gera þetta. Fá þessa ábyrgð sem fylgir því að gera það. Hópurinn er bara svo gríðarlega sterkur og frábær, við erum með mikið af leiðtogum innan okkar raða líka þótt að þær beri ekki bandið. Ég er bara mjög spennt fyrir þessu móti.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan er hægt að finna alla umfjöllun Vísis og Sýnar um mótið. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sjá meira
Ísland hefur vegferð sína á EM í fótbolta í borginni Thun í Sviss í dag með fyrsta leik mótsins gegn Finnlandi í A-riðli. Mikilvægur leikur framundan sem getur, þrátt fyrir að vera aðeins fyrsti leikur liðanna, haft afar mikið að segja upp á framhaldið í mótinu. Það dylst engum hversu ofboðslega mikilvæg Glódís Perla er íslenska landsliðinu. Henni fylgir einhver festa og ró í hjarta varnarinnar sem smitar síðan út frá sér um gjörvallt liðið. Um tíma voru uppi spurningarmerki varðandi þátttöku Glódísar Perlu á EM. Krefjandi meiðsli, beinmar í hné, gerðu vart um sig á síðasta tímabili og héldu henni frá um hríð. Aðspurð um stöðuna á sér fyrir fyrsta leik sagðist Glódís vera fullkomlega heil heilsu. Þannig að þú lítur þannig á það að meiðslin séu frá? „Já,“ var stutt og sannfærandi svar frá fyrirliðanum. Þrátt fyrir að búa að mikilli reynslu með bæði félags- og landsliði er Glódís að fara upplifa eitthvað nýtt í dag. Jú hún hefur leitt íslenska landsliðið inn á völlinn í ófáum leikjum, þekkir umhverfið út og inn með sína 137 A-landsleiki en aldrei hefur hún leitt íslenska liðið inn á völlinn á stórmóti. „Það verður gríðarlega stór stund fyrir mig að fá að leiða þennan frábæra hóp út í þetta mót. Ég er gríðarlega spennt fyrir því og auðvitað er maður þá bara extra þakklát fyrir að fá að vera hérna og fá að gera þetta. Fá þessa ábyrgð sem fylgir því að gera það. Hópurinn er bara svo gríðarlega sterkur og frábær, við erum með mikið af leiðtogum innan okkar raða líka þótt að þær beri ekki bandið. Ég er bara mjög spennt fyrir þessu móti.“ Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan fjögur og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan er hægt að finna alla umfjöllun Vísis og Sýnar um mótið.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sjá meira